Ákæra ekki lögreglumenn sem klúðruðu máli Nassar Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 10:22 Larry Nassar misnotaði gríðarlegan fjölda fimleikastúlkna undir því yfirskini að ofbeldið væri læknismeðferð, bæði hjá Ríkisháskólanum í Michigan og hjá bandaríska fimleikasambandinu. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að ákæra alríkislögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa klúðrað rannsókn á stórfelldum kynferðisbrotum fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins. Fleiri en 330 konur hafa sakað Larry Nassar, fyrrverandi lækni við Ríkisháskólann í Michigan og bandaríska fimleikalandsliðsins, um kynferðisbrot. Hann afplánar nú ígildi lífstíðardóms eftir að hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi og vörslu barnakláms. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að alríkislögreglan FBI hefði ekki rannsakað nægilega ásakanir á hendur Nassar þegar þær komu fyrst fram. Mistökin hafi gert Nassar kleift að brjóta á um sjötíu stúlkum til viðbótar áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann loksins. Tveir alríkislögreglumenn lugu einnig að rannsakendum til að hylma yfir mistök sín. Dómsmálaráðuneytið hafði áður ákveðið að ákæra ekki tvo fyrrverandi alríkislögreglumenn fyrir afglöp þeirra en ákvað að taka málið upp aftur í ljósi nýrra sönnunargagna, að sögn Washington Post. Þau breyttu þó ekki fyrri niðurstöðu ráðuneytisins. Í yfirlýsingu sagði ráðuneytið að niðurstaðan þýddi ekki að vel hefði verið staðið að rannsókninni á Nassar eða að framferði fulltrúanna hefði verið eðlilegt. John Manly, lögmaður margra fórnarlamba Nassar, sagði ákvörðun ráðuneytisins óskiljanlega. Alríkislögreglumennirnir hefðu rofið embættiseið sinn og hylmt yfir versta kynferðisbrotamál í sögu íþróttaheimsins. Simone Biles, besta fimleikakona í heimi og eitt fórnarlamba Nassar, lýsti ákvörðuninni sem „sturlaðri“ á Twitter. „Og fólk veltir fyrir sér hvers vegna konur/karlar stíga ekki fram, vegna þess að réttlætinu er aldrei fullnægt,“ tísti hún. and people wonder why women/men don t come forward, because justice is never served this is literally insane to me, we keep suffering at what price? https://t.co/91vf6n9Cgs— Simone Biles (@Simone_Biles) May 27, 2022 Ræddi við forseta fimleikasambandsins um starf Eftir að skrifstofa FBI í Indianapolis, fékk ásakanir á hendur Nassar á sitt borð var ákveðið að láta svæðisskrifstofu í Lansing í Michigan sjá um málið. Engin gögn fundust þó um að það hefði í raun verið gert. Þá lét FBI lögregluyfirvöld í Michigan ekki vita af mögulegum brotum Nassar. Rannsókn endurskoðandans leiddi einnig í ljós að Jay Abbott, yfirmaður skrifstofu FBI í Indianapolis, hefði rætt við Stephen Penny, þáverandi forseta bandaríska fimleikasambandsins, um að útvega Abbott starf fyrir ólympíunefnd Bandaríkjanna á sama tíma og FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Nassar árið 2015. Abbott fékk ekki starfið en laug síðar að rannsakendum að hann hefði aldrei sótt um það. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Simone Biles. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál Larry Nassar Tengdar fréttir 380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43 FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5. október 2021 22:45 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Fleiri en 330 konur hafa sakað Larry Nassar, fyrrverandi lækni við Ríkisháskólann í Michigan og bandaríska fimleikalandsliðsins, um kynferðisbrot. Hann afplánar nú ígildi lífstíðardóms eftir að hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi og vörslu barnakláms. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að alríkislögreglan FBI hefði ekki rannsakað nægilega ásakanir á hendur Nassar þegar þær komu fyrst fram. Mistökin hafi gert Nassar kleift að brjóta á um sjötíu stúlkum til viðbótar áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann loksins. Tveir alríkislögreglumenn lugu einnig að rannsakendum til að hylma yfir mistök sín. Dómsmálaráðuneytið hafði áður ákveðið að ákæra ekki tvo fyrrverandi alríkislögreglumenn fyrir afglöp þeirra en ákvað að taka málið upp aftur í ljósi nýrra sönnunargagna, að sögn Washington Post. Þau breyttu þó ekki fyrri niðurstöðu ráðuneytisins. Í yfirlýsingu sagði ráðuneytið að niðurstaðan þýddi ekki að vel hefði verið staðið að rannsókninni á Nassar eða að framferði fulltrúanna hefði verið eðlilegt. John Manly, lögmaður margra fórnarlamba Nassar, sagði ákvörðun ráðuneytisins óskiljanlega. Alríkislögreglumennirnir hefðu rofið embættiseið sinn og hylmt yfir versta kynferðisbrotamál í sögu íþróttaheimsins. Simone Biles, besta fimleikakona í heimi og eitt fórnarlamba Nassar, lýsti ákvörðuninni sem „sturlaðri“ á Twitter. „Og fólk veltir fyrir sér hvers vegna konur/karlar stíga ekki fram, vegna þess að réttlætinu er aldrei fullnægt,“ tísti hún. and people wonder why women/men don t come forward, because justice is never served this is literally insane to me, we keep suffering at what price? https://t.co/91vf6n9Cgs— Simone Biles (@Simone_Biles) May 27, 2022 Ræddi við forseta fimleikasambandsins um starf Eftir að skrifstofa FBI í Indianapolis, fékk ásakanir á hendur Nassar á sitt borð var ákveðið að láta svæðisskrifstofu í Lansing í Michigan sjá um málið. Engin gögn fundust þó um að það hefði í raun verið gert. Þá lét FBI lögregluyfirvöld í Michigan ekki vita af mögulegum brotum Nassar. Rannsókn endurskoðandans leiddi einnig í ljós að Jay Abbott, yfirmaður skrifstofu FBI í Indianapolis, hefði rætt við Stephen Penny, þáverandi forseta bandaríska fimleikasambandsins, um að útvega Abbott starf fyrir ólympíunefnd Bandaríkjanna á sama tíma og FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Nassar árið 2015. Abbott fékk ekki starfið en laug síðar að rannsakendum að hann hefði aldrei sótt um það. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Simone Biles.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál Larry Nassar Tengdar fréttir 380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43 FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5. október 2021 22:45 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43
FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5. október 2021 22:45