Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 13:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að verið sé að leita lausna til að bregðast við stöðunni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum Landspítalinn greindi frá því í gær að mikið álag væri á bráðamóttökunni í Fossvogi um þessar mundir og því mætti búast við langri bið eftir þjónustu vegna vægari slysa og veikinda. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri áhyggjuefni ef sjúklingar þyrftu að bíða í lengri tíma. „Við sinnum öllum“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tekur undir þessar áhyggjur en hann segir mikið álag á öllu kerfinu. Þá fylgi árstímanum aukið álag. „Þetta er svona birtingamyndin þegar að sumarið kemur og allt fer á fleygiferð, þá eykst álagið á bráðamóttökuna. Þannig það er ýmislegt sem við þurfum að skoða í þessu,“ segir Willum um stöðuna. Verið er að skoða fjölbreyttar lausnir, til að mynda að auka flæði þegar fólk er búið að fá meðferð en þarf á endurhæfingu að halda, tryggja að laus hjúkrunarrými séu til staðar og mæta aukinni þörf á endurhæfingarrýmum. Þá þurfi að bæta verkferla og efla stöðu heilbrigðiskerfisins úti á landi. „Við eigum nú frábært starfsfólk og sérfræðinga sem reyna að vinna á þessu og greiða úr þessu, en við verðum líka á móti að styðja við fólkið og sjúklinga með því að leita lausna,“ segir Willum. Úrbætur stranda ekki á fjármunum Ítrekað er rætt um fjármögnunarvanda heilbrigðiskerfisins þegar málefni spítalans koma til tals en Willum segir að fjármagn ætti ekki að vera til fyrirstöðu að úrbætur séu gerðar. „Í stóru myndinni getum við alltaf notað meiri peninga, það er bara þannig með alla þjónustu, en við látum ekki úrbætur á þessu sviði stranda á fjármunum, það er alveg klárt,“ segir Willum. Fyrst og fremst sé um að ræða mönnunarvanda en mikið álag hefur verið á heilbrigðisstarfsmönnum, ekki síst eftir faraldurinn. Willum segir skiljanlegt að greint sé frá álaginu og að vísað sé í önnur úrræði en fólk þurfi ekki að örvænta. „Það er bara það sem skiptir öllu máli þegar við erum að skipuleggja heilbrigðisþjónustu að við hittum á réttan stað á réttum tíma, en við sinnum öllum. Það hefur Landspítalinn gert alla tíð og gerir áfram,“ segir Willum. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Landspítalinn greindi frá því í gær að mikið álag væri á bráðamóttökunni í Fossvogi um þessar mundir og því mætti búast við langri bið eftir þjónustu vegna vægari slysa og veikinda. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri áhyggjuefni ef sjúklingar þyrftu að bíða í lengri tíma. „Við sinnum öllum“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tekur undir þessar áhyggjur en hann segir mikið álag á öllu kerfinu. Þá fylgi árstímanum aukið álag. „Þetta er svona birtingamyndin þegar að sumarið kemur og allt fer á fleygiferð, þá eykst álagið á bráðamóttökuna. Þannig það er ýmislegt sem við þurfum að skoða í þessu,“ segir Willum um stöðuna. Verið er að skoða fjölbreyttar lausnir, til að mynda að auka flæði þegar fólk er búið að fá meðferð en þarf á endurhæfingu að halda, tryggja að laus hjúkrunarrými séu til staðar og mæta aukinni þörf á endurhæfingarrýmum. Þá þurfi að bæta verkferla og efla stöðu heilbrigðiskerfisins úti á landi. „Við eigum nú frábært starfsfólk og sérfræðinga sem reyna að vinna á þessu og greiða úr þessu, en við verðum líka á móti að styðja við fólkið og sjúklinga með því að leita lausna,“ segir Willum. Úrbætur stranda ekki á fjármunum Ítrekað er rætt um fjármögnunarvanda heilbrigðiskerfisins þegar málefni spítalans koma til tals en Willum segir að fjármagn ætti ekki að vera til fyrirstöðu að úrbætur séu gerðar. „Í stóru myndinni getum við alltaf notað meiri peninga, það er bara þannig með alla þjónustu, en við látum ekki úrbætur á þessu sviði stranda á fjármunum, það er alveg klárt,“ segir Willum. Fyrst og fremst sé um að ræða mönnunarvanda en mikið álag hefur verið á heilbrigðisstarfsmönnum, ekki síst eftir faraldurinn. Willum segir skiljanlegt að greint sé frá álaginu og að vísað sé í önnur úrræði en fólk þurfi ekki að örvænta. „Það er bara það sem skiptir öllu máli þegar við erum að skipuleggja heilbrigðisþjónustu að við hittum á réttan stað á réttum tíma, en við sinnum öllum. Það hefur Landspítalinn gert alla tíð og gerir áfram,“ segir Willum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05