Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 23:21 Andrés fékk ekki að vera með fjölskyldunni sinni í hátíðarhöldunum í dag. Getty/Chris Jackson Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. Andrés mun því missa af þakkargjörðarathöfn í dómkirkju St. Paul á morgun. Elísabet verður heldur ekki viðstödd athöfninni en hún er sögð hafa fundið fyrir slappleika við hátíðarhöldin í dag. Andrés er sagður hafa tekið Covid-próf daglega undanfarna daga og ekki hafa greinst smitaður fyrr en í dag. Hann hefur umgengist Elísabetu undanfarna daga en ekki eftir að hann greindist. Elísabet, sem er 96 ára gömul, greindist með kórónuveiruna í febrúar og hefur hún lýst því að veikindin hafi haft langvarandi áhrif á hana og hún hafi fundið fyrir mikilli þreytu eftir þau. Búist var við því að Andrés tæki þátt í hátíðarhöldum næstu daga þó honum hafi ekki verið boðið í skrúðgöngu Elísabetu til heiðurs sem fór fram í dag. Þá var hann ekki viðstaddur þegar konungsfjölskyldan sýndi sig á svölum Buckingham hallar í dag til að fylgjast með flughernum fljúga hjá. Drottningin ákvað fyrir hátíðarhöldin að aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar fengju að vera á svölunum. Andrés hefur verið sviptur titlinum „Hans hátign“, sviptur konunglegri vernd og leystur frá opinberum störfum. Það var gert eftir að Andrés greiddi hinni bandarísku Virginiu Giuffre tugi milljóna dala í sáttagreiðslur. Giuffre var seld mansali af bandaríska auðkýfingnum Jeffrey Epstein og hún sakaði prinsinn um að hafa brotið á sér kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Andrés hefur neitað sök. Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2. júní 2022 17:30 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Andrés mun því missa af þakkargjörðarathöfn í dómkirkju St. Paul á morgun. Elísabet verður heldur ekki viðstödd athöfninni en hún er sögð hafa fundið fyrir slappleika við hátíðarhöldin í dag. Andrés er sagður hafa tekið Covid-próf daglega undanfarna daga og ekki hafa greinst smitaður fyrr en í dag. Hann hefur umgengist Elísabetu undanfarna daga en ekki eftir að hann greindist. Elísabet, sem er 96 ára gömul, greindist með kórónuveiruna í febrúar og hefur hún lýst því að veikindin hafi haft langvarandi áhrif á hana og hún hafi fundið fyrir mikilli þreytu eftir þau. Búist var við því að Andrés tæki þátt í hátíðarhöldum næstu daga þó honum hafi ekki verið boðið í skrúðgöngu Elísabetu til heiðurs sem fór fram í dag. Þá var hann ekki viðstaddur þegar konungsfjölskyldan sýndi sig á svölum Buckingham hallar í dag til að fylgjast með flughernum fljúga hjá. Drottningin ákvað fyrir hátíðarhöldin að aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar fengju að vera á svölunum. Andrés hefur verið sviptur titlinum „Hans hátign“, sviptur konunglegri vernd og leystur frá opinberum störfum. Það var gert eftir að Andrés greiddi hinni bandarísku Virginiu Giuffre tugi milljóna dala í sáttagreiðslur. Giuffre var seld mansali af bandaríska auðkýfingnum Jeffrey Epstein og hún sakaði prinsinn um að hafa brotið á sér kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Andrés hefur neitað sök.
Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2. júní 2022 17:30 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26
Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31
Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2. júní 2022 17:30