Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. maí 2022 22:31 Stuðningsmenn reyna að koma sér inn á völlinn. Matthias Hangst/Getty Images Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. Eins og greint var frá hér á Vísi í morgun ríkti sannkallað ófremdarástand fyrir utan leikvanginn áður en flautað var til leiks. Langar raðir mynduðust þar sem stuðningsmenn biðu í tvo til þrjá tíma. Einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjóta sér leið inn á leikvanginn og aðrir voru með falsaða miða að sögn UEFA. Lögreglan á svæðinu beitti táragasi til að dreifa mannfjöldanum og allt varð þetta til þess að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hófst ekki fyrr en rúmlega hálftíma á eftir áætlun. Nadine Dorris, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur nú tekið undir yfirlýsingu Liverpool þar sem kallað var eftir opinberri rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan leikvanginn. Hún segir það mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að læra af þessum atburðum. UEFA gaf einnig frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sambandið sagði að þessi mál yrðu skoðuð gaumgæfilega. Þá hefur franska íþróttamálaráðuneytið boðað UEFA, franska knattspyrnusambandið, stjórnendur Stade de France og lögregluna til fundar á morgun þar sem farið verður yfir þessi mál og reynt að „draga lærdóm“ af atburðunum eins og það er orðað. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Bretland UEFA Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Eins og greint var frá hér á Vísi í morgun ríkti sannkallað ófremdarástand fyrir utan leikvanginn áður en flautað var til leiks. Langar raðir mynduðust þar sem stuðningsmenn biðu í tvo til þrjá tíma. Einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjóta sér leið inn á leikvanginn og aðrir voru með falsaða miða að sögn UEFA. Lögreglan á svæðinu beitti táragasi til að dreifa mannfjöldanum og allt varð þetta til þess að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hófst ekki fyrr en rúmlega hálftíma á eftir áætlun. Nadine Dorris, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur nú tekið undir yfirlýsingu Liverpool þar sem kallað var eftir opinberri rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan leikvanginn. Hún segir það mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að læra af þessum atburðum. UEFA gaf einnig frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sambandið sagði að þessi mál yrðu skoðuð gaumgæfilega. Þá hefur franska íþróttamálaráðuneytið boðað UEFA, franska knattspyrnusambandið, stjórnendur Stade de France og lögregluna til fundar á morgun þar sem farið verður yfir þessi mál og reynt að „draga lærdóm“ af atburðunum eins og það er orðað.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Bretland UEFA Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34