SÁÁ er í góðum málum Anna Hildur Guðmundsdóttir skrifar 31. maí 2022 12:31 Eftir töluverð umbrot hjá SÁÁ í byrjun þessa árs er eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvaða áhrif þau hafi haft á starfsemi samtakanna og hvernig gangi að leysa úr málum sem upp komu. Formaður SÁÁ sagði skyndilega af sér í lok janúar og kaus aðalstjórn samtakanna mig sem formann í hans stað og Þráinn Farestveit sem varaformann. Stutt rof varð því í forystunni. Mikill samhugur er í stjórnum SÁÁ og hefur það skapað nauðsynlega ró og festu í starfseminni. Meðferðarstarf SÁÁ gengur sinn vanagang, félagsstarfið er einstaklega blómlegt og landsmenn taka vel í fjáraflanir samtakanna líkt og alltaf áður. Ágreiningur hefur verið milli Sjúkratrygginga og SÁÁ um fyrirkomulag meðferðarþjónustu samtakanna í heimsfaraldrinum. Sendu Sjúkratryggingar í lok síðasta árs tilkynningu um áætlaða endurkröfu vegna hluta af framlagi ríkisins, á þeim forsendum að framkvæmd þjónustunnar væri ekki í samræmi við ákvæði og gildandi gjaldskrá samninga. Var í því bréfi ekki tekið tillit til ábendinga SÁÁ um að Covid-19 hafði kallað á óhjákvæmilegar breytingar í þjónustunni til að ekki yrði rof á henni. Unnið er áfram að lausn í samtali og samvinnu við Sjúkratryggingar og enginn efi í mínum huga að við náum góðri lendingu. SÁÁ er í góðum málum hvað sem öllu öðru líður. Sá órói sem var í kringum formannskjör fyrir tveimur árum hefur fyrir löngu hjaðnað. Undanfari þess óróa hafði slæm áhrif á starfsfólk samtakanna og þar með á skjólstæðinga. Þetta er allt að baki og við einbeitum okkur að því meginmarkmiði SÁÁ að hjálpa fólki að takast á við fíknsjúkdóminn. SÁÁ fagna 45 ára afmæli síðar á þessu ári. Enn þann dag í dag er SÁÁ leiðandi í meðferð við fíknsjúkdómnum hér á landi og má þakka það öflugum frumherjum, sífelldu þróunarstarfi, fagmennsku, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, tiltrú stjórnvalda og stuðningi landsmanna. Þessi grunnur sem var lagður með kröftugu grasrótarstarfi varð undirstaðan að því að fíknsjúkdómur fékk viðurkenningu sem viðfangsefni heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Öflugt meðferðarstarf SÁÁ mun áfram vera ómissandi hlekkur í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Eftir töluverð umbrot hjá SÁÁ í byrjun þessa árs er eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvaða áhrif þau hafi haft á starfsemi samtakanna og hvernig gangi að leysa úr málum sem upp komu. Formaður SÁÁ sagði skyndilega af sér í lok janúar og kaus aðalstjórn samtakanna mig sem formann í hans stað og Þráinn Farestveit sem varaformann. Stutt rof varð því í forystunni. Mikill samhugur er í stjórnum SÁÁ og hefur það skapað nauðsynlega ró og festu í starfseminni. Meðferðarstarf SÁÁ gengur sinn vanagang, félagsstarfið er einstaklega blómlegt og landsmenn taka vel í fjáraflanir samtakanna líkt og alltaf áður. Ágreiningur hefur verið milli Sjúkratrygginga og SÁÁ um fyrirkomulag meðferðarþjónustu samtakanna í heimsfaraldrinum. Sendu Sjúkratryggingar í lok síðasta árs tilkynningu um áætlaða endurkröfu vegna hluta af framlagi ríkisins, á þeim forsendum að framkvæmd þjónustunnar væri ekki í samræmi við ákvæði og gildandi gjaldskrá samninga. Var í því bréfi ekki tekið tillit til ábendinga SÁÁ um að Covid-19 hafði kallað á óhjákvæmilegar breytingar í þjónustunni til að ekki yrði rof á henni. Unnið er áfram að lausn í samtali og samvinnu við Sjúkratryggingar og enginn efi í mínum huga að við náum góðri lendingu. SÁÁ er í góðum málum hvað sem öllu öðru líður. Sá órói sem var í kringum formannskjör fyrir tveimur árum hefur fyrir löngu hjaðnað. Undanfari þess óróa hafði slæm áhrif á starfsfólk samtakanna og þar með á skjólstæðinga. Þetta er allt að baki og við einbeitum okkur að því meginmarkmiði SÁÁ að hjálpa fólki að takast á við fíknsjúkdóminn. SÁÁ fagna 45 ára afmæli síðar á þessu ári. Enn þann dag í dag er SÁÁ leiðandi í meðferð við fíknsjúkdómnum hér á landi og má þakka það öflugum frumherjum, sífelldu þróunarstarfi, fagmennsku, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, tiltrú stjórnvalda og stuðningi landsmanna. Þessi grunnur sem var lagður með kröftugu grasrótarstarfi varð undirstaðan að því að fíknsjúkdómur fékk viðurkenningu sem viðfangsefni heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Öflugt meðferðarstarf SÁÁ mun áfram vera ómissandi hlekkur í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Höfundur er formaður SÁÁ.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun