Oftast strikað yfir nafn Hannesar í Kópavogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2022 14:34 Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og mun taka sæti í bæjarstjórn Kópavogs. Aðsend Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi strikuðu alls sjötíu sinnum yfir nafn Hannesar Steindórssonar eða færðu hann neðar á lista í bæjarstjórnarkosninunum um liðna helgi. Þetta kemur fram á vef Kópavogs þar sem búið er að birta yfirlit yfir útstrikanir í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum. Breytingarnar voru sem hér segir: B listi Framsóknarflokksins: Alls var 17 atkvæðaseðlum breytt. C listi Viðreisnar: Alls var 12 atkvæðaseðlum breytt. D listi Sjálfstæðisflokks: Alls var 114 atkvæðaseðlum breytt. M listi Miðflokksins: Alls var 9 atkvæðaseðlum breytt. P listi Pírata: Alls var 8 atkvæðaseðlum breytt. S listi Samfylkingarinnar: Alls var 19 atkvæðaseðlum breytt. V listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs: Alls var 1 atkvæðaseðli breytt. Y listi Vina Kópavogs: Alls var 9 atkvæðaseðlum breytt. Þar kemur fram að fjöldi breyttra atkvæða hafi verið 189. Flestar breytingar voru gerðar á D-lista Sjálfstæðisflokksins eða 114. Langoftast var strikað yfir nafn Hannesar eða hann færður neðar á lista, eða alls sjötíu sinnum. Fasteignasalinn Hannes skipaði fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og mun hann taka sæti í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem náði fjórum fulltrúum inn. Alls var nítján sinnum strikað yfir nafn Ásdísar Kristjánsdóttur eða hún færð neðar á lista. Ásdís er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Fjórtán sinnum var strikað yfir nafn Bergljótar Kristinsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bænum, eða nafn hennar fært neðar á lista. Ellefu sinnum var strikað yfir nafn Orra Vignis Hlöðverssonar, oddvita Framsóknarflokksins, eða nafn hans fært neðar á lista. Útstrikanir höfðu ekki áhrif á það hverjir náðu kjöri í bæjarstjórn Kópavogs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa hafið formlegar viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ásdís gerir tilkall til bæjarstjórastólsins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir viðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ganga vel og að afstaða Sjálfstæðismanna sé skýr; stærsti flokkurinn eigi að fá bæjarstjórastólinn. 20. maí 2022 10:55 Hefja formlegar viðræður í Kópavogi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór. 19. maí 2022 13:06 Lokatölur í Kópavogi: Meirihlutinn hélt og Vinir Kópavogs náðu inn tveimur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum. 15. maí 2022 04:07 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Kópavogs þar sem búið er að birta yfirlit yfir útstrikanir í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum. Breytingarnar voru sem hér segir: B listi Framsóknarflokksins: Alls var 17 atkvæðaseðlum breytt. C listi Viðreisnar: Alls var 12 atkvæðaseðlum breytt. D listi Sjálfstæðisflokks: Alls var 114 atkvæðaseðlum breytt. M listi Miðflokksins: Alls var 9 atkvæðaseðlum breytt. P listi Pírata: Alls var 8 atkvæðaseðlum breytt. S listi Samfylkingarinnar: Alls var 19 atkvæðaseðlum breytt. V listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs: Alls var 1 atkvæðaseðli breytt. Y listi Vina Kópavogs: Alls var 9 atkvæðaseðlum breytt. Þar kemur fram að fjöldi breyttra atkvæða hafi verið 189. Flestar breytingar voru gerðar á D-lista Sjálfstæðisflokksins eða 114. Langoftast var strikað yfir nafn Hannesar eða hann færður neðar á lista, eða alls sjötíu sinnum. Fasteignasalinn Hannes skipaði fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og mun hann taka sæti í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem náði fjórum fulltrúum inn. Alls var nítján sinnum strikað yfir nafn Ásdísar Kristjánsdóttur eða hún færð neðar á lista. Ásdís er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Fjórtán sinnum var strikað yfir nafn Bergljótar Kristinsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bænum, eða nafn hennar fært neðar á lista. Ellefu sinnum var strikað yfir nafn Orra Vignis Hlöðverssonar, oddvita Framsóknarflokksins, eða nafn hans fært neðar á lista. Útstrikanir höfðu ekki áhrif á það hverjir náðu kjöri í bæjarstjórn Kópavogs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa hafið formlegar viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum.
Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ásdís gerir tilkall til bæjarstjórastólsins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir viðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ganga vel og að afstaða Sjálfstæðismanna sé skýr; stærsti flokkurinn eigi að fá bæjarstjórastólinn. 20. maí 2022 10:55 Hefja formlegar viðræður í Kópavogi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór. 19. maí 2022 13:06 Lokatölur í Kópavogi: Meirihlutinn hélt og Vinir Kópavogs náðu inn tveimur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum. 15. maí 2022 04:07 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ásdís gerir tilkall til bæjarstjórastólsins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir viðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ganga vel og að afstaða Sjálfstæðismanna sé skýr; stærsti flokkurinn eigi að fá bæjarstjórastólinn. 20. maí 2022 10:55
Hefja formlegar viðræður í Kópavogi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór. 19. maí 2022 13:06
Lokatölur í Kópavogi: Meirihlutinn hélt og Vinir Kópavogs náðu inn tveimur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum. 15. maí 2022 04:07