Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2022 23:31 Maðurinn myrti fjóra en svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. AP/Ian Maule Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. Í aðdraganda árásarinnar hringdi maðurinn, sem hét Michael Louis og var 45 ára gamall, ítrekað á sjúkrahúsið þar sem læknirinn vann og kvartaði yfir bakverkjum. Í árásinni sjálfri leitaði hann lækninn svo uppi og myrti hann og aðra. Maðurinn svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan hefur gefið út nafn árásarmannsins og mynd af honum. Michael Louis kenndi skurðlækni sínum um bakverki sem hann fann fyrir eftir aðgerð í síðasta mánuði.AP/Fógeti Muskogeesýslu Samkvæmt AP fréttaveitunni skildi Louis bréf eftir sig þar sem gerði lögregluþjónum ljóst að markmið hans var að myrða lækninn og aðra sem urðu á vegi hans. Skurðlæknirinn hét Preston Philips. Stephanie Husen sem var einnig læknir, Amanda Glenn sem vann í móttöku sjúkrahússins og William Love sem var gestur á sjúkrahúsinu, dóu einnig í árásinni. Lögreglan segist hafa fregnir af því að Love, sem var 73 ára gamall og hafði fylgt eiginkonu sinni á sjúkrahúsið, hafi verið skotinn við að halda hurð lokaðri svo aðrir hefðu tíma til að flýja undan Louis. Margar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og má þar helst nefna árásina í Buffalo í New York og árásina í Uvalde í Texas. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. 2. júní 2022 07:05 Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. 1. júní 2022 23:37 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Í aðdraganda árásarinnar hringdi maðurinn, sem hét Michael Louis og var 45 ára gamall, ítrekað á sjúkrahúsið þar sem læknirinn vann og kvartaði yfir bakverkjum. Í árásinni sjálfri leitaði hann lækninn svo uppi og myrti hann og aðra. Maðurinn svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan hefur gefið út nafn árásarmannsins og mynd af honum. Michael Louis kenndi skurðlækni sínum um bakverki sem hann fann fyrir eftir aðgerð í síðasta mánuði.AP/Fógeti Muskogeesýslu Samkvæmt AP fréttaveitunni skildi Louis bréf eftir sig þar sem gerði lögregluþjónum ljóst að markmið hans var að myrða lækninn og aðra sem urðu á vegi hans. Skurðlæknirinn hét Preston Philips. Stephanie Husen sem var einnig læknir, Amanda Glenn sem vann í móttöku sjúkrahússins og William Love sem var gestur á sjúkrahúsinu, dóu einnig í árásinni. Lögreglan segist hafa fregnir af því að Love, sem var 73 ára gamall og hafði fylgt eiginkonu sinni á sjúkrahúsið, hafi verið skotinn við að halda hurð lokaðri svo aðrir hefðu tíma til að flýja undan Louis. Margar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og má þar helst nefna árásina í Buffalo í New York og árásina í Uvalde í Texas.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. 2. júní 2022 07:05 Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. 1. júní 2022 23:37 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. 2. júní 2022 07:05
Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. 1. júní 2022 23:37
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30