Hvað kostar að selja fasteign? G.Andri Bergmann skrifar 24. maí 2022 10:00 Það er fagnaðarefni þegar bent er á hluti sem eru óhagstæðir neytendum og á það ekki síst við um samsetningu og fjárhæð þóknunar fasteignasala nú þegar hækkanir á fasteignaverði slá met í hverjum mánuði. Haukur Viðar Alfreðsson skrifaði áhugaverðar greinar nýverið, um þóknanir fasteignasala og hvers vegna ekki ríkti harðari samkeppni á markaði þar sem fjöldi fasteignasala er töluvert umfram fjölda íbúða á söluskrá. Margt af því sem Haukur Viðar bendir á er rétt. Verðskrár fasteignasala gefa oft ranga mynd af því verði sem greitt er fyrir þjónustuna. Hvort það er eingöngu vegna þess að uppgefin söluþóknun gefin upp án virðisaukaskatts eða vegna þess að kaupandi er rukkaður fyrir þjónustu sem seljandi er búinn að greiða fyrir skiptir svo sem ekki máli. Aðalatriðið er að benda á misræmið, bæta upplýsingar og leiðrétta verðskrár. Eitt var þó í grein Hauks Viðars sem ekki kom fram og varðar fyrirtæki sem undirritaður kemur að með virkum hætti og hvar söluþóknun er föst fjárhæð óháð söluverði eignar. En af hverju fast gjald? Svarið liggur í augum uppi því almennt er vinna við söluferlið sú sama óháð verði eignar. Því er eðlilegt að Haukur Viðar velti fyrir sér hve margir tímar fari í söluferlið, en eins og er með margt þá er það auðvitað misjafnt. En að meðaltali má segja að tímafjöldi fari sjaldan undir 10 klst. og enn sjaldnar yfir 30 klst. Því er einfalt reikningsdæmi að setja upp verðskrá sem er sanngjörn gagnvart viðskiptavininum og ætti að greiða fasteignasalanum góð og samkeppnishæf laun. Ef við gerum ráð fyrir að meðaltali 20 klst. vinnu við söluferli hverrar eignar og að útseld tímavinna sé 29.750 kr. með vsk., þá ættu sölulaun að vera samtals kr. 595.000 að meðtöldum virðisaukaskatti. Það er álit undirritaðs að það sé eðlilegt gjald fyrir jafn vandasamt verk og mikilvægt sem fasteignasala er. Auðvitað er þetta ekki tímakaupið sem fasteignasalinn fær í vasann, því af þessu gjaldi er tekið til útlagðs kostnaðar, reksturs skrifstofu og svo koma auðvitað skattar og launatengd gjöld sem við þurfum öll að greiða. Allt að einu þá sýna útreikningar að dæmið gengur vel upp miðað við þessar forsendur. Í dag er hins vegar framboðsskortur og fasteignamarkaðurinn óvenjulegur fyrir margra hluta sakir. Fjöldi starfandi fasteignasala er um og yfir fjölda virkra eigna í sölumeðferð og sölutími eigna er að meðaltali um 30 dagar. Það er því seld innan við ein eign á mánuði fyrir hvern starfandi fasteignasala á landinu og þarf varla hagfræðing til að sjá að dæmið gengur ekki upp. Það er með öðrum orðum útilokað að meðallaun fasteignasala séu mikið umfram lágmarkslaun þegar tekið hefur verið tillit til launatengdra gjalda, skatta og annarra rekstrarútgjalda. Samt er þjónustuframboð fasteignasala ótrúlega einsleitt og verðskrár svipaðar. Það er helst að þeim detti í hug að rukka viðskiptavininn um 100.000 aukalega svo sami viðskiptavinur geti „valið“ að styrkja íþróttafélag að eigin vali um sama 100 þúsund kallinn. Eðlilegra væri auðvitað að lækka verð og gefa viðskiptavininum frjálst val um í hvað sparnaðinum er eytt, eða hvort honum er yfir höfuð eytt. Samkeppnis virðist þannig frekar snúast um í hvað fasteignasalinn eyðir þóknuninni en það að lækka þóknunina og gefa viðskiptavininum val. Það að fasteignasali hafi eingöngu laun samkvæmt árangurstengdum þóknunum, eykur líkur á áhættuhegðun og býr til freistnivanda þar sem fasteignasali gæti freistast til að huga betur að eigin hag en viðskiptavina sinna. Sérstaklega á þetta við þegar markaðsaðstæður eru sem nú og umrædd eign jafnvel einu laun viðkomandi í fleiri mánuði. Flestir fasteignasalar eru sem betur fer vandað og heiðarlegt fagfólk, en vandinn er til staðar. Vandinn verður svo að áhættu þegar hver fasteignasali er að velta að meðaltali innan við 1 eign mánaðarlega. Sumir auðvitað töluvert meira en margir minna. Umræðan um þóknanir fasteignasala og öryggi þjónustunnar er því gríðarlega mikilvæg og hafi Haukur Viðar þakkir fyrir vandaða samantekt og skýra. Það er augljós skekkja á markaði sem þarf að bregðast við. Samkvæmt hagfræðinni er svarið augljóst, en einhver þarf að bjóða betur en hinir, lækka verð, bæta ferla og auka framlegð. Það er svo viðskiptavina að skoða markaðinn vel, kynna sér verðskrár og skilgreiningu þjónustunnar og velja svo það sem hentar best. Höfundur er framkvæmdastjóri Procura Home. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni þegar bent er á hluti sem eru óhagstæðir neytendum og á það ekki síst við um samsetningu og fjárhæð þóknunar fasteignasala nú þegar hækkanir á fasteignaverði slá met í hverjum mánuði. Haukur Viðar Alfreðsson skrifaði áhugaverðar greinar nýverið, um þóknanir fasteignasala og hvers vegna ekki ríkti harðari samkeppni á markaði þar sem fjöldi fasteignasala er töluvert umfram fjölda íbúða á söluskrá. Margt af því sem Haukur Viðar bendir á er rétt. Verðskrár fasteignasala gefa oft ranga mynd af því verði sem greitt er fyrir þjónustuna. Hvort það er eingöngu vegna þess að uppgefin söluþóknun gefin upp án virðisaukaskatts eða vegna þess að kaupandi er rukkaður fyrir þjónustu sem seljandi er búinn að greiða fyrir skiptir svo sem ekki máli. Aðalatriðið er að benda á misræmið, bæta upplýsingar og leiðrétta verðskrár. Eitt var þó í grein Hauks Viðars sem ekki kom fram og varðar fyrirtæki sem undirritaður kemur að með virkum hætti og hvar söluþóknun er föst fjárhæð óháð söluverði eignar. En af hverju fast gjald? Svarið liggur í augum uppi því almennt er vinna við söluferlið sú sama óháð verði eignar. Því er eðlilegt að Haukur Viðar velti fyrir sér hve margir tímar fari í söluferlið, en eins og er með margt þá er það auðvitað misjafnt. En að meðaltali má segja að tímafjöldi fari sjaldan undir 10 klst. og enn sjaldnar yfir 30 klst. Því er einfalt reikningsdæmi að setja upp verðskrá sem er sanngjörn gagnvart viðskiptavininum og ætti að greiða fasteignasalanum góð og samkeppnishæf laun. Ef við gerum ráð fyrir að meðaltali 20 klst. vinnu við söluferli hverrar eignar og að útseld tímavinna sé 29.750 kr. með vsk., þá ættu sölulaun að vera samtals kr. 595.000 að meðtöldum virðisaukaskatti. Það er álit undirritaðs að það sé eðlilegt gjald fyrir jafn vandasamt verk og mikilvægt sem fasteignasala er. Auðvitað er þetta ekki tímakaupið sem fasteignasalinn fær í vasann, því af þessu gjaldi er tekið til útlagðs kostnaðar, reksturs skrifstofu og svo koma auðvitað skattar og launatengd gjöld sem við þurfum öll að greiða. Allt að einu þá sýna útreikningar að dæmið gengur vel upp miðað við þessar forsendur. Í dag er hins vegar framboðsskortur og fasteignamarkaðurinn óvenjulegur fyrir margra hluta sakir. Fjöldi starfandi fasteignasala er um og yfir fjölda virkra eigna í sölumeðferð og sölutími eigna er að meðaltali um 30 dagar. Það er því seld innan við ein eign á mánuði fyrir hvern starfandi fasteignasala á landinu og þarf varla hagfræðing til að sjá að dæmið gengur ekki upp. Það er með öðrum orðum útilokað að meðallaun fasteignasala séu mikið umfram lágmarkslaun þegar tekið hefur verið tillit til launatengdra gjalda, skatta og annarra rekstrarútgjalda. Samt er þjónustuframboð fasteignasala ótrúlega einsleitt og verðskrár svipaðar. Það er helst að þeim detti í hug að rukka viðskiptavininn um 100.000 aukalega svo sami viðskiptavinur geti „valið“ að styrkja íþróttafélag að eigin vali um sama 100 þúsund kallinn. Eðlilegra væri auðvitað að lækka verð og gefa viðskiptavininum frjálst val um í hvað sparnaðinum er eytt, eða hvort honum er yfir höfuð eytt. Samkeppnis virðist þannig frekar snúast um í hvað fasteignasalinn eyðir þóknuninni en það að lækka þóknunina og gefa viðskiptavininum val. Það að fasteignasali hafi eingöngu laun samkvæmt árangurstengdum þóknunum, eykur líkur á áhættuhegðun og býr til freistnivanda þar sem fasteignasali gæti freistast til að huga betur að eigin hag en viðskiptavina sinna. Sérstaklega á þetta við þegar markaðsaðstæður eru sem nú og umrædd eign jafnvel einu laun viðkomandi í fleiri mánuði. Flestir fasteignasalar eru sem betur fer vandað og heiðarlegt fagfólk, en vandinn er til staðar. Vandinn verður svo að áhættu þegar hver fasteignasali er að velta að meðaltali innan við 1 eign mánaðarlega. Sumir auðvitað töluvert meira en margir minna. Umræðan um þóknanir fasteignasala og öryggi þjónustunnar er því gríðarlega mikilvæg og hafi Haukur Viðar þakkir fyrir vandaða samantekt og skýra. Það er augljós skekkja á markaði sem þarf að bregðast við. Samkvæmt hagfræðinni er svarið augljóst, en einhver þarf að bjóða betur en hinir, lækka verð, bæta ferla og auka framlegð. Það er svo viðskiptavina að skoða markaðinn vel, kynna sér verðskrár og skilgreiningu þjónustunnar og velja svo það sem hentar best. Höfundur er framkvæmdastjóri Procura Home.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun