Hefur áhyggjur af því hvort ný farsóttanefnd verði á faglegum nótum Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2022 11:29 Þórólfur Guðnason, fráfarandi sóttvarnalæknir, hefur ýmislegt við nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til sóttvarnalaga að athuga þó að hann telji margt í því einnig til bóta. Vísir/Vilhelm Fráfarandi sóttvarnalæknir lýsir áhyggjum af því að fulltrúa í nýrri farsóttanefnd skorti sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög spyr hann hvort ráðleggingar slíkrar nefndar verði faglegar þegar aðeins einn faglegur fulltrúi á sæti í henni. Ný farsóttanefnd á að koma í stað sóttvarnaráðs í nýju frumvarpi Willums Þórs Þórðarson, heilbrigðisráðherra, til sóttvarnalaga. Auk sóttvarnalæknis er gert ráð fyrir að þar eigi sæti landlæknir, ríkislögreglustjóri, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og forstjóri Landspítalans auk fjögurra fulltrúa sem ráðherrar skipa. Nefndin á að skila ráðherra tillögum um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna hættulegra smitsjúkdóma og vera öðrum sóttvarnayfirvöldum til ráðgjafar. Í umsögn sem Þórólfur Guðnason, fráfarandi sóttvarnalæknir, sendi inn um frumvarpið lýsir hann áhyggjum af skipan nefndarinnar þar sem þar vanti fagaðila með sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Aðeins landlæknir og sóttvarnalæknir séu fagaðilar. „Hvernig á að tryggja að ráðleggingar til ráðherra verði á faglegum nótum þegar einungis einn faglegur aðili (sóttvarnalæknir) verður í nefndinni? Hvað gerist ef sóttvarnalæknir lendir í minnihluta varðandi skilgreiningu á samfélagslega hættulegum sjúkdómi og ráðleggingum til ráðherra? Getur sóttvarnalæknir sent eigin tillögur ef honum líka ekki niðurstaða nefndarinnar?“ spyr Þórólfur. Leggur hann til að fleiri fagaðilar fái sæti í nefndinni eins og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og yfirmaður Miðstöðvar lýðheilsuvísinda við Háskóla Íslands. Betra sé að afgreiðsla sóttvarnanefndar verði sem mest á faglegum nótum en stjórnsýslueg umfjöllun meira á hendi ráðherra. Ráðuneytis en ekki sóttvarnalæknis að tryggja jafnræði og meðalhóf Í kafla frumvarpsins um opinberar sóttvarnaráðstafanir er sóttvarnalæknir gert að gæta meðalhófs og jafnræðis og taka tillit til annarra verndarhagsmuna við ráðleggingar sínar. Þar eru týndir til hagsmunir barna, hagsmunir sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Ekki eigi að stöðva atvinnurekstur nema að því marki sem starfsemin feli í sér hættu á útbreiðslu farsóttar, til dæmis vegna fjölda fólks sem kemur saman, návígis þess eða snertingar. Þórólfur segir í umsögn sinni ekki ljóst hvernig sóttvarnalæknir eigi að tryggja að jafnræði og meðalhófs verði gætt við slíkar aðstæður. „Ég hefði talið að það sé hlutverk ráðuneytis að tryggja að jafnræði og meðalhóf sé trygg[t] þegar ráðuneytið setur reglugerðir um sóttva[r]naráðstafanir.“ Hann gerir þó engar athugasemdir við að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra í stað landlæknis. Sú spurning vakni þó hvort að þá verði hægt að tala um embætti sóttvarnalæknis og hvort að sóttvarnalæknir geti ráðið sitt eigið starfsfólk og hafa sinn eigin fjárlagalið. Aukið verksvið en óljóst með fjárheimildir Að öðru leyti segir Þórólfur frumvarp ráðherra um margt til bóta umfram núverandi sóttvarnalög, sérstaklega hvað varðar stjórnsýslulega stöðu sóttvarnalæknis og nýtt fyrirkomulag um tillögur til ráðherra þegar vá steðjar að almannaheill. Aftur á móti bendir sóttvarnalæknir á að með frumvarpinu sé embætttinu færð ný verkefni eins og leyfisveitingu fyrir starfsemi rannsóknarstofa, eftirlit með lækningartækjum og samvinnu við ýmsa aðila og stofnanir í samfélaginu. Verksvið sóttvarnalæknis aukist því verulega frá því sem nú er. Ekkert sé um það í frumvarpinu hvernig sóttvarnalæknir á að geta tryggt að hann geti sinnt öllum þessum hlutverkum. Ekkert sé getið um hvernig hann eigi að ráða til sín fólk eða hvort hann fái sérstaka fjárveitingu fyrir sína starfsemi. Einungis sé sagt að hann sé ráðinn af ráðherra en sé staðsettur innan embættis landlæknis. „Verður það á ábyrgð landlæknis að tryggja að sóttvarnlæknir muni geta gert allt það sem lögin krefja að hann geri eins og verið hefur til þessa?“ segir í umsögninni. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Ný farsóttanefnd á að koma í stað sóttvarnaráðs í nýju frumvarpi Willums Þórs Þórðarson, heilbrigðisráðherra, til sóttvarnalaga. Auk sóttvarnalæknis er gert ráð fyrir að þar eigi sæti landlæknir, ríkislögreglustjóri, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og forstjóri Landspítalans auk fjögurra fulltrúa sem ráðherrar skipa. Nefndin á að skila ráðherra tillögum um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna hættulegra smitsjúkdóma og vera öðrum sóttvarnayfirvöldum til ráðgjafar. Í umsögn sem Þórólfur Guðnason, fráfarandi sóttvarnalæknir, sendi inn um frumvarpið lýsir hann áhyggjum af skipan nefndarinnar þar sem þar vanti fagaðila með sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Aðeins landlæknir og sóttvarnalæknir séu fagaðilar. „Hvernig á að tryggja að ráðleggingar til ráðherra verði á faglegum nótum þegar einungis einn faglegur aðili (sóttvarnalæknir) verður í nefndinni? Hvað gerist ef sóttvarnalæknir lendir í minnihluta varðandi skilgreiningu á samfélagslega hættulegum sjúkdómi og ráðleggingum til ráðherra? Getur sóttvarnalæknir sent eigin tillögur ef honum líka ekki niðurstaða nefndarinnar?“ spyr Þórólfur. Leggur hann til að fleiri fagaðilar fái sæti í nefndinni eins og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og yfirmaður Miðstöðvar lýðheilsuvísinda við Háskóla Íslands. Betra sé að afgreiðsla sóttvarnanefndar verði sem mest á faglegum nótum en stjórnsýslueg umfjöllun meira á hendi ráðherra. Ráðuneytis en ekki sóttvarnalæknis að tryggja jafnræði og meðalhóf Í kafla frumvarpsins um opinberar sóttvarnaráðstafanir er sóttvarnalæknir gert að gæta meðalhófs og jafnræðis og taka tillit til annarra verndarhagsmuna við ráðleggingar sínar. Þar eru týndir til hagsmunir barna, hagsmunir sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Ekki eigi að stöðva atvinnurekstur nema að því marki sem starfsemin feli í sér hættu á útbreiðslu farsóttar, til dæmis vegna fjölda fólks sem kemur saman, návígis þess eða snertingar. Þórólfur segir í umsögn sinni ekki ljóst hvernig sóttvarnalæknir eigi að tryggja að jafnræði og meðalhófs verði gætt við slíkar aðstæður. „Ég hefði talið að það sé hlutverk ráðuneytis að tryggja að jafnræði og meðalhóf sé trygg[t] þegar ráðuneytið setur reglugerðir um sóttva[r]naráðstafanir.“ Hann gerir þó engar athugasemdir við að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra í stað landlæknis. Sú spurning vakni þó hvort að þá verði hægt að tala um embætti sóttvarnalæknis og hvort að sóttvarnalæknir geti ráðið sitt eigið starfsfólk og hafa sinn eigin fjárlagalið. Aukið verksvið en óljóst með fjárheimildir Að öðru leyti segir Þórólfur frumvarp ráðherra um margt til bóta umfram núverandi sóttvarnalög, sérstaklega hvað varðar stjórnsýslulega stöðu sóttvarnalæknis og nýtt fyrirkomulag um tillögur til ráðherra þegar vá steðjar að almannaheill. Aftur á móti bendir sóttvarnalæknir á að með frumvarpinu sé embætttinu færð ný verkefni eins og leyfisveitingu fyrir starfsemi rannsóknarstofa, eftirlit með lækningartækjum og samvinnu við ýmsa aðila og stofnanir í samfélaginu. Verksvið sóttvarnalæknis aukist því verulega frá því sem nú er. Ekkert sé um það í frumvarpinu hvernig sóttvarnalæknir á að geta tryggt að hann geti sinnt öllum þessum hlutverkum. Ekkert sé getið um hvernig hann eigi að ráða til sín fólk eða hvort hann fái sérstaka fjárveitingu fyrir sína starfsemi. Einungis sé sagt að hann sé ráðinn af ráðherra en sé staðsettur innan embættis landlæknis. „Verður það á ábyrgð landlæknis að tryggja að sóttvarnlæknir muni geta gert allt það sem lögin krefja að hann geri eins og verið hefur til þessa?“ segir í umsögninni.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira