Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2022 13:33 Fasteignamat fyrir árið 2023 hækkar umtalsvert á milli ára. Vísir/Vilhelm Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá þar sem vakin er athygli á því að fasteignamat fyrir árið 2023 sé komið út. Hægt er að fletta upp fasteignamati fyrir tiltekna fasteign á vef Þjóðskrár hér. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 23,6 prósent á milli ára og verður alls 9.126 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 25,4 prósent á meðan fjölbýli hækkar um 21,6 prósent. Hækkar mest í Hveragerði, minnst í Dalvíkurbyggð Heildarfasteignmat í Hveragerði hækkar mest á milli ára.Vísir/Vilhelm Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 20,2 prósent en um 19,2 prósent á landsbyggðinni. Þar af er mest hækkun á Suðurlandi eða 22,4 prósent, um 19,3 prósent á Vestfjörðum, 18,8 prósent á Suðurnesjum og Norðurlandi-eystra, 18,1 prósent á Vesturlandi, 15,2 prósent á Norðurlandi-vestra og um 14,9 prósent á Austurlandi. Hvað er fasteignamat og hvaða tilgangi þjónar það? Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði. Tekur hið nýja fasteignamat gildi þann 31. desember næstkomandi. Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts. Af einstaka sveitarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest í Hveragerðisbæ eða um 32,3%, hækkun nemur 32,1% í Sveitarfélaginu Árborg og um 29,3% í Skorradalshreppi. Minnsta hækkun er í Dalvíkurbyggð eða um 8,1% og 9,3% í Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Sem fyrr segir er hækkunin umtalsvert meiri nú en fyrri ár. Árið 2020 hækkaði fasteignamat um 6,1 prósent á milli ára. Árið 2021 hækkaði það um 2,1 prósent á milli ára og í fyrra hækkaði það um 7,4 prósent á milli ára. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá þar sem vakin er athygli á því að fasteignamat fyrir árið 2023 sé komið út. Hægt er að fletta upp fasteignamati fyrir tiltekna fasteign á vef Þjóðskrár hér. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 23,6 prósent á milli ára og verður alls 9.126 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 25,4 prósent á meðan fjölbýli hækkar um 21,6 prósent. Hækkar mest í Hveragerði, minnst í Dalvíkurbyggð Heildarfasteignmat í Hveragerði hækkar mest á milli ára.Vísir/Vilhelm Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 20,2 prósent en um 19,2 prósent á landsbyggðinni. Þar af er mest hækkun á Suðurlandi eða 22,4 prósent, um 19,3 prósent á Vestfjörðum, 18,8 prósent á Suðurnesjum og Norðurlandi-eystra, 18,1 prósent á Vesturlandi, 15,2 prósent á Norðurlandi-vestra og um 14,9 prósent á Austurlandi. Hvað er fasteignamat og hvaða tilgangi þjónar það? Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði. Tekur hið nýja fasteignamat gildi þann 31. desember næstkomandi. Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts. Af einstaka sveitarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest í Hveragerðisbæ eða um 32,3%, hækkun nemur 32,1% í Sveitarfélaginu Árborg og um 29,3% í Skorradalshreppi. Minnsta hækkun er í Dalvíkurbyggð eða um 8,1% og 9,3% í Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Sem fyrr segir er hækkunin umtalsvert meiri nú en fyrri ár. Árið 2020 hækkaði fasteignamat um 6,1 prósent á milli ára. Árið 2021 hækkaði það um 2,1 prósent á milli ára og í fyrra hækkaði það um 7,4 prósent á milli ára.
Hvað er fasteignamat og hvaða tilgangi þjónar það? Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði. Tekur hið nýja fasteignamat gildi þann 31. desember næstkomandi. Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira