Telja kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2022 12:00 Það stefnir í töluverðar breytingar á leigubílamarkaði nái frumvarp innviðaráðherra fram að ganga. Vísir/Vilhelm Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra leggst alfarið gegn frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur, sem ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Formaður félagsins segir að beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nokkuð harðorðri sameiginlegri umsögn Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama, um frumvarpið, sem Daníel Orri Einarsson, formaður beggja félaga sendi inn fyrir hönd þeirra. Í frumvarpinu, sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, hefur lagt fram, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fá undanþágu frá skyldu til að vera með gjaldmæli þegar þjónusta er seld gegn fyrirfram umsömdu föstu gjaldi. Þannig skapast til dæmis möguleiki til að útfæra lausnir sem falla að þjónustu sem farveitur á borð við Uber og Lyft bjóða upp á. Þungt hljóð hefur verið í leigubílstjórum vegna frumvarpsins, sem meðal annars er tilkomið vegna athugasemda ESA, eftirlitsstofnun EFTA, við regluverk á Íslandi í tengslum við leigubílaakstur. Í umsögn Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra og Frama er þess getið að leigubílstjórar verði ítrekað fyrir atvinnurógi af hálfi þeirra sem krefjist afregluvæðingar atvinnugreinarinnar, eins og það er orðað í umsögninni. Setja ofbeldi í garð leigubílstjóra í samhengi við kröfu um breytingar Þannig er ýmiskonar ofbeldi og ógnandi hegðun í garð leigubílstjóra sem sagt er hafa átt sér stað að undanförnu sett í samhengi við umræðu í samfélaginu um breytingar á leigubílamarkaði. „Andróðurinn gegn leigubifreiðastjórum hefur gengið svo langt að bifreiðastjórar hafa undanfarið mætt ítrekað vondri framkomu, svínað er í veg fyrir bíla, lamið á bifreiðum og bifreiðastjórar beittir ofbeldi. Á dögunum slasaðist bifreiðastjóri illa þegar farþegar veittust að honum og spörkuðu meðal annars í andlit hans. Við blasir að aðfarir gegn stéttinni undanfarið þar sem krafist er afregluvæðingar hafa beinlínis kynt undir ofbeldi í garð leigubifreiðastjóra,“ segir í umsögninni, þar sem jafn framt er lagt til að veittur verði tveggja ára aðlögunarfrestur ef ætlunin sé að gera grundvallarbreytingar á löggjöf um leigubílaakstur. Umsögnina má lesa hér. Alls bárust fimmtán umsagnir um frumvarpið, sem nú er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Leigubílar Alþingi Samkeppnismál Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. 6. janúar 2022 11:00 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. 5. janúar 2022 22:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nokkuð harðorðri sameiginlegri umsögn Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama, um frumvarpið, sem Daníel Orri Einarsson, formaður beggja félaga sendi inn fyrir hönd þeirra. Í frumvarpinu, sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, hefur lagt fram, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fá undanþágu frá skyldu til að vera með gjaldmæli þegar þjónusta er seld gegn fyrirfram umsömdu föstu gjaldi. Þannig skapast til dæmis möguleiki til að útfæra lausnir sem falla að þjónustu sem farveitur á borð við Uber og Lyft bjóða upp á. Þungt hljóð hefur verið í leigubílstjórum vegna frumvarpsins, sem meðal annars er tilkomið vegna athugasemda ESA, eftirlitsstofnun EFTA, við regluverk á Íslandi í tengslum við leigubílaakstur. Í umsögn Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra og Frama er þess getið að leigubílstjórar verði ítrekað fyrir atvinnurógi af hálfi þeirra sem krefjist afregluvæðingar atvinnugreinarinnar, eins og það er orðað í umsögninni. Setja ofbeldi í garð leigubílstjóra í samhengi við kröfu um breytingar Þannig er ýmiskonar ofbeldi og ógnandi hegðun í garð leigubílstjóra sem sagt er hafa átt sér stað að undanförnu sett í samhengi við umræðu í samfélaginu um breytingar á leigubílamarkaði. „Andróðurinn gegn leigubifreiðastjórum hefur gengið svo langt að bifreiðastjórar hafa undanfarið mætt ítrekað vondri framkomu, svínað er í veg fyrir bíla, lamið á bifreiðum og bifreiðastjórar beittir ofbeldi. Á dögunum slasaðist bifreiðastjóri illa þegar farþegar veittust að honum og spörkuðu meðal annars í andlit hans. Við blasir að aðfarir gegn stéttinni undanfarið þar sem krafist er afregluvæðingar hafa beinlínis kynt undir ofbeldi í garð leigubifreiðastjóra,“ segir í umsögninni, þar sem jafn framt er lagt til að veittur verði tveggja ára aðlögunarfrestur ef ætlunin sé að gera grundvallarbreytingar á löggjöf um leigubílaakstur. Umsögnina má lesa hér. Alls bárust fimmtán umsagnir um frumvarpið, sem nú er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Leigubílar Alþingi Samkeppnismál Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. 6. janúar 2022 11:00 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. 5. janúar 2022 22:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. 6. janúar 2022 11:00
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00
Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. 5. janúar 2022 22:00