Hörður um stöðu mála hjá FH: „Í einhverskonar tilvistarkreppu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 15:00 Hörður Magnússon stýrði Pepsi Mörkunum á Stöð 2 Sport um árabil. Hann starfar í dag fyrir Viaplay. Vísir/Vilhelm Hörður Magnússon, starfsmaður Viaplay og fyrrum leikmaður FH um árabil, segist ekki átta sig á hver stefna félagsins. Hann telur að „menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnafirðinum.“ Hörður, sem lék með FH nær allan sinn feril 1985 til 2003 ef frá eru talin stutt stopp hjá ÍK, ÍR og Val, var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark. Um er að ræða hlaðvarp með skákívafi en fyrst Hörður var gestur að þessu sinni var FH, uppeldisfélag Harðar, að sjálfsögðu til umræðu. FH hefur farið skelfilega af stað í Bestu deildinni og situr í 9. sæti með aðeins sjö stig eftir átta umferðir. Þá hafa einnig verið vandamál til staðar utanvallar hjá félaginu. „Þetta er mjög slæmt. Ég átti von á meiru í byrjun en að það er enn mikið eftir,“ segir Hörður og heldur áfram. „Ég held að menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnarfirðinum. Það er eins og það sé ekki samhljómur á milli þeirra sem eru á bak við tjöldin og þjálfarans. Hlutirnir eru eitthvað „off.“ Ég er ekki mikið inn í hlutunum en þetta er ekki að virka, strúktúrinn í félaginu virðist ekki vera réttur.“ Hefur tröllatrú á Ólafi Jóhannessyni Hörður hefur ekki trú á að Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sé vandamálið. Hann telur að Ólafur hafi ekki fengi þá leikmenn sem hann hafi viljað. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.Vísir/Hulda Margrét „Hann vill berjast um titla en ég held að félagið sé ekki á þeim stað núna. Það er komin tími á breytingar, meira í þá áttina sem Stjarnan hefur verið að fara: Hætta að spá í að enda í topp tvö eða þrjú og reyna að byggja aftur upp meistaralið. Það tekur kannski lengri tíma.“ „Ég hef tröllatrú á Óla sem þjálfara, fyrir vissan hóp af leikmönnum. Hann hefur flakkað fram og til baka með leikkerfi, þetta er ekki alveg að virka. Ég held að þeirra leið liggi í bikarkeppninni ef liðið ætlar að komast í Evrópukeppni.“ Þá spyr Hörður nokkurra spurninga: „Ef þjálfarinn fær ekki það sem hann vill fá, er hann þá rétti maðurinn? Hvert er félagið að stefna? Hvert vill það fara, vilja þeir yngja upp? Ef Óli vill fá leikmenn, af hverju fær hann ekki leikmenn? Vantar pening eða hvað er málið?“ „Félagið er í einhverskonar tilvistarkreppu,“ segir Hörður að endingu um FH áður en umræðan færist yfir í Liverpool og nýafstaðið tímabil. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Hörður, sem lék með FH nær allan sinn feril 1985 til 2003 ef frá eru talin stutt stopp hjá ÍK, ÍR og Val, var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark. Um er að ræða hlaðvarp með skákívafi en fyrst Hörður var gestur að þessu sinni var FH, uppeldisfélag Harðar, að sjálfsögðu til umræðu. FH hefur farið skelfilega af stað í Bestu deildinni og situr í 9. sæti með aðeins sjö stig eftir átta umferðir. Þá hafa einnig verið vandamál til staðar utanvallar hjá félaginu. „Þetta er mjög slæmt. Ég átti von á meiru í byrjun en að það er enn mikið eftir,“ segir Hörður og heldur áfram. „Ég held að menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnarfirðinum. Það er eins og það sé ekki samhljómur á milli þeirra sem eru á bak við tjöldin og þjálfarans. Hlutirnir eru eitthvað „off.“ Ég er ekki mikið inn í hlutunum en þetta er ekki að virka, strúktúrinn í félaginu virðist ekki vera réttur.“ Hefur tröllatrú á Ólafi Jóhannessyni Hörður hefur ekki trú á að Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sé vandamálið. Hann telur að Ólafur hafi ekki fengi þá leikmenn sem hann hafi viljað. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.Vísir/Hulda Margrét „Hann vill berjast um titla en ég held að félagið sé ekki á þeim stað núna. Það er komin tími á breytingar, meira í þá áttina sem Stjarnan hefur verið að fara: Hætta að spá í að enda í topp tvö eða þrjú og reyna að byggja aftur upp meistaralið. Það tekur kannski lengri tíma.“ „Ég hef tröllatrú á Óla sem þjálfara, fyrir vissan hóp af leikmönnum. Hann hefur flakkað fram og til baka með leikkerfi, þetta er ekki alveg að virka. Ég held að þeirra leið liggi í bikarkeppninni ef liðið ætlar að komast í Evrópukeppni.“ Þá spyr Hörður nokkurra spurninga: „Ef þjálfarinn fær ekki það sem hann vill fá, er hann þá rétti maðurinn? Hvert er félagið að stefna? Hvert vill það fara, vilja þeir yngja upp? Ef Óli vill fá leikmenn, af hverju fær hann ekki leikmenn? Vantar pening eða hvað er málið?“ „Félagið er í einhverskonar tilvistarkreppu,“ segir Hörður að endingu um FH áður en umræðan færist yfir í Liverpool og nýafstaðið tímabil. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira