Verðum að gera betur! Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 1. júní 2022 12:01 Á síðustu árum höfum við fylgst með baráttu foreldra og annarra aðstandenda einstaklinga sem látið hafa lífið þar sem lögregla taldi tilefni til að hefja lögreglurannsókn á orsökum andlátsins. Dæmi eru um að lögregla hafi ekki haft heimild til að upplýsa aðstandendur um framvindu rannsóknar máls vegna þess að t.d. foreldri er ekki sjálft aðili að málinu. En núgildandi ákvæði sakamálalaga gera ekki ráð fyrir því að aðstandendur hafi formlega stöðu á neinn hátt gagnvart lögreglu/ákæruvaldi og þar af leiðandi þröngur stakkur sniðinn við að komast til botns í því hvað varð þess valdandi að viðkomandi lést. Við höfum heyrt af því að foreldrar barna sem eru nýorðnir lögráða hafi verið haldið utan við rannsókn mála, fengið litlar sem engar upplýsingar þar sem réttarstaða þeirra sem aðstandandendur hins látna er ekki tryggð að þessu leiti í ákvæðum sakamálalaga eins og staðan er í dag. Í núgildandi lögum öðlast aðstandendur ekki formlega stöðu á neinn hátt gagnvart lögreglu og hafa þar af leiðandi ekki mörg úrræði til að fylgjast með framgangi rannsóknar hjá lögreglu. Úrbóta er verulega þörf því hagsmunirnir eru veigamiklir fyrir eftirlifandi aðstandendur og með réttu ættu að fá að geta farið þess á leit við lögreglu að fá upplýsingar um rannsókn á andláti og framvindu hennar. Breytingin sem beðið er eftir Til umræðu á Alþingi hefur verið frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála og fullnustu refsinga. Það frumvarp felur í sér tímamótabreytingar í þágu réttarstöðu brotaþola en ekki síður gefur lögreglu betri verkfæri í hendurnar til að vinna með. Þá á einnig sjá þá réttarbót sem kallað hefur verið eftir og þar eru að finna ákvæði sem bætir réttarstöðu aðstandenda í þeim tilvikum þar sem rannsókn lögreglu beinist að orsök andláts einstaklings. Umrædd breyting felur í sér að aðstandanda er heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og í ákveðnum tilvikum unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann. Þessar breytingar varða t.d. aukna upplýsingaskyldu lögreglu til fyrirsvarsmanns og gefur lögreglu heimild til að veita réttargæslumanni aðgangi að gögnum. Það er afar mikilvægt að þessi breyting verði á löggjöfinni og við gefum aðstandendum þá hugarró við erfiðar aðstæður og mikla sorg að geta verið upplýst um hvernig framvindur með rannsókn á andláti sinna nánustu. Nú þegar höfum við séð hávært ákall um að þessi breyting verði á okkar réttarkerfi til og það er mín einlæga von að við getum komið skikki á þau atriði sem að þessum málum snúa og lögregla geti betur starfað í þeim lagaramma sem gildir um þeirra störf. Ljóst er að núverandi löggjöf gerir lögreglu það afar torvelt að upplýsa aðstandendur um framvindu rannsóknar vegna andláts og því getur, eins og gefur að skilja, mjög erfið staða komið upp beggja vegna borðsins. Við fengum ákall um breytingar, fylgjum ákallinu eftir og það er mín einlæga von að við sjáum þessa breytingu á löggjöfinni verða að veruleika án tafar! Við eigum að gera betur og átta okkur á mikilvægi þess að við uppfærum löggjöfina í takt við þróun samfélagsins. Við þurfum að læra að horfa og hlusta. Við þurfum að breytast! Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Alþingi Framsóknarflokkurinn Lögreglan Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum höfum við fylgst með baráttu foreldra og annarra aðstandenda einstaklinga sem látið hafa lífið þar sem lögregla taldi tilefni til að hefja lögreglurannsókn á orsökum andlátsins. Dæmi eru um að lögregla hafi ekki haft heimild til að upplýsa aðstandendur um framvindu rannsóknar máls vegna þess að t.d. foreldri er ekki sjálft aðili að málinu. En núgildandi ákvæði sakamálalaga gera ekki ráð fyrir því að aðstandendur hafi formlega stöðu á neinn hátt gagnvart lögreglu/ákæruvaldi og þar af leiðandi þröngur stakkur sniðinn við að komast til botns í því hvað varð þess valdandi að viðkomandi lést. Við höfum heyrt af því að foreldrar barna sem eru nýorðnir lögráða hafi verið haldið utan við rannsókn mála, fengið litlar sem engar upplýsingar þar sem réttarstaða þeirra sem aðstandandendur hins látna er ekki tryggð að þessu leiti í ákvæðum sakamálalaga eins og staðan er í dag. Í núgildandi lögum öðlast aðstandendur ekki formlega stöðu á neinn hátt gagnvart lögreglu og hafa þar af leiðandi ekki mörg úrræði til að fylgjast með framgangi rannsóknar hjá lögreglu. Úrbóta er verulega þörf því hagsmunirnir eru veigamiklir fyrir eftirlifandi aðstandendur og með réttu ættu að fá að geta farið þess á leit við lögreglu að fá upplýsingar um rannsókn á andláti og framvindu hennar. Breytingin sem beðið er eftir Til umræðu á Alþingi hefur verið frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála og fullnustu refsinga. Það frumvarp felur í sér tímamótabreytingar í þágu réttarstöðu brotaþola en ekki síður gefur lögreglu betri verkfæri í hendurnar til að vinna með. Þá á einnig sjá þá réttarbót sem kallað hefur verið eftir og þar eru að finna ákvæði sem bætir réttarstöðu aðstandenda í þeim tilvikum þar sem rannsókn lögreglu beinist að orsök andláts einstaklings. Umrædd breyting felur í sér að aðstandanda er heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og í ákveðnum tilvikum unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann. Þessar breytingar varða t.d. aukna upplýsingaskyldu lögreglu til fyrirsvarsmanns og gefur lögreglu heimild til að veita réttargæslumanni aðgangi að gögnum. Það er afar mikilvægt að þessi breyting verði á löggjöfinni og við gefum aðstandendum þá hugarró við erfiðar aðstæður og mikla sorg að geta verið upplýst um hvernig framvindur með rannsókn á andláti sinna nánustu. Nú þegar höfum við séð hávært ákall um að þessi breyting verði á okkar réttarkerfi til og það er mín einlæga von að við getum komið skikki á þau atriði sem að þessum málum snúa og lögregla geti betur starfað í þeim lagaramma sem gildir um þeirra störf. Ljóst er að núverandi löggjöf gerir lögreglu það afar torvelt að upplýsa aðstandendur um framvindu rannsóknar vegna andláts og því getur, eins og gefur að skilja, mjög erfið staða komið upp beggja vegna borðsins. Við fengum ákall um breytingar, fylgjum ákallinu eftir og það er mín einlæga von að við sjáum þessa breytingu á löggjöfinni verða að veruleika án tafar! Við eigum að gera betur og átta okkur á mikilvægi þess að við uppfærum löggjöfina í takt við þróun samfélagsins. Við þurfum að læra að horfa og hlusta. Við þurfum að breytast! Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun