Hvernig væri að þýða tölvuleiki? Sigurður Karl Pétursson skrifar 7. júní 2022 13:30 Fyrir örfáum dögum bárust þær fréttir frá Frönsku akademíunni, sem hefur það hlutverk að rækta franska tungu, að ákveðið hefði verið að banna ýmis tökuorð sem tengjast tölvuleikjum og nota í staðin frönsk heiti. Sem dæmi má nefna að stofnanir tengdar tölvuleikjum eiga að tala um „joueur professionnel“ í staðinn fyrir „pro gamer“, og „joueur-animateur en direct“ í staðinn fyrir „streamer“. Aðrar þjóðir hafa einnig þýtt orð og hugtök úr heimi tölvuleikja, þar á meðal Ísland, en hvaða gagn gerir það ef leikirnir sjálfur eru ekki þýddir? Þegar ég var yngri spilaði ég tölvuleiki, þótt það væri í minna mæli en ég geri núna. Sem ungur drengur bjó ég í Belgíu. Þar deildi ég PlayStation 2 tölvu með bróður mínum. Þegar ég keypti leiki þurfti ég alltaf að kíkja á hulstrið á leiknum til að vera viss um að leikurinn væri á ensku, ekki frönsku eða flæmsku, enda kunni ég ekkert í þeim ágætu tungumálum. Á þessum tíma var ekki nægilegt pláss á diskunum til að vera með fleiri en eitt tungumál ef leikurinn var talsettur. Það var því snúið að kaupa tölvuleiki utan enskumælandi landa, því að alltaf gat maður lent á tungumáli sem enginn á heimilinu kunni. Megnið af lesefni barna á ensku Eftir því sem tæknin þróaðist höfðu diskarnir meira pláss, og því var yfirleitt hægt að velja á milli tungumála. Ég man þegar ég settist upp í sófa að spila glænýjan leik á PlayStation 3 og ég þurfti að velja tungumál. Mér brá alltaf að sjá fjölda þýðinga, allar með fullri talsetningu og þýðingu á textanum; hægt var að spila leikinn á þýsku, frönsku, rússnesku, kínversku, ítölsku, pólsku og spænsku, og svona mætti lengi telja. En aldrei var hægt að spila á íslensku. Við höfum alltaf þýtt barnaefni, bækur og kvikmyndir til að efla og varðveita tunguna – og um áratuga skeið hefur ekki þýtt að bjóða upp á annað en að talsetja barnamyndir. Aftur á móti hefur algjörlega gleymst að þýða tölvuleiki, vinsælustu afþreyingu barna í dag. Raunveruleikinn er sá að börn lesa ekki jafn mikið og áður og það sem þau lesa utan skólans er meira og minna á ensku, því að við þýðum ekki tölvuleikina. Um 90% barna spila tölvuleiki – á ensku Við gætum að minnsta kosti byrjað á því að þýða vinsælustu nettölvuleikina sem Íslendingar spila, eins og League of Legends, Counter-Strike: Global Offensive, Overwatch, Valorant, Fifa og Fortnite. Allir þessir leikir eru talsettir og í League of Legends er meira að segja hægt að lesa lýsingu á hverjum einasta karakter. Ungir Íslendingar eru talsvert líklegri til að lesa það en nýjustu glæpasögur okkar vinsælu höfunda. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2019 spila um 66% Íslendinga tölvuleiki, karlar spila í sjö klukkustundir á viku og konur í fimm. 39% Íslendinga spila leiki í tölvunni, 27% í leikjatölvum eins og PlayStation og 50% í síma. 65% barna á aldrinum 3-5 ára spila tölvuleiki, 94% á aldrinum 6-12 ára og 86% barna á aldrinum 13-17. Með öðrum orðum: Um 90% barna á aldrinum 6-17 ára spila tölvuleiki – á ensku. Við erum því miður að tapa baráttunni við að varðveita íslenska tungu, því að við leggjum einfaldlega ekkert á okkur til að þýða tölvuleiki. Við talsetjum bíómyndir – ekki tölvuleiki Eini tölvuleikurinn á íslensku, svo ég viti til, er Minecraft. Það er allt og sumt. Svo eru að sjálfsögðu „single player“-leikir (það er ekki til góð þýðing á þessu hugtaki, svo ég viti til) þar sem frekar er lögð áhersla á söguþráð en keppni, eins og God of War (2018) og Witcher 3 (2016), sem fólk líkir oft við kvikmyndir. Við talsetjum barnamyndir á íslensku og textum kvikmyndir ætlaðar eldri hópum. Af hverju talsetjum við ekki tölvuleiki? Ég skora á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Ásmund Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra að grípa til sinna ráða og stuðla að því að tölvuleikir verði þýddir til að stuðla að varðveislu íslenskrar tungu. Höfundur er sagnfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum dögum bárust þær fréttir frá Frönsku akademíunni, sem hefur það hlutverk að rækta franska tungu, að ákveðið hefði verið að banna ýmis tökuorð sem tengjast tölvuleikjum og nota í staðin frönsk heiti. Sem dæmi má nefna að stofnanir tengdar tölvuleikjum eiga að tala um „joueur professionnel“ í staðinn fyrir „pro gamer“, og „joueur-animateur en direct“ í staðinn fyrir „streamer“. Aðrar þjóðir hafa einnig þýtt orð og hugtök úr heimi tölvuleikja, þar á meðal Ísland, en hvaða gagn gerir það ef leikirnir sjálfur eru ekki þýddir? Þegar ég var yngri spilaði ég tölvuleiki, þótt það væri í minna mæli en ég geri núna. Sem ungur drengur bjó ég í Belgíu. Þar deildi ég PlayStation 2 tölvu með bróður mínum. Þegar ég keypti leiki þurfti ég alltaf að kíkja á hulstrið á leiknum til að vera viss um að leikurinn væri á ensku, ekki frönsku eða flæmsku, enda kunni ég ekkert í þeim ágætu tungumálum. Á þessum tíma var ekki nægilegt pláss á diskunum til að vera með fleiri en eitt tungumál ef leikurinn var talsettur. Það var því snúið að kaupa tölvuleiki utan enskumælandi landa, því að alltaf gat maður lent á tungumáli sem enginn á heimilinu kunni. Megnið af lesefni barna á ensku Eftir því sem tæknin þróaðist höfðu diskarnir meira pláss, og því var yfirleitt hægt að velja á milli tungumála. Ég man þegar ég settist upp í sófa að spila glænýjan leik á PlayStation 3 og ég þurfti að velja tungumál. Mér brá alltaf að sjá fjölda þýðinga, allar með fullri talsetningu og þýðingu á textanum; hægt var að spila leikinn á þýsku, frönsku, rússnesku, kínversku, ítölsku, pólsku og spænsku, og svona mætti lengi telja. En aldrei var hægt að spila á íslensku. Við höfum alltaf þýtt barnaefni, bækur og kvikmyndir til að efla og varðveita tunguna – og um áratuga skeið hefur ekki þýtt að bjóða upp á annað en að talsetja barnamyndir. Aftur á móti hefur algjörlega gleymst að þýða tölvuleiki, vinsælustu afþreyingu barna í dag. Raunveruleikinn er sá að börn lesa ekki jafn mikið og áður og það sem þau lesa utan skólans er meira og minna á ensku, því að við þýðum ekki tölvuleikina. Um 90% barna spila tölvuleiki – á ensku Við gætum að minnsta kosti byrjað á því að þýða vinsælustu nettölvuleikina sem Íslendingar spila, eins og League of Legends, Counter-Strike: Global Offensive, Overwatch, Valorant, Fifa og Fortnite. Allir þessir leikir eru talsettir og í League of Legends er meira að segja hægt að lesa lýsingu á hverjum einasta karakter. Ungir Íslendingar eru talsvert líklegri til að lesa það en nýjustu glæpasögur okkar vinsælu höfunda. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2019 spila um 66% Íslendinga tölvuleiki, karlar spila í sjö klukkustundir á viku og konur í fimm. 39% Íslendinga spila leiki í tölvunni, 27% í leikjatölvum eins og PlayStation og 50% í síma. 65% barna á aldrinum 3-5 ára spila tölvuleiki, 94% á aldrinum 6-12 ára og 86% barna á aldrinum 13-17. Með öðrum orðum: Um 90% barna á aldrinum 6-17 ára spila tölvuleiki – á ensku. Við erum því miður að tapa baráttunni við að varðveita íslenska tungu, því að við leggjum einfaldlega ekkert á okkur til að þýða tölvuleiki. Við talsetjum bíómyndir – ekki tölvuleiki Eini tölvuleikurinn á íslensku, svo ég viti til, er Minecraft. Það er allt og sumt. Svo eru að sjálfsögðu „single player“-leikir (það er ekki til góð þýðing á þessu hugtaki, svo ég viti til) þar sem frekar er lögð áhersla á söguþráð en keppni, eins og God of War (2018) og Witcher 3 (2016), sem fólk líkir oft við kvikmyndir. Við talsetjum barnamyndir á íslensku og textum kvikmyndir ætlaðar eldri hópum. Af hverju talsetjum við ekki tölvuleiki? Ég skora á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Ásmund Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra að grípa til sinna ráða og stuðla að því að tölvuleikir verði þýddir til að stuðla að varðveislu íslenskrar tungu. Höfundur er sagnfræðinemi við Háskóla Íslands.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun