Orðuveitingar frá Póllandi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2022 16:16 Anetu Figalarska (t.v.) og Magdalena Markowska, pólskukennarar með orðurnar sínar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var hátíðleg stund í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi fyrir helgi þegar fulltrúar Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands mættu til að heiðra fjóra starfsmenn með orðum fyrir frábært starf fyrir að sinna nemendum af pólskum uppruna vel og allri þjónustu við þá og forráðamenn þeirra til margra ára. Sendinefnd frá pólska ríkinu mætti í íþróttahúsið prúðbúinn til að heiðra þær Anetu Figalarsku, kennara í Vallaskóla og kennsluráðgjafi hjá skólaþjónustu Suðurlands og Magdalenu Markowsku, kennari í Vallaskóla fyrir frábær störf. Einnig voru Guðbjartur Ólason, skólastjóri Vallaskóla, og Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar heiðraðir með heiðursviðurkenningu Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands. Hópurinn, sem kom að athöfninni á einn eða annan hátt í íþróttahúsi Vallaskóla á föstudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjartur og Þorsteinn eru að vonum mjög stoltir. „Við erum bæði stoltir og hrærðir. Þetta er ekki bara viðurkenningu fyrir okkur, heldur líka fyrir samfélag Íslendinga og Pólverja á Suðurlandi. Við erum bara mjög ánægðir með þessa samvinnu og að Pólska sendiráðið og að menntamálaráðuneytið sýni þessa viðurkenningu í verki,“ segir Guðbjartur. „Þetta er bara mikill heiður enda hefur þessi skóli og við öll í Árborg lagt okkur fram um að gera þessa hluti vel og vinna vel með fólk af erlendum uppruna, ekki síst Pólverjum, sem er stór hópur hérna,“ segir Þorsteinn. „Við erum með yfir 30 nemendur af Pólskum uppruna hérna í skólanum okkar. Þessi blöndun hefur tekist mjög vel en ég held að það megi m.a. þakka að við höfum pólskumælendi kennara og nemendurnir geta styrkt sig í íslenskunni og Pólskunni,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur (t.v.) og Þorsteinn stoltir með orðurnar sínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aneta og Magdalena eru í skýjunum með viðurkenninguna, sem þær fengu frá Pólska ríkinu. En er Pólska erfitt tungumál? „Já, mjög erfitt fyrir ykkur, en krakkar eru mjög áhugasamir að læra Pólsku, þau vilja læra enn betur Pólsku samhliða íslensku, sem er mjög áhugavert,“ segir Aneta. Og Pólverjum er alltaf að fjölga á Íslandi. „Já, það er rétt, þeir koma fleiri og fleiri. Það er svo þægilegt og gott að vera hér, það er rólegt, góð vinna og gott fólk,“ segir Magdalena. OrðuveitningMagnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Pólland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Sendinefnd frá pólska ríkinu mætti í íþróttahúsið prúðbúinn til að heiðra þær Anetu Figalarsku, kennara í Vallaskóla og kennsluráðgjafi hjá skólaþjónustu Suðurlands og Magdalenu Markowsku, kennari í Vallaskóla fyrir frábær störf. Einnig voru Guðbjartur Ólason, skólastjóri Vallaskóla, og Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar heiðraðir með heiðursviðurkenningu Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands. Hópurinn, sem kom að athöfninni á einn eða annan hátt í íþróttahúsi Vallaskóla á föstudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjartur og Þorsteinn eru að vonum mjög stoltir. „Við erum bæði stoltir og hrærðir. Þetta er ekki bara viðurkenningu fyrir okkur, heldur líka fyrir samfélag Íslendinga og Pólverja á Suðurlandi. Við erum bara mjög ánægðir með þessa samvinnu og að Pólska sendiráðið og að menntamálaráðuneytið sýni þessa viðurkenningu í verki,“ segir Guðbjartur. „Þetta er bara mikill heiður enda hefur þessi skóli og við öll í Árborg lagt okkur fram um að gera þessa hluti vel og vinna vel með fólk af erlendum uppruna, ekki síst Pólverjum, sem er stór hópur hérna,“ segir Þorsteinn. „Við erum með yfir 30 nemendur af Pólskum uppruna hérna í skólanum okkar. Þessi blöndun hefur tekist mjög vel en ég held að það megi m.a. þakka að við höfum pólskumælendi kennara og nemendurnir geta styrkt sig í íslenskunni og Pólskunni,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur (t.v.) og Þorsteinn stoltir með orðurnar sínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aneta og Magdalena eru í skýjunum með viðurkenninguna, sem þær fengu frá Pólska ríkinu. En er Pólska erfitt tungumál? „Já, mjög erfitt fyrir ykkur, en krakkar eru mjög áhugasamir að læra Pólsku, þau vilja læra enn betur Pólsku samhliða íslensku, sem er mjög áhugavert,“ segir Aneta. Og Pólverjum er alltaf að fjölga á Íslandi. „Já, það er rétt, þeir koma fleiri og fleiri. Það er svo þægilegt og gott að vera hér, það er rólegt, góð vinna og gott fólk,“ segir Magdalena. OrðuveitningMagnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Pólland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira