Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 18:15 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, er hæstánægður með niðurstöðuna. Vísir/Ragnar Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. Leiðtogar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík kynntu meirihlutasamstarf sitt á blaðamannafundi í dag. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins þangað til Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við en fram að því mun hann leiða borgarráð. Einar segir að breytingarnar muni koma fram strax og hann muni nýta tíma sinn í borgarráði til að ýta úr vör mikilvægu húsnæðisátaki. „Það er mikilvægt að menn komi vel undirbúnir í þetta starf. Ég nálgast það af auðmýkt og metnaði og vil standa mig vel og ná árangri fyrir borgarbúa, um það snýst þetta,“ sagði Einar að loknum blaðamannafundinum síðdegis í dag. Erfitt að vinna með Sjálfstæðisflokknum Aðspurður út í það ákall Sjálfstæðismanna að Framsókn ætti ekki að ganga til viðræðna við flokkana sem mynduðu síðasta meirihluta í borginni segir Einar staðreynd málsins vera þá að fáir flokkar hafi viljað vinna með Sjálfstæðisflokknum. „Við vorum tilbúin til viðræðna við alla, þetta samstarf milli Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar var það eina sem var í boði. Við tökum það bara alvarlega að mynda meirihluta og fara ekki í einhverja störukeppni sem enginn veit hvert leiðir og eyðir bara tíma. Verkefnið er að mynda meirihluta og byrja að ná árangri.“ Marki nýja tíma Einar segir samstarfið marka nýjan kafla í borginni og hann vilji eiga gott samstarf bæði við flokka í meirihluta og minnihluta. „Ég legg mikla áherslu á það að við nýtum þetta kjörtímabil til að byggja brýr og beita öðrum vinnubrögðum í borgarmálunum.“ Tólf dagar eru liðnir frá því að fulltrúar Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hófu formlegar meirihlutaviðræður sem tóku lengri tíma en víða annars staðar. Einar segir að ekkert eitt deilumál hafi tafið vinnuna. „Mér þótti bara mikilvægt að við ræddum nokkuð vel og ítarlega um málin, ekki bara til að skrifa eitthvað niður á blað heldur líka til að finna hitann í sumum málum og kuldann í hinum, komast að sameiginlegri niðurstöðu, lesa hvert annað, mynda traust.“ „Ég held að það hafi verið mjög gagnlegt þegar það kom síðan að því að ræða kannski mál þar sem flokkarnir höfðu mjög ólíkar skoðanir þegar við komum að borðinu. Þá hjálpaði það til og við náðum að lenda öllum málum í mikilli sátt. Þetta er bara gríðarlega metnaðarfullur samningur og ég hlakka til,“ segir Einar. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Leiðtogar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík kynntu meirihlutasamstarf sitt á blaðamannafundi í dag. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins þangað til Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við en fram að því mun hann leiða borgarráð. Einar segir að breytingarnar muni koma fram strax og hann muni nýta tíma sinn í borgarráði til að ýta úr vör mikilvægu húsnæðisátaki. „Það er mikilvægt að menn komi vel undirbúnir í þetta starf. Ég nálgast það af auðmýkt og metnaði og vil standa mig vel og ná árangri fyrir borgarbúa, um það snýst þetta,“ sagði Einar að loknum blaðamannafundinum síðdegis í dag. Erfitt að vinna með Sjálfstæðisflokknum Aðspurður út í það ákall Sjálfstæðismanna að Framsókn ætti ekki að ganga til viðræðna við flokkana sem mynduðu síðasta meirihluta í borginni segir Einar staðreynd málsins vera þá að fáir flokkar hafi viljað vinna með Sjálfstæðisflokknum. „Við vorum tilbúin til viðræðna við alla, þetta samstarf milli Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar var það eina sem var í boði. Við tökum það bara alvarlega að mynda meirihluta og fara ekki í einhverja störukeppni sem enginn veit hvert leiðir og eyðir bara tíma. Verkefnið er að mynda meirihluta og byrja að ná árangri.“ Marki nýja tíma Einar segir samstarfið marka nýjan kafla í borginni og hann vilji eiga gott samstarf bæði við flokka í meirihluta og minnihluta. „Ég legg mikla áherslu á það að við nýtum þetta kjörtímabil til að byggja brýr og beita öðrum vinnubrögðum í borgarmálunum.“ Tólf dagar eru liðnir frá því að fulltrúar Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hófu formlegar meirihlutaviðræður sem tóku lengri tíma en víða annars staðar. Einar segir að ekkert eitt deilumál hafi tafið vinnuna. „Mér þótti bara mikilvægt að við ræddum nokkuð vel og ítarlega um málin, ekki bara til að skrifa eitthvað niður á blað heldur líka til að finna hitann í sumum málum og kuldann í hinum, komast að sameiginlegri niðurstöðu, lesa hvert annað, mynda traust.“ „Ég held að það hafi verið mjög gagnlegt þegar það kom síðan að því að ræða kannski mál þar sem flokkarnir höfðu mjög ólíkar skoðanir þegar við komum að borðinu. Þá hjálpaði það til og við náðum að lenda öllum málum í mikilli sátt. Þetta er bara gríðarlega metnaðarfullur samningur og ég hlakka til,“ segir Einar. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent