Kosningabarnið svo tillitsamt að mæta á mánudeginum Snorri Másson skrifar 21. maí 2022 20:32 Stefán Þór Eysteinsson oddviti hins félagshyggjusinnaða Fjarðalista í Fjarðabyggð kljáðist við heldur umfangsmikið hliðarverkefni í aðdraganda nýliðinna sveitarstjórnarkosninga; sambýliskona hans Freyja Viðarsdóttir var komin að barnsburði og von var á tíðindum á hverri stundu. Aðsend mynd Á meðan lítið þokast í meirihlutaviðræðum í Reykjavík, er kominn gangur í viðræður í Fjarðabyggð. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að þar fæddist oddvita félagshyggjuframboðsins barn í miðjum viðræðum - sem var þó svo tillitsamt að koma ekki á kosninganótt. Fjarðabyggð er 10. fjölmennasta sveitarfélag landsins - felur í sér Neskaupstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð. Að ekki sé minnst á Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Mjóafjörð. Stefán Þór Eysteinsson oddviti hins félagshyggjusinnaða Fjarðalista í Fjarðabyggð kljáðist við heldur umfangsmikið hliðarverkefni í aðdraganda nýliðinna sveitarstjórnarkosninga; sambýliskona hans Freyja Viðarsdóttir var komin að barnsburði og von var á tíðindum á hverri stundu. „Kosninganóttina sjálfa var Freyja bara með samdrætti. Ég átti alveg eins von á að hún kæmi þá á kosningavökunni, eiginlega. En hún ákvað að bíða með þetta þar til á mánudaginn,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu og Freyja bætir við: „Mjög tillitssöm stelpa greinilega.“ Fréttastofa ræddi stuttlega við foreldrana og barnið í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem má sjá hér að ofan. Íhugaði að fela símann Meirihluti Fjarðalistans með Framsóknarflokknum hélt þótt Sjálfstæðisflokkur sé stærsti flokkurinn og í hönd fóru meirihlutaviðræður Framsóknar og Fjarðalistans í þessu fimm þúsund manna sveitarfélagi. „Það er búið að vera smá púsluspil að ná þessum fundum saman en það eru allir búnir að vera mjög tillitsamir við okkur í þessu. Og svo er Freyja búin að vera ævintýralega skilningsrík í þessu. En það hafa já allir sýnt þessu mikinn skilning,“ segir Stefán. Að mestu leyti mikinn skilning, það er að segja: „Ég var alveg tvisvar búin að íhuga að fela símann, það var alveg kominn sá tímapunktur,“ segir Freyja. Allir flokkar stefna í sömu átt í Fjarðabyggð Foreldrunum hafa borist hamingjuóskir þvert á flokka, ekki að undra, á minni svæðum sem þessum eru allir aðeins meiri vinir en á stærri svæðum, segir Stefán. sem má vera að sé í ætt við að öllu meiri sátt virðist ríkja um stjórnmálin á minni svæðum, eins og Stefán lýsir. „Við erum öll að stefna í sömu átt og átökin eru ekki mikil, enda er það í raun óþarfi,“ segir Stefán. En aftur að því sem máli skiptir. Er komið nafn? „Ekki enn þá. Við erum að máta nokkur nöfn,“ segir Stefán. Freyja: „Ég held að það sé meiri ósætti þar en í kosningunum." Á höfuðborgarsvæðinu eru málin í meiri hnút en í Fjarðabyggð – þar hefur lítið hreyfst í viðræðum, en þreifingar halda að sjálfsögðu áfram. Í Mosfellsbæ var í dag sagt frá því að Vinir Mosfellsbæjar eru úr leik í meirihlutaviðræðunum, Framsókn, Viðreisn og Samfylking halda áfram að tala saman. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fjarðabyggð er 10. fjölmennasta sveitarfélag landsins - felur í sér Neskaupstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð. Að ekki sé minnst á Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Mjóafjörð. Stefán Þór Eysteinsson oddviti hins félagshyggjusinnaða Fjarðalista í Fjarðabyggð kljáðist við heldur umfangsmikið hliðarverkefni í aðdraganda nýliðinna sveitarstjórnarkosninga; sambýliskona hans Freyja Viðarsdóttir var komin að barnsburði og von var á tíðindum á hverri stundu. „Kosninganóttina sjálfa var Freyja bara með samdrætti. Ég átti alveg eins von á að hún kæmi þá á kosningavökunni, eiginlega. En hún ákvað að bíða með þetta þar til á mánudaginn,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu og Freyja bætir við: „Mjög tillitssöm stelpa greinilega.“ Fréttastofa ræddi stuttlega við foreldrana og barnið í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem má sjá hér að ofan. Íhugaði að fela símann Meirihluti Fjarðalistans með Framsóknarflokknum hélt þótt Sjálfstæðisflokkur sé stærsti flokkurinn og í hönd fóru meirihlutaviðræður Framsóknar og Fjarðalistans í þessu fimm þúsund manna sveitarfélagi. „Það er búið að vera smá púsluspil að ná þessum fundum saman en það eru allir búnir að vera mjög tillitsamir við okkur í þessu. Og svo er Freyja búin að vera ævintýralega skilningsrík í þessu. En það hafa já allir sýnt þessu mikinn skilning,“ segir Stefán. Að mestu leyti mikinn skilning, það er að segja: „Ég var alveg tvisvar búin að íhuga að fela símann, það var alveg kominn sá tímapunktur,“ segir Freyja. Allir flokkar stefna í sömu átt í Fjarðabyggð Foreldrunum hafa borist hamingjuóskir þvert á flokka, ekki að undra, á minni svæðum sem þessum eru allir aðeins meiri vinir en á stærri svæðum, segir Stefán. sem má vera að sé í ætt við að öllu meiri sátt virðist ríkja um stjórnmálin á minni svæðum, eins og Stefán lýsir. „Við erum öll að stefna í sömu átt og átökin eru ekki mikil, enda er það í raun óþarfi,“ segir Stefán. En aftur að því sem máli skiptir. Er komið nafn? „Ekki enn þá. Við erum að máta nokkur nöfn,“ segir Stefán. Freyja: „Ég held að það sé meiri ósætti þar en í kosningunum." Á höfuðborgarsvæðinu eru málin í meiri hnút en í Fjarðabyggð – þar hefur lítið hreyfst í viðræðum, en þreifingar halda að sjálfsögðu áfram. Í Mosfellsbæ var í dag sagt frá því að Vinir Mosfellsbæjar eru úr leik í meirihlutaviðræðunum, Framsókn, Viðreisn og Samfylking halda áfram að tala saman.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira