Þörf á langtímasýn frekar en átaki í geðheilbrigðismálum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. júní 2022 13:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að allir þurfi að sammælast að um forgangsmál sé að ræða. Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir fátt koma óvart í svartsýnni skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu. Of oft hafi stjórnvöld ráðist í átak í hinum og þessum málaflokkum en nú skorti langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir og pólitískt þrek. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að eftirspurn og þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu aukist stöðugt milli ára en á sama tíma sé geta stjórnvalda til að tryggja nauðsynlega þjónustu undir væntingum og biðin of löng. Gerðar voru sjö tillögur að úrbótum, sem snúa að öflun upplýsinga, greiningu og utanumhald, að samfellda og samþætta þjónustu, fækka gráum svæðum, bæta aðgengi, stuðla að framboði hæfs fagfólks, tryggja tilvist geðheilsuteyma og vanda til verka við gerð aðgerðaáætlana og eftirfylgni þeirra. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur verið með málið til umfjöllunar og verður álit hennar kynnt á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, segir mikilvægt að nýta tilmæli Ríkisendurskoðunar. „Það er því miður þannig að það er fátt sem kemur á óvart í þessum tilmælum og í lýsingunni á stöðu geðheilbrigðisþjónustu, en þeim mun brýnna að taka höndum saman um að ákveða hvernig eigi að halda fram veginn,“ segir Þórunn. Lífsnauðsynlegt að bregðast við Stærsta áskorunin sé að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga og útrýma biðlistum þannig börn, ungmenni og fullorðnir þurfi ekki að bíða vikum og mánuðum saman eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Of mörg dæmi séu um slíkt. „Við vitum að það hefur bæði áhrif á lífsgæði þeirra, aðstandenda þeirra, framgöngu sjúkdóma og svo framvegis, og við bara hreinlega verðum að bæta úr því. Það er lífsnauðsynlegt,“ segir Þórunn. Vandinn er ekki nýr af nálinni en ítrekað hefur verið varað við slæmri stöðu í geðheilbrigðismálum. „Við kannski erum aðeins of oft búin að gera átak í hinum og þessum þætti geðheilbrigðisþjónustunnar en það sem við þurfum núna er langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir til langs tíma og við þurfum að hafa yfirsýn yfir málaflokkinn, sem hefur því miður skort,“ segir Þórunn. Þá þurfi úthald og pólitískt þrek. „Þannig að það skipti ekki máli í rauninni hverjir séu í ríkisstjórn heldur að við séum öll sammála um að þetta sé algjört forgangsmál,“ segir hún. Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að eftirspurn og þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu aukist stöðugt milli ára en á sama tíma sé geta stjórnvalda til að tryggja nauðsynlega þjónustu undir væntingum og biðin of löng. Gerðar voru sjö tillögur að úrbótum, sem snúa að öflun upplýsinga, greiningu og utanumhald, að samfellda og samþætta þjónustu, fækka gráum svæðum, bæta aðgengi, stuðla að framboði hæfs fagfólks, tryggja tilvist geðheilsuteyma og vanda til verka við gerð aðgerðaáætlana og eftirfylgni þeirra. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur verið með málið til umfjöllunar og verður álit hennar kynnt á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, segir mikilvægt að nýta tilmæli Ríkisendurskoðunar. „Það er því miður þannig að það er fátt sem kemur á óvart í þessum tilmælum og í lýsingunni á stöðu geðheilbrigðisþjónustu, en þeim mun brýnna að taka höndum saman um að ákveða hvernig eigi að halda fram veginn,“ segir Þórunn. Lífsnauðsynlegt að bregðast við Stærsta áskorunin sé að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga og útrýma biðlistum þannig börn, ungmenni og fullorðnir þurfi ekki að bíða vikum og mánuðum saman eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Of mörg dæmi séu um slíkt. „Við vitum að það hefur bæði áhrif á lífsgæði þeirra, aðstandenda þeirra, framgöngu sjúkdóma og svo framvegis, og við bara hreinlega verðum að bæta úr því. Það er lífsnauðsynlegt,“ segir Þórunn. Vandinn er ekki nýr af nálinni en ítrekað hefur verið varað við slæmri stöðu í geðheilbrigðismálum. „Við kannski erum aðeins of oft búin að gera átak í hinum og þessum þætti geðheilbrigðisþjónustunnar en það sem við þurfum núna er langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir til langs tíma og við þurfum að hafa yfirsýn yfir málaflokkinn, sem hefur því miður skort,“ segir Þórunn. Þá þurfi úthald og pólitískt þrek. „Þannig að það skipti ekki máli í rauninni hverjir séu í ríkisstjórn heldur að við séum öll sammála um að þetta sé algjört forgangsmál,“ segir hún.
Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira