Hörður um stöðu mála hjá FH: „Í einhverskonar tilvistarkreppu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 15:00 Hörður Magnússon stýrði Pepsi Mörkunum á Stöð 2 Sport um árabil. Hann starfar í dag fyrir Viaplay. Vísir/Vilhelm Hörður Magnússon, starfsmaður Viaplay og fyrrum leikmaður FH um árabil, segist ekki átta sig á hver stefna félagsins. Hann telur að „menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnafirðinum.“ Hörður, sem lék með FH nær allan sinn feril 1985 til 2003 ef frá eru talin stutt stopp hjá ÍK, ÍR og Val, var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark. Um er að ræða hlaðvarp með skákívafi en fyrst Hörður var gestur að þessu sinni var FH, uppeldisfélag Harðar, að sjálfsögðu til umræðu. FH hefur farið skelfilega af stað í Bestu deildinni og situr í 9. sæti með aðeins sjö stig eftir átta umferðir. Þá hafa einnig verið vandamál til staðar utanvallar hjá félaginu. „Þetta er mjög slæmt. Ég átti von á meiru í byrjun en að það er enn mikið eftir,“ segir Hörður og heldur áfram. „Ég held að menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnarfirðinum. Það er eins og það sé ekki samhljómur á milli þeirra sem eru á bak við tjöldin og þjálfarans. Hlutirnir eru eitthvað „off.“ Ég er ekki mikið inn í hlutunum en þetta er ekki að virka, strúktúrinn í félaginu virðist ekki vera réttur.“ Hefur tröllatrú á Ólafi Jóhannessyni Hörður hefur ekki trú á að Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sé vandamálið. Hann telur að Ólafur hafi ekki fengi þá leikmenn sem hann hafi viljað. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.Vísir/Hulda Margrét „Hann vill berjast um titla en ég held að félagið sé ekki á þeim stað núna. Það er komin tími á breytingar, meira í þá áttina sem Stjarnan hefur verið að fara: Hætta að spá í að enda í topp tvö eða þrjú og reyna að byggja aftur upp meistaralið. Það tekur kannski lengri tíma.“ „Ég hef tröllatrú á Óla sem þjálfara, fyrir vissan hóp af leikmönnum. Hann hefur flakkað fram og til baka með leikkerfi, þetta er ekki alveg að virka. Ég held að þeirra leið liggi í bikarkeppninni ef liðið ætlar að komast í Evrópukeppni.“ Þá spyr Hörður nokkurra spurninga: „Ef þjálfarinn fær ekki það sem hann vill fá, er hann þá rétti maðurinn? Hvert er félagið að stefna? Hvert vill það fara, vilja þeir yngja upp? Ef Óli vill fá leikmenn, af hverju fær hann ekki leikmenn? Vantar pening eða hvað er málið?“ „Félagið er í einhverskonar tilvistarkreppu,“ segir Hörður að endingu um FH áður en umræðan færist yfir í Liverpool og nýafstaðið tímabil. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Hörður, sem lék með FH nær allan sinn feril 1985 til 2003 ef frá eru talin stutt stopp hjá ÍK, ÍR og Val, var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark. Um er að ræða hlaðvarp með skákívafi en fyrst Hörður var gestur að þessu sinni var FH, uppeldisfélag Harðar, að sjálfsögðu til umræðu. FH hefur farið skelfilega af stað í Bestu deildinni og situr í 9. sæti með aðeins sjö stig eftir átta umferðir. Þá hafa einnig verið vandamál til staðar utanvallar hjá félaginu. „Þetta er mjög slæmt. Ég átti von á meiru í byrjun en að það er enn mikið eftir,“ segir Hörður og heldur áfram. „Ég held að menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnarfirðinum. Það er eins og það sé ekki samhljómur á milli þeirra sem eru á bak við tjöldin og þjálfarans. Hlutirnir eru eitthvað „off.“ Ég er ekki mikið inn í hlutunum en þetta er ekki að virka, strúktúrinn í félaginu virðist ekki vera réttur.“ Hefur tröllatrú á Ólafi Jóhannessyni Hörður hefur ekki trú á að Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sé vandamálið. Hann telur að Ólafur hafi ekki fengi þá leikmenn sem hann hafi viljað. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.Vísir/Hulda Margrét „Hann vill berjast um titla en ég held að félagið sé ekki á þeim stað núna. Það er komin tími á breytingar, meira í þá áttina sem Stjarnan hefur verið að fara: Hætta að spá í að enda í topp tvö eða þrjú og reyna að byggja aftur upp meistaralið. Það tekur kannski lengri tíma.“ „Ég hef tröllatrú á Óla sem þjálfara, fyrir vissan hóp af leikmönnum. Hann hefur flakkað fram og til baka með leikkerfi, þetta er ekki alveg að virka. Ég held að þeirra leið liggi í bikarkeppninni ef liðið ætlar að komast í Evrópukeppni.“ Þá spyr Hörður nokkurra spurninga: „Ef þjálfarinn fær ekki það sem hann vill fá, er hann þá rétti maðurinn? Hvert er félagið að stefna? Hvert vill það fara, vilja þeir yngja upp? Ef Óli vill fá leikmenn, af hverju fær hann ekki leikmenn? Vantar pening eða hvað er málið?“ „Félagið er í einhverskonar tilvistarkreppu,“ segir Hörður að endingu um FH áður en umræðan færist yfir í Liverpool og nýafstaðið tímabil. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki