Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 08:31 Martin Hermannsson og félagar í Valencia enduðu í 3. sæti deildakeppninnar á Spáni en féllu svo úr leik í 8-liða úrslitum, með tapi í leiknum sem Martin meiddist í. vísir/bára Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. Martin verður frá keppni fram á næsta ár vegna meiðslanna. Í samningi hans við Valencia er uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt í sumar og því gæti allt eins farið svo að Martin verði án félags í sumar. Fari svo hyggst hann flytja til Íslands. Gæti flutt heim fyrir seinni hálfleikinn „Framhaldið er svolítið óráðið en ég hef á tilfinningunni að þeir [forráðamenn Valencia] skrifi upp á alla vega eitt ár í viðbót og hjálpi mér í þessu. Ef ekki þá kem ég heim og verð örugglega heima allan næsta vetur að vinna í sjálfum mér, sem er svo sem enginn heimsendir heldur. Það gæti verið gott að koma heim og kúpla sig aðeins út fyrir „seinni hálfleikinn“, seinni partinn af atvinnumennskunni. En núna er ég bara að bíða eftir því að komast í aðgerð og svo sjáum við hvað gerist,“ segir Martin. Klippa: Martin fékk spennandi símtöl Hann fer í aðgerð vegna krossbandsslitanna strax á mánudaginn en svo alvarleg meiðsli slá á áhuga annarra félaga á að fá Martin til sín. Áhugi frá Madrid og Mílanó Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu bæði Real Madrid og Olimpia Milano, sem bæði spila í EuroLeague, sýnt Martin áhuga. Hann vill ekki tjá sig um það en segist vissulega hafa heyrt að „skemmtileg lið“ væru áhugasöm. „Það var ekkert neglt niður né heldur komnir pappírar á borð. En það var áhugi frá skemmtilegum liðum sem hefði verið gaman að skoða. Á sama tíma þá líður okkur svo hrikalega vel hérna og framtíðarplönin hér eru stór og mikil, hér er til dæmis verið að byggja flottustu höll Evrópu sem verður tilbúin á næsta ári, og þú finnur ekki mikið betri aðstöðu. Það hefði því þurft rosalega mikið fyrir okkur til að við færum eitthvert annað,“ segir Martin en meiðslin taka af allan vafa um það. Breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum Núna vonast Martin til þess að semja við Valencia um að vera hjá félaginu til 2024. „Okkur líður hrikalega vel hérna og ég væri til í að vera hér allan minn feril þannig séð. En eins og þessi „business“ er þá er alltaf einhver áhugi og fyrirspurnir í gangi. Ég var byrjaður að fá áhuga og hringingar annars staðar frá en var ekkert að pæla í því enda tímabilið enn í gangi. Núna er annar bragur yfir þessu en það sem væri óskandi væri kannski að fá nýjan tveggja ára samning hérna og hafa þá fyrra árið til að koma sér til baka en geta verið 150% seinna árið,“ segir Martin og bætir við að mikilvægt sé að vera jákvæður þrátt fyrir meiðslin alvarlegu: „Þolinmæði er eitthvað sem að ég hef átt erfitt með í gegnum tíðina og núna mun reyna þokkalega á það. Þetta breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum eftir 3-4 ár. Maður er sem betur fer enn ungur og ég sný aftur í janúar eða febrúar, 28 ára, sem er bara besti aldur.“ Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Martin verður frá keppni fram á næsta ár vegna meiðslanna. Í samningi hans við Valencia er uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt í sumar og því gæti allt eins farið svo að Martin verði án félags í sumar. Fari svo hyggst hann flytja til Íslands. Gæti flutt heim fyrir seinni hálfleikinn „Framhaldið er svolítið óráðið en ég hef á tilfinningunni að þeir [forráðamenn Valencia] skrifi upp á alla vega eitt ár í viðbót og hjálpi mér í þessu. Ef ekki þá kem ég heim og verð örugglega heima allan næsta vetur að vinna í sjálfum mér, sem er svo sem enginn heimsendir heldur. Það gæti verið gott að koma heim og kúpla sig aðeins út fyrir „seinni hálfleikinn“, seinni partinn af atvinnumennskunni. En núna er ég bara að bíða eftir því að komast í aðgerð og svo sjáum við hvað gerist,“ segir Martin. Klippa: Martin fékk spennandi símtöl Hann fer í aðgerð vegna krossbandsslitanna strax á mánudaginn en svo alvarleg meiðsli slá á áhuga annarra félaga á að fá Martin til sín. Áhugi frá Madrid og Mílanó Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu bæði Real Madrid og Olimpia Milano, sem bæði spila í EuroLeague, sýnt Martin áhuga. Hann vill ekki tjá sig um það en segist vissulega hafa heyrt að „skemmtileg lið“ væru áhugasöm. „Það var ekkert neglt niður né heldur komnir pappírar á borð. En það var áhugi frá skemmtilegum liðum sem hefði verið gaman að skoða. Á sama tíma þá líður okkur svo hrikalega vel hérna og framtíðarplönin hér eru stór og mikil, hér er til dæmis verið að byggja flottustu höll Evrópu sem verður tilbúin á næsta ári, og þú finnur ekki mikið betri aðstöðu. Það hefði því þurft rosalega mikið fyrir okkur til að við færum eitthvert annað,“ segir Martin en meiðslin taka af allan vafa um það. Breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum Núna vonast Martin til þess að semja við Valencia um að vera hjá félaginu til 2024. „Okkur líður hrikalega vel hérna og ég væri til í að vera hér allan minn feril þannig séð. En eins og þessi „business“ er þá er alltaf einhver áhugi og fyrirspurnir í gangi. Ég var byrjaður að fá áhuga og hringingar annars staðar frá en var ekkert að pæla í því enda tímabilið enn í gangi. Núna er annar bragur yfir þessu en það sem væri óskandi væri kannski að fá nýjan tveggja ára samning hérna og hafa þá fyrra árið til að koma sér til baka en geta verið 150% seinna árið,“ segir Martin og bætir við að mikilvægt sé að vera jákvæður þrátt fyrir meiðslin alvarlegu: „Þolinmæði er eitthvað sem að ég hef átt erfitt með í gegnum tíðina og núna mun reyna þokkalega á það. Þetta breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum eftir 3-4 ár. Maður er sem betur fer enn ungur og ég sný aftur í janúar eða febrúar, 28 ára, sem er bara besti aldur.“
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti