Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 09:15 Roland Gutierrez, öldungadeildarþingmaður Uvalde á ríkisþingi Texas, á fréttamannafundi í bænum í gær. AP/Jae C. Hong Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. Furðu hefur vakið að lögreglumenn biðu í klukkustund með að ráðast til atlögu við byssumanninn eftir að hann réðst inn í Robb-grunnskólann í bænum Uvalde í síðustu viku. Á meðan reyndu börnin í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og grátbiðja um aðstoð. Fram hefur komið að Pete Arredondo, lögreglustjóri skólaumdæmisins, hafi talið að morðinginn hefði læst sig inni í skólastofu og að ekki væri lengur virk hætta af honum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að rannsaka viðbrögð lögreglunnar en slíkt er sagt fremur fátítt. Roland Gutierrez, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Uvalde á ríkisþingi Texas, sagði á fréttamannafundi í gær að Arredondo hefði ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínuna. Óljóst sé hver á vettvanginum hafi vitað af þeim. „Ég vil sérstaklega vita hver tók á móti hringingunum í neyðarlínuna,“ sagði Gutierrez á tilfinningasömum blaðamannafundinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Arredondo hefur ekkert tjáð sig um atburðina. Lýsingar lögreglu á tímalínu árásarinnar og viðbragða hennar sjálfrar hafa tekið töluverðum breytingum og sumar þeirra hafa verið dregnar til baka. Gutierrez gagnrýndi Greg Abbott, ríkisstjóra, sérstaklega vegna mistaka lögreglunnar. Hann er á meðal þingmanna sem hafa hvatt Abbott til að kalla ríkisþingið saman til aukafundar vegna skotárásarinnar en það á ekki að koma næst saman fyrr en í janúar. „Það voru mistök gerð á öllum stigum, þar á meðal af hálfu löggjafans. Greg Abbott ber mikla ábyrgð á þessu öllu,“ sagði þingmaðurinn. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Furðu hefur vakið að lögreglumenn biðu í klukkustund með að ráðast til atlögu við byssumanninn eftir að hann réðst inn í Robb-grunnskólann í bænum Uvalde í síðustu viku. Á meðan reyndu börnin í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og grátbiðja um aðstoð. Fram hefur komið að Pete Arredondo, lögreglustjóri skólaumdæmisins, hafi talið að morðinginn hefði læst sig inni í skólastofu og að ekki væri lengur virk hætta af honum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að rannsaka viðbrögð lögreglunnar en slíkt er sagt fremur fátítt. Roland Gutierrez, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Uvalde á ríkisþingi Texas, sagði á fréttamannafundi í gær að Arredondo hefði ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínuna. Óljóst sé hver á vettvanginum hafi vitað af þeim. „Ég vil sérstaklega vita hver tók á móti hringingunum í neyðarlínuna,“ sagði Gutierrez á tilfinningasömum blaðamannafundinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Arredondo hefur ekkert tjáð sig um atburðina. Lýsingar lögreglu á tímalínu árásarinnar og viðbragða hennar sjálfrar hafa tekið töluverðum breytingum og sumar þeirra hafa verið dregnar til baka. Gutierrez gagnrýndi Greg Abbott, ríkisstjóra, sérstaklega vegna mistaka lögreglunnar. Hann er á meðal þingmanna sem hafa hvatt Abbott til að kalla ríkisþingið saman til aukafundar vegna skotárásarinnar en það á ekki að koma næst saman fyrr en í janúar. „Það voru mistök gerð á öllum stigum, þar á meðal af hálfu löggjafans. Greg Abbott ber mikla ábyrgð á þessu öllu,“ sagði þingmaðurinn.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30
Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38