Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 13:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að verið sé að leita lausna til að bregðast við stöðunni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum Landspítalinn greindi frá því í gær að mikið álag væri á bráðamóttökunni í Fossvogi um þessar mundir og því mætti búast við langri bið eftir þjónustu vegna vægari slysa og veikinda. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri áhyggjuefni ef sjúklingar þyrftu að bíða í lengri tíma. „Við sinnum öllum“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tekur undir þessar áhyggjur en hann segir mikið álag á öllu kerfinu. Þá fylgi árstímanum aukið álag. „Þetta er svona birtingamyndin þegar að sumarið kemur og allt fer á fleygiferð, þá eykst álagið á bráðamóttökuna. Þannig það er ýmislegt sem við þurfum að skoða í þessu,“ segir Willum um stöðuna. Verið er að skoða fjölbreyttar lausnir, til að mynda að auka flæði þegar fólk er búið að fá meðferð en þarf á endurhæfingu að halda, tryggja að laus hjúkrunarrými séu til staðar og mæta aukinni þörf á endurhæfingarrýmum. Þá þurfi að bæta verkferla og efla stöðu heilbrigðiskerfisins úti á landi. „Við eigum nú frábært starfsfólk og sérfræðinga sem reyna að vinna á þessu og greiða úr þessu, en við verðum líka á móti að styðja við fólkið og sjúklinga með því að leita lausna,“ segir Willum. Úrbætur stranda ekki á fjármunum Ítrekað er rætt um fjármögnunarvanda heilbrigðiskerfisins þegar málefni spítalans koma til tals en Willum segir að fjármagn ætti ekki að vera til fyrirstöðu að úrbætur séu gerðar. „Í stóru myndinni getum við alltaf notað meiri peninga, það er bara þannig með alla þjónustu, en við látum ekki úrbætur á þessu sviði stranda á fjármunum, það er alveg klárt,“ segir Willum. Fyrst og fremst sé um að ræða mönnunarvanda en mikið álag hefur verið á heilbrigðisstarfsmönnum, ekki síst eftir faraldurinn. Willum segir skiljanlegt að greint sé frá álaginu og að vísað sé í önnur úrræði en fólk þurfi ekki að örvænta. „Það er bara það sem skiptir öllu máli þegar við erum að skipuleggja heilbrigðisþjónustu að við hittum á réttan stað á réttum tíma, en við sinnum öllum. Það hefur Landspítalinn gert alla tíð og gerir áfram,“ segir Willum. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Landspítalinn greindi frá því í gær að mikið álag væri á bráðamóttökunni í Fossvogi um þessar mundir og því mætti búast við langri bið eftir þjónustu vegna vægari slysa og veikinda. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri áhyggjuefni ef sjúklingar þyrftu að bíða í lengri tíma. „Við sinnum öllum“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tekur undir þessar áhyggjur en hann segir mikið álag á öllu kerfinu. Þá fylgi árstímanum aukið álag. „Þetta er svona birtingamyndin þegar að sumarið kemur og allt fer á fleygiferð, þá eykst álagið á bráðamóttökuna. Þannig það er ýmislegt sem við þurfum að skoða í þessu,“ segir Willum um stöðuna. Verið er að skoða fjölbreyttar lausnir, til að mynda að auka flæði þegar fólk er búið að fá meðferð en þarf á endurhæfingu að halda, tryggja að laus hjúkrunarrými séu til staðar og mæta aukinni þörf á endurhæfingarrýmum. Þá þurfi að bæta verkferla og efla stöðu heilbrigðiskerfisins úti á landi. „Við eigum nú frábært starfsfólk og sérfræðinga sem reyna að vinna á þessu og greiða úr þessu, en við verðum líka á móti að styðja við fólkið og sjúklinga með því að leita lausna,“ segir Willum. Úrbætur stranda ekki á fjármunum Ítrekað er rætt um fjármögnunarvanda heilbrigðiskerfisins þegar málefni spítalans koma til tals en Willum segir að fjármagn ætti ekki að vera til fyrirstöðu að úrbætur séu gerðar. „Í stóru myndinni getum við alltaf notað meiri peninga, það er bara þannig með alla þjónustu, en við látum ekki úrbætur á þessu sviði stranda á fjármunum, það er alveg klárt,“ segir Willum. Fyrst og fremst sé um að ræða mönnunarvanda en mikið álag hefur verið á heilbrigðisstarfsmönnum, ekki síst eftir faraldurinn. Willum segir skiljanlegt að greint sé frá álaginu og að vísað sé í önnur úrræði en fólk þurfi ekki að örvænta. „Það er bara það sem skiptir öllu máli þegar við erum að skipuleggja heilbrigðisþjónustu að við hittum á réttan stað á réttum tíma, en við sinnum öllum. Það hefur Landspítalinn gert alla tíð og gerir áfram,“ segir Willum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05