Er Johnny Depp að skaða metoo hreyfinguna ef hann berst fyrir æru sinni? Hallgerður Hauksdóttir skrifar 23. maí 2022 10:24 Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. Það er vitað að yfirgnæfandi meirihluti heimilisofbeldis er framið á konum af körlum og þörf á feminiskri baráttu er gríðarleg. En það tekur ekki úr sambandi að konur geta líka beitt karla ofbeldi. Andlegu, félagslegu, líkamlegu og tilfinningalegu. Þá er ekki trúverðug feminisk nálgun að þagga niður eina tegund ofbeldis til að berjast gegn annarri. Þessi nálgun virðist birtast í umræðum um Johnny Depp og Amber Heard réttarhöldin. Almenningur víða um heim fylgist náið með beinni útsendingu réttarhaldanna, undirrituð meðtalin. Fólk tjáir pirring á samfélagsmiðlum yfir að svo virðist sem Amber hafi ekki síður beitt ofbeldi en Johnny. Til þess benda gögn, vitnaleiðslur og fyrri saga beggja. Vandlæting fólks vaknar í ljósi þess að Amber kom á sama tíma fram sem einhliða fórnarlamb ofbeldis eftir hjónabandið og varð fulltrúi kvenna í baráttu gegn heimilisofbeldi. Óþol almennings gagnvart gjörðum Amber er skiljanlegt að mínu mati. Málið er mjög óþægilegt þeim feministum sem skoða heimilisofbeldi sem nánast eingöngu mögulegt frá karli til konu og skilgreina þetta óþol almennings sem einhverskonar dómgreindarleysi. Amber er útskýrð sem ,,ófullkomin kona“ sem ber ekki ábyrgð heldur hafi brugðist við ofbeldi Johnny með eigin ofbeldisverkum (e. reactive abuse). Hann ber þannig ekki aðeins ábyrgð á eigin ofbeldi heldur einnig hennar. Loks er útilokað að þetta geti verið á hinn vegin, möguleikinn á að Johnny kunni að hafa verið beittur ofbeldi af hálfu Amber og sjálfur brugðist við því, er fyrirfram sleginn út af borðinu. Af því hann er karlkyns. Mér virðist þetta mál orka mjög tvímælis og geta a.m.k. varpað ljósi á hvernig konur beita ofbeldi, hvernig sem niðurstaða réttarhaldanna verður. Það er reyndar löngu kominn tími til að ræða persónuraskanir sem geta leitt til ofbeldishegðunar án möguleika á innsæi í eigin hegðun, til dæmis narsissisma. Þetta þarf helst að gera óháð kynjum og allsendis án þess að smána persónuraskað fólk. Almenn upplýsing um slíkar raskanir getur leitt til betri almenns skilnings á ofbeldisdýnamík á milli einstaklinga og hjálpað fólki við að finna leið út úr slíkum samböndum. Áhyggjur einstaka feminista snúast um að málsóknin eyðileggi metoo hreyfinguna, eyðileggi feminiska baráttu kvenna gegn ofbeldi ef þarna er varpað ljósi á ofbeldi konu. Johnny hefði þannig átt að hverfa úr sviðsljósinu og sætta sig við að vera valdakarl sem fórnar mannorði sínu fyrir feminiska baráttu. Amber hefði bara haldið áfram sínu ofbeldi sem ,,ekki gallalaus“ kona – þetta er umhugsunarefni og væri skaðleg þöggun að mínu mati. Ég sé ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð metoo hreyfingarinnar. Eitt svona mál kollvarpar ekki árangri feminiskrar baráttu þótt það sé rætt, jafnvel þótt þar sé líka tekið tillit til ofbeldis konu í garð karls. Sagan sýnir að feminskar hreyfingar kynjabaráttu koma lífrænt fram og ýta áfram bætingu. Í gamla daga var barist um kosningarétt kvenna, aðgengi að vinnumarkaði og stjórnmálum, núna um kynfrelsi og sjálfsveruleika kvenna. Sumt er afgreitt endanlega, eins og kosningarétturinn, en annað tekur lengri tíma og er meiri dýnamík í eðli sínu. Það er verið að vinda ofan af árhundraða eða þúsunda veldi karla, uppræta menningarbundin viðmið og hugsun. Þetta tekur dálítinn tíma. Við ættum samt ekki að henda neinum út með baðvatninu, heldur berjast gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis og líka gegn því að barátta gegn ofbeldi sé misnotuð. Höfundur er feministi og kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. Það er vitað að yfirgnæfandi meirihluti heimilisofbeldis er framið á konum af körlum og þörf á feminiskri baráttu er gríðarleg. En það tekur ekki úr sambandi að konur geta líka beitt karla ofbeldi. Andlegu, félagslegu, líkamlegu og tilfinningalegu. Þá er ekki trúverðug feminisk nálgun að þagga niður eina tegund ofbeldis til að berjast gegn annarri. Þessi nálgun virðist birtast í umræðum um Johnny Depp og Amber Heard réttarhöldin. Almenningur víða um heim fylgist náið með beinni útsendingu réttarhaldanna, undirrituð meðtalin. Fólk tjáir pirring á samfélagsmiðlum yfir að svo virðist sem Amber hafi ekki síður beitt ofbeldi en Johnny. Til þess benda gögn, vitnaleiðslur og fyrri saga beggja. Vandlæting fólks vaknar í ljósi þess að Amber kom á sama tíma fram sem einhliða fórnarlamb ofbeldis eftir hjónabandið og varð fulltrúi kvenna í baráttu gegn heimilisofbeldi. Óþol almennings gagnvart gjörðum Amber er skiljanlegt að mínu mati. Málið er mjög óþægilegt þeim feministum sem skoða heimilisofbeldi sem nánast eingöngu mögulegt frá karli til konu og skilgreina þetta óþol almennings sem einhverskonar dómgreindarleysi. Amber er útskýrð sem ,,ófullkomin kona“ sem ber ekki ábyrgð heldur hafi brugðist við ofbeldi Johnny með eigin ofbeldisverkum (e. reactive abuse). Hann ber þannig ekki aðeins ábyrgð á eigin ofbeldi heldur einnig hennar. Loks er útilokað að þetta geti verið á hinn vegin, möguleikinn á að Johnny kunni að hafa verið beittur ofbeldi af hálfu Amber og sjálfur brugðist við því, er fyrirfram sleginn út af borðinu. Af því hann er karlkyns. Mér virðist þetta mál orka mjög tvímælis og geta a.m.k. varpað ljósi á hvernig konur beita ofbeldi, hvernig sem niðurstaða réttarhaldanna verður. Það er reyndar löngu kominn tími til að ræða persónuraskanir sem geta leitt til ofbeldishegðunar án möguleika á innsæi í eigin hegðun, til dæmis narsissisma. Þetta þarf helst að gera óháð kynjum og allsendis án þess að smána persónuraskað fólk. Almenn upplýsing um slíkar raskanir getur leitt til betri almenns skilnings á ofbeldisdýnamík á milli einstaklinga og hjálpað fólki við að finna leið út úr slíkum samböndum. Áhyggjur einstaka feminista snúast um að málsóknin eyðileggi metoo hreyfinguna, eyðileggi feminiska baráttu kvenna gegn ofbeldi ef þarna er varpað ljósi á ofbeldi konu. Johnny hefði þannig átt að hverfa úr sviðsljósinu og sætta sig við að vera valdakarl sem fórnar mannorði sínu fyrir feminiska baráttu. Amber hefði bara haldið áfram sínu ofbeldi sem ,,ekki gallalaus“ kona – þetta er umhugsunarefni og væri skaðleg þöggun að mínu mati. Ég sé ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð metoo hreyfingarinnar. Eitt svona mál kollvarpar ekki árangri feminiskrar baráttu þótt það sé rætt, jafnvel þótt þar sé líka tekið tillit til ofbeldis konu í garð karls. Sagan sýnir að feminskar hreyfingar kynjabaráttu koma lífrænt fram og ýta áfram bætingu. Í gamla daga var barist um kosningarétt kvenna, aðgengi að vinnumarkaði og stjórnmálum, núna um kynfrelsi og sjálfsveruleika kvenna. Sumt er afgreitt endanlega, eins og kosningarétturinn, en annað tekur lengri tíma og er meiri dýnamík í eðli sínu. Það er verið að vinda ofan af árhundraða eða þúsunda veldi karla, uppræta menningarbundin viðmið og hugsun. Þetta tekur dálítinn tíma. Við ættum samt ekki að henda neinum út með baðvatninu, heldur berjast gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis og líka gegn því að barátta gegn ofbeldi sé misnotuð. Höfundur er feministi og kona.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun