Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst útkallið lukkan 20:45 og gekk greiðlega að slökkva eldinn.
Í færslu slökkviliðs á Facebook segir að mikinn svartan reyk hafi lagt frá hrauninu og voru margir sem hringdu til að tilkynna um eldinn.
„Þar voru allar stöðvar ræstar út, en svo þegar í ljós kom að eldurinn væri í bíl var dregið út og slökkviliðið í Hafnarfirði sá um að slökkva eldinn,“ segir í færslu slökkviliðs á Facebook.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að grunur sé um íkveikju og að málið sé í rannsókn.