Hjólin hafi ekki verið hlaðin en rafhlöður geti skapað eldhættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 12:00 Vel gekk að slökkva eldinn, sem kom upp í húsnæði Tunglskins og rafhlaupahjólaleigunnar OSS. Vísir/Eiður Þór Reglur gera ekki ráð fyrir sérstökum aðbúnaði þar sem rafhlaupahjól eru geymd, en slökkviliðsstjóri segir rafhlöður þeirra geta skapað aukna eldhættu. Eldur kom upp í rafhlaupahjólaleigu í Reykjavík í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þar sem hætta var talin á ferðum. Tilkynning um eldinn, sem kviknaði í húsnæði Tunglskins og OSS í Skútuvogi, barst rétt upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Töluverðan reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið bar að garði. Tunglskin og OSS eru með verkstæði og lager í húsinu en síðarnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í leigu, viðgerðum og viðhaldi á rafhlaupahjólum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkvliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkvistarf hafa gengið vel að mestu, en senda þurfti nokkra reykkafara inn í bygginguna. Húsið sé nokkuð umfangsmikið, en slökkviliði hafi tekist að einangra eldinn við það rými þar sem hann kom upp. „Lögreglan tók við vettvangi í gærkvöldi, um miðnætti. Og við höfum ekki heyrt neitt frá lögreglu varðandi rannsóknina, það er ekki komið ennþá,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Hvetur eigendur rafhjóla og hlaupahjóla til að sýna varkárni Jón Viðar segir að samkvæmt upplýsingum slökkviliðs hafi ekki verið hleðsla á þeim hlaupahjólum sem í húsinu voru. Hann hvetur þó eigendur rafhlaupahjóla til að huga að eldvörnum, þar sem rafhlöður á tækjunum geti skapað aukna eldhættu. „Rafhlöður almennt hitna við bruna og eftir því sem þær eru stærri því oftar eru einhverjar líkur á að þær geti verið víðsjárverðari.“ Jón Viðar segir reglugerðir ekki gera sérstaka kröfu um aðbúnað þegar kemur að rafhjólum og hlaupahjólum. Hann telur alltaf tilefni til að rýna í útköll slökkviliðs og læra af þeim. „En við vitum ekki alveg akkúrat ástæður fyrir þessu útkalli, þannig að maður bíður með spekúlasjónir þangað til við fáum niðurstöður úr rannsókn,“ segir Jón Viðar. Rafhlaupahjól Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. 20. september 2021 12:32 Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 27. október 2021 11:51 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Tilkynning um eldinn, sem kviknaði í húsnæði Tunglskins og OSS í Skútuvogi, barst rétt upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Töluverðan reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið bar að garði. Tunglskin og OSS eru með verkstæði og lager í húsinu en síðarnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í leigu, viðgerðum og viðhaldi á rafhlaupahjólum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkvliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkvistarf hafa gengið vel að mestu, en senda þurfti nokkra reykkafara inn í bygginguna. Húsið sé nokkuð umfangsmikið, en slökkviliði hafi tekist að einangra eldinn við það rými þar sem hann kom upp. „Lögreglan tók við vettvangi í gærkvöldi, um miðnætti. Og við höfum ekki heyrt neitt frá lögreglu varðandi rannsóknina, það er ekki komið ennþá,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Hvetur eigendur rafhjóla og hlaupahjóla til að sýna varkárni Jón Viðar segir að samkvæmt upplýsingum slökkviliðs hafi ekki verið hleðsla á þeim hlaupahjólum sem í húsinu voru. Hann hvetur þó eigendur rafhlaupahjóla til að huga að eldvörnum, þar sem rafhlöður á tækjunum geti skapað aukna eldhættu. „Rafhlöður almennt hitna við bruna og eftir því sem þær eru stærri því oftar eru einhverjar líkur á að þær geti verið víðsjárverðari.“ Jón Viðar segir reglugerðir ekki gera sérstaka kröfu um aðbúnað þegar kemur að rafhjólum og hlaupahjólum. Hann telur alltaf tilefni til að rýna í útköll slökkviliðs og læra af þeim. „En við vitum ekki alveg akkúrat ástæður fyrir þessu útkalli, þannig að maður bíður með spekúlasjónir þangað til við fáum niðurstöður úr rannsókn,“ segir Jón Viðar.
Rafhlaupahjól Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. 20. september 2021 12:32 Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 27. október 2021 11:51 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. 20. september 2021 12:32
Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 27. október 2021 11:51