Foreldar barna í Breiðholtsskóla segja öryggi þeirra ógnað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. maí 2022 17:15 Hermann segir gæslu í frímínútum verulega ábótavant. Mynd/Reykjavíkurborg Foreldrar tveggja barna í Breiðholtsskóla hafa sent skólayfirvöldum bréf þess efnis að börnin muni ekki mæta í skólann fyrr en ráðist hefur verið í úrbætur á umsjón og eftirliti með nemendum, ekki síst í frímínútum. Faðir barnanna, Hermann Arnar Austmar, segir ákvörðunina örþrifaráð en þrátt fyrir mikil samskipti við kennara og skólayfirvöld og nokkra fundi hafi ekkert breyst. Börnin hans séu ítrekað beitt ofbeldi af öðrum nemendum og farin að hræðast að mæta í skólann. „Samskiptin hafa aðallega verið vegna eineltis og líkamlegs ofbeldis sem börnin okkar hafa ítrekað orðið fyrir í skólanum,“ segir í erindi Hermanns til skólans og skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Sum atvikin hafa verið mjög alvarleg en flest þeirra hafa átt sér stað á skólalóðinni í frímínútum. Reglulega í vetur hafa svo bæði börnin okkar, sem og börn annarra foreldra, komið heim að skóla loknum og sagt okkur frá því að í frímínútum sé lítil eða engin gæsla.“ Lítið mark tekið á kvörtunum foreldra Hermann sagði í samtali við Vísis að málið mætti rekja aftur til haustsins 2020 en þá fóru nokkrir foreldrar barna í Breiðholtsskóla að bera saman bækur sínar á Facebook, þar sem þeir voru uggandi vegna þess ofbeldis sem börnin þeirra höfðu verið beitt eða orðið vitni að. Hermann segir börnin ekki munu mæta aftur í skólann fyrr en öryggi þeirra hefur verið tryggt. Dóttir Hermanns, sem var 8 ára, hafði þá nýverið verið tekin hálstaki og slegin í andlitið af dreng í skólanum. Vandamálið virtist bundið við ákveðinn hóp drengja og eftir fund virtist hafa náðst utan um málið. Það breyttist hins vegar aftur og að sögn Hermanns þurfti meðal annars að ráðast í aðgerðir sökum eineltis. „Síðan í vetur, þegar sonur minn byrjar í skólanum í haust, þá verður hann fyrir gengdarlausu áreiti af höndum drengs í sama árgangi,“ segir Hermann. Lítið mark var þó tekið á kvörtunum foreldranna, jafnvel þótt drengurinn kvartaði daglega undan því að vera ekki látinn í friði í frímínútum. Að lokum tók stóra systir að sér hlutverk verndarans en fyrir þetta var hún skömmuð af starfsmanni og sagt að hætta að skipta sér af. „Þrátt fyrir að okkur hafi ítrekað verið sagt að það væri verið að taka á þessum málum þá er ennþá alvarlegur samskipta- og ofbeldisvandi í þessum árgangi,“ segir Hermann. Ítrekað áreitt, beitt ofbeldi og kölluð ljótum nöfnum Dóttir Hermanns hefur ítrekað lent í því að vera beitt áreiti og ofbeldi. Hann segir hana hafa verið kallaða hóru, homma og lesbíu og þá mætti drengur úr árgangnum hennar eitt sinn fyrir framan heimili fjölskyldunnar og öskraði í gjallarhorn að vinur hans ætlaði að „ríða“ henni á morgun. Stúlkan var 8 ára þegar atvikið átti sér stað. Í apríl síðastliðnum var henni hrint en fyrr um morguninn hafði sami drengur og réðist á hana sparkað í andlit og klof bróður hennar. Tveir drengir veittust einnig nýlega að henni í leikfimi og sýndu henni mjög ógnandi hegðun og þá var henni hótað þegar hún kom yngra barni til varna þegar samnemandi tók barnið hálstaki. Hermann segir mörg önnur börn hafa sömu sögu að segja um ofbeldi í skólanum, sem sé stundað af fáum aðilum. Gögn sem hann hefur fengið Vísi í hendur benda til þess að kennarar og skólayfirvöld séu meðvituð um vandann og vanlíðan barnanna. „Þrátt fyrir að við höfum setið nokkra fundi um þessi mál síðustu tvo mánuði þá lítur ekki út fyrir að stjórnendur skólans ætli að bregðast við. Við, sem foreldrar, getum ekki lengur með góðri samvisku boðið börnunum okkar upp á það ástand sem ríkir í Breiðholtsskóla,“ segja Hermann og kona hans í erindi sínu. Börnin muni ekki mæta fyrr en öryggi barnanna hafi verið tryggt. Gæslu í frímínútum verulega ábótavant Það sem fyllti mælinn voru að sögn Hermanns ósannindi skólastjórnenda varðandi eftirlit í frímínútum, þar sem áreitið og ofbeldið á sér oftast stað. Hann hafði fengið þau svör að það væru alltaf fimm til sex starfsmenn í vesti úti við eftirlit en börnin höfðu aðra sögu að segja. Að þeirra sögn var yfirleitt aðeins einn starfsmaður úti. „Ég ákvað að kanna þetta og fór þarna í fyrri frímínútum og seinni frímínútum. Og þetta bara passar. Ég sá ekki neinn,“ segir Hermann. Hann hafi aðeins séð glitta í einn starfsmann í fyrri frímínútunum. Þar að auki hafi hann í kjölfarið fengið staðfestingu frá nokkrum starfsmönnum skólans að upplifun hans og barnanna sé rétt; gæslunni sé verulega ábótavant. „Flest börnin í skólanum koma vel fram við aðra nemendur og eineltið og ofbeldið sem okkar börn og annarra hafa orðið fyrir er af hendi fárra einstaklinga. Þessir einstaklingar virðast hinsvegar fá fullt frelsi til að herja á önnur börn þegar þau eru eftirlitslaus í frímínútum. Þegar gerendur eru sjálfir börn þá þýðir lítið að álasa þeim heldur vill maður bara að þeir fái sjálfir stuðning og viðeigandi aðstoð. Það hlýtur samt að vera hægt að gera þá kröfu að fylgst sé með börnunum, vegna þess ofbeldis sem á sér reglulega stað í frímínútum í Breiðholtsskóla,“ segir í erindinu til skólans og skólayfirvalda. Gömul saga og ný Stundin greindi frá því árið 2017 að drengur í Breiðholtsskóla hefði verið beittur kynferðisofbeldi af samnemendum. Drengurinn sætti áfram áreiti eftir uppákomuna en skólastjórnendur brugðust við með því að taka þolandann úr frímínútum á meðan gerendurnir fengu að vera úti og leika sér. Í frétt miðilsins greindi einnig frá öðru barni, stúlku, sem hafði ítrekað verið beitt ofbeldi í skólanum. Móðir stúlkunnar ákvað að lokum að taka hana úr skólanum þar sem henni þótti öryggi dóttur sinnar ekki tryggt. „Mér hefur oftar en einu sinni verið lofað öllu fögru en ekkert af því hefur staðist. Mér var meðal annars lofað að það yrði sérstaklega séð til að gerendur komist ekki nálægt henni í frímínútum og matsal þar sem atvikin áttu sér helst stað og að eftirlit með henni yrði aukið, en það hefur heldur ekki staðist,“ skrifaði móðirinn í erindi til skólayfirvalda. Í frétt Stundarinnar segir raunar frá ýmsu sem rímar við frásögn Hermanns; ofbeldi nemenda gegn öðrum nemendum, áhyggjum foreldra af lítilli gæslu í frímínútum og fálæti skólaayfirvalda. Þess ber að geta að það var á mánudag sem Hermann og eiginkona hans sendu bréfið á skólayfirvöld þar sem þau tilkynntu að börnin myndu ekki mæta í skólann að óbreyttu. Þau hafa ekki fengið önnur viðbrögð en að erindið hafi verið móttekið. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Faðir barnanna, Hermann Arnar Austmar, segir ákvörðunina örþrifaráð en þrátt fyrir mikil samskipti við kennara og skólayfirvöld og nokkra fundi hafi ekkert breyst. Börnin hans séu ítrekað beitt ofbeldi af öðrum nemendum og farin að hræðast að mæta í skólann. „Samskiptin hafa aðallega verið vegna eineltis og líkamlegs ofbeldis sem börnin okkar hafa ítrekað orðið fyrir í skólanum,“ segir í erindi Hermanns til skólans og skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Sum atvikin hafa verið mjög alvarleg en flest þeirra hafa átt sér stað á skólalóðinni í frímínútum. Reglulega í vetur hafa svo bæði börnin okkar, sem og börn annarra foreldra, komið heim að skóla loknum og sagt okkur frá því að í frímínútum sé lítil eða engin gæsla.“ Lítið mark tekið á kvörtunum foreldra Hermann sagði í samtali við Vísis að málið mætti rekja aftur til haustsins 2020 en þá fóru nokkrir foreldrar barna í Breiðholtsskóla að bera saman bækur sínar á Facebook, þar sem þeir voru uggandi vegna þess ofbeldis sem börnin þeirra höfðu verið beitt eða orðið vitni að. Hermann segir börnin ekki munu mæta aftur í skólann fyrr en öryggi þeirra hefur verið tryggt. Dóttir Hermanns, sem var 8 ára, hafði þá nýverið verið tekin hálstaki og slegin í andlitið af dreng í skólanum. Vandamálið virtist bundið við ákveðinn hóp drengja og eftir fund virtist hafa náðst utan um málið. Það breyttist hins vegar aftur og að sögn Hermanns þurfti meðal annars að ráðast í aðgerðir sökum eineltis. „Síðan í vetur, þegar sonur minn byrjar í skólanum í haust, þá verður hann fyrir gengdarlausu áreiti af höndum drengs í sama árgangi,“ segir Hermann. Lítið mark var þó tekið á kvörtunum foreldranna, jafnvel þótt drengurinn kvartaði daglega undan því að vera ekki látinn í friði í frímínútum. Að lokum tók stóra systir að sér hlutverk verndarans en fyrir þetta var hún skömmuð af starfsmanni og sagt að hætta að skipta sér af. „Þrátt fyrir að okkur hafi ítrekað verið sagt að það væri verið að taka á þessum málum þá er ennþá alvarlegur samskipta- og ofbeldisvandi í þessum árgangi,“ segir Hermann. Ítrekað áreitt, beitt ofbeldi og kölluð ljótum nöfnum Dóttir Hermanns hefur ítrekað lent í því að vera beitt áreiti og ofbeldi. Hann segir hana hafa verið kallaða hóru, homma og lesbíu og þá mætti drengur úr árgangnum hennar eitt sinn fyrir framan heimili fjölskyldunnar og öskraði í gjallarhorn að vinur hans ætlaði að „ríða“ henni á morgun. Stúlkan var 8 ára þegar atvikið átti sér stað. Í apríl síðastliðnum var henni hrint en fyrr um morguninn hafði sami drengur og réðist á hana sparkað í andlit og klof bróður hennar. Tveir drengir veittust einnig nýlega að henni í leikfimi og sýndu henni mjög ógnandi hegðun og þá var henni hótað þegar hún kom yngra barni til varna þegar samnemandi tók barnið hálstaki. Hermann segir mörg önnur börn hafa sömu sögu að segja um ofbeldi í skólanum, sem sé stundað af fáum aðilum. Gögn sem hann hefur fengið Vísi í hendur benda til þess að kennarar og skólayfirvöld séu meðvituð um vandann og vanlíðan barnanna. „Þrátt fyrir að við höfum setið nokkra fundi um þessi mál síðustu tvo mánuði þá lítur ekki út fyrir að stjórnendur skólans ætli að bregðast við. Við, sem foreldrar, getum ekki lengur með góðri samvisku boðið börnunum okkar upp á það ástand sem ríkir í Breiðholtsskóla,“ segja Hermann og kona hans í erindi sínu. Börnin muni ekki mæta fyrr en öryggi barnanna hafi verið tryggt. Gæslu í frímínútum verulega ábótavant Það sem fyllti mælinn voru að sögn Hermanns ósannindi skólastjórnenda varðandi eftirlit í frímínútum, þar sem áreitið og ofbeldið á sér oftast stað. Hann hafði fengið þau svör að það væru alltaf fimm til sex starfsmenn í vesti úti við eftirlit en börnin höfðu aðra sögu að segja. Að þeirra sögn var yfirleitt aðeins einn starfsmaður úti. „Ég ákvað að kanna þetta og fór þarna í fyrri frímínútum og seinni frímínútum. Og þetta bara passar. Ég sá ekki neinn,“ segir Hermann. Hann hafi aðeins séð glitta í einn starfsmann í fyrri frímínútunum. Þar að auki hafi hann í kjölfarið fengið staðfestingu frá nokkrum starfsmönnum skólans að upplifun hans og barnanna sé rétt; gæslunni sé verulega ábótavant. „Flest börnin í skólanum koma vel fram við aðra nemendur og eineltið og ofbeldið sem okkar börn og annarra hafa orðið fyrir er af hendi fárra einstaklinga. Þessir einstaklingar virðast hinsvegar fá fullt frelsi til að herja á önnur börn þegar þau eru eftirlitslaus í frímínútum. Þegar gerendur eru sjálfir börn þá þýðir lítið að álasa þeim heldur vill maður bara að þeir fái sjálfir stuðning og viðeigandi aðstoð. Það hlýtur samt að vera hægt að gera þá kröfu að fylgst sé með börnunum, vegna þess ofbeldis sem á sér reglulega stað í frímínútum í Breiðholtsskóla,“ segir í erindinu til skólans og skólayfirvalda. Gömul saga og ný Stundin greindi frá því árið 2017 að drengur í Breiðholtsskóla hefði verið beittur kynferðisofbeldi af samnemendum. Drengurinn sætti áfram áreiti eftir uppákomuna en skólastjórnendur brugðust við með því að taka þolandann úr frímínútum á meðan gerendurnir fengu að vera úti og leika sér. Í frétt miðilsins greindi einnig frá öðru barni, stúlku, sem hafði ítrekað verið beitt ofbeldi í skólanum. Móðir stúlkunnar ákvað að lokum að taka hana úr skólanum þar sem henni þótti öryggi dóttur sinnar ekki tryggt. „Mér hefur oftar en einu sinni verið lofað öllu fögru en ekkert af því hefur staðist. Mér var meðal annars lofað að það yrði sérstaklega séð til að gerendur komist ekki nálægt henni í frímínútum og matsal þar sem atvikin áttu sér helst stað og að eftirlit með henni yrði aukið, en það hefur heldur ekki staðist,“ skrifaði móðirinn í erindi til skólayfirvalda. Í frétt Stundarinnar segir raunar frá ýmsu sem rímar við frásögn Hermanns; ofbeldi nemenda gegn öðrum nemendum, áhyggjum foreldra af lítilli gæslu í frímínútum og fálæti skólaayfirvalda. Þess ber að geta að það var á mánudag sem Hermann og eiginkona hans sendu bréfið á skólayfirvöld þar sem þau tilkynntu að börnin myndu ekki mæta í skólann að óbreyttu. Þau hafa ekki fengið önnur viðbrögð en að erindið hafi verið móttekið.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira