Bullandi frjósemi í Stykkishólmi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2022 15:36 Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, sem fagnar fjölgun íbúa í Stykkishólmi og hvað mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Stykkishólmi er alltaf að fjölga og eru nú orðnir tæplega þrettán hundruð með sameiningu við Helgafellssveit. Ungt fjölskyldufólk er aðallega að flytja á staðinn. Kosið var um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á Snæfellsnesi 26. mars síðastliðinn. Sameiningin var samþykkt með miklum meirihluta. Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi eru rétt tæplega þrettán hundruð. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi segir að íbúum þar í bæ sé alltaf að fjölga og fjölga. „Já, íbúum hefur verið að fjölga markvisst núna undanfarin ár. Við vorum fyrir svona fimm til sex árum hundrað færri og plús þessi áttatíu, sem komu með sameiningunni, þannig að íbúum á svæðinu hefur fjölgað um hundrað til hundrað og fimmtíu á síðustu fimm til sex árum. Er það ekki bara vel gert? Það er bara frábært, ég get ekki annað sagt. Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsnæði í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu árum einnig. Við vorum líka að klára að stækka leikskólann, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ segir Jakob Björgvin. Í dag búa tæplega 1300 manns í Stykkishólmi með íbúum Helgafellsveitar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Stykkishólm? „Það er ungt fjölskyldufólk aðallega, sem hefur verið að flytja í Stykkishólm, sem endurspeglast í þessum aukna fjölda, sem er að sækjast eftir því að koma í leikskólann hjá okkur. 2015 voru 72 börn í leikskólanum en þau eru komin í 92 núna. Þannig að það sýnir hvaða þróun hefur átt sér stað í Stykkishólmi undanfarin ár. Þannig að það er bullandi frjósemi? „Já, já, það er bullandi frjósemi hér í Stykkishólmi, það er ekki bara fólk, sem flytur, heldur er unga fólkið líka að flytja heim og síðan er það að fjölga sér, þannig að það er líka ein skýringin,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með fjölgun íbúa í Hólminum og þá frjósemi, sem á sér þar stað. Stykkishólmur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Kosið var um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á Snæfellsnesi 26. mars síðastliðinn. Sameiningin var samþykkt með miklum meirihluta. Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi eru rétt tæplega þrettán hundruð. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi segir að íbúum þar í bæ sé alltaf að fjölga og fjölga. „Já, íbúum hefur verið að fjölga markvisst núna undanfarin ár. Við vorum fyrir svona fimm til sex árum hundrað færri og plús þessi áttatíu, sem komu með sameiningunni, þannig að íbúum á svæðinu hefur fjölgað um hundrað til hundrað og fimmtíu á síðustu fimm til sex árum. Er það ekki bara vel gert? Það er bara frábært, ég get ekki annað sagt. Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsnæði í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu árum einnig. Við vorum líka að klára að stækka leikskólann, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ segir Jakob Björgvin. Í dag búa tæplega 1300 manns í Stykkishólmi með íbúum Helgafellsveitar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Stykkishólm? „Það er ungt fjölskyldufólk aðallega, sem hefur verið að flytja í Stykkishólm, sem endurspeglast í þessum aukna fjölda, sem er að sækjast eftir því að koma í leikskólann hjá okkur. 2015 voru 72 börn í leikskólanum en þau eru komin í 92 núna. Þannig að það sýnir hvaða þróun hefur átt sér stað í Stykkishólmi undanfarin ár. Þannig að það er bullandi frjósemi? „Já, já, það er bullandi frjósemi hér í Stykkishólmi, það er ekki bara fólk, sem flytur, heldur er unga fólkið líka að flytja heim og síðan er það að fjölga sér, þannig að það er líka ein skýringin,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með fjölgun íbúa í Hólminum og þá frjósemi, sem á sér þar stað.
Stykkishólmur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira