Framsókn og VG einkavæða heilbrigðiskerfið Gunnar Smári Egilsson skrifar 20. maí 2022 13:30 Undir forystu Framsóknarflokksins og með blessun VG stendur til að einkavæða eina af stærri deildum Landspítalans, öldrunardeildina á Vífilsstöðum þar sem um 45 sjúklingar njóta aðhlynningar. Forstjóri spítalans réttlætti þetta með því að þessi deild væri nú ekki flokkuð sem kjarnastarfsemi og að spítalinn ætti erfitt með að manna aðrar deildir. Þetta eru skrítin rök. Það er eins og maðurinn trúi að einkavæðing skapi fólk. Eða að einkafyrirtæki finni leið til að láta sjúklingana 45 sjá um sig sjálfa. Einkavæðing er engin lausn Einkavæðing opinberrar þjónustu hefur hvergi leitt til sparnaðar fyrir almenning né betri þjónustu. Það eina sem gerist við einkavæðingu er að einkafyrirtæki fá tækifæri til að sjúga arð upp úr heilbrigðisþjónustu eða öðrum opinberum rekstri. Hluti skattgreiðslna almennings rennur þá til einkafyrirtækja. Þetta er drifkrafturinn að baki einkavæðingar; að færa skattfé almennings til hinna ríku. Sitjandi ríkisstjórn stefnir í að verða mesta einkavæðingarstjórn sögunnar. Hún hefur einkavædd Íslandsbanka þvert á vilja almennings. Sigurður Ingi innviðaráðherra er með stórkostleg áform um einkavæðingu vegakerfisins. Og nú er Willum Þór heilbrigðisráðherra að stíga stórt skref í átt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Krísan er verk ráðherra Í stað þess að taka á vanda heilbrigðiskerfisins, sem er afleiðing langvarandi vanrækslu stjórnvalda, hafa ráðherrarnir afvegaleitt umræðuna og haldið fram að staðan sé afleiðing af rekstrarformi eða slælegri stjórnun. Ráðherrarnir hafa sakað heilbrigðisstarfsfólk um að hafa valdið skaðanum sem ráðherrarnir sjálfir bera alla ábyrgð á. Því miður hafa fjölmiðlar leyft ráðherrunum að komast upp með þessa svívirðu. Og þegar heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst raunverulegri stöðu heilbrigðiskerfisins hefur það orðið fyrir ákúrum frá starfsfólki ráðuneyta. Það á að halda sannleikanum frá almenningi. En hver er tilgangurinn? Hann er sá að nota krísu heilbrigðiskerfisins, sem ráðherrarnir sjálfir hafa skapað, til að flytja hluta þjónustunnar frá hinu opinbera yfir til einkaaðila. Markmiðið er að markaðsvæða, einkavæða og síðan arðgreiðsluvæða heilbrigðiskerfið svo hin fáu ríku geti auðgast enn frekar. Í fyrstu eru einstakar deildir flutta til auðvaldsins og síðan kerfið allt. Gagnbylting hinna ríku Það er sorglegt að Framsóknarflokkurinn, sem á uppruna sinn að rekja til samvinnuhreyfingarinnar, skuli nú vera í forystu einkavæðingar opinberrar þjónustu. Og það er grátlegt að VG, sem á rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar, skuli blessa þetta. Þetta eru þær hreyfingar sem byggðu upp réttindi almennings, velferðarkerfið sem varði fólk gegn ógnarvaldi auðsins. Það er ekkert skrítið við að Sjálfstæðisflokkurinn vilji brjóta niður opinbera þjónustu, sterk öfl í þeim flokki voru ætíð á móti samtryggingarkerfi ríkisvaldsins, andsnúinn almannatryggingum, opinberu heilbrigðiskerfi og velferðarkerfinu almennt. Spurning dagsins er: Hvers vegna er Framsókn og VG að framfylgja stefnu klíkunnar sem stýrir Sjálfstæðisflokknum um niðurbrot opinberar þjónustu og velferðarkerfisins? Hvers vegna eru flokkar stærstu almannahreyfinga síðustu aldar nú að reka gagnbyltingu hinna ríku, að brjóta aftur sigra almennings og færa öll yfirráð í samfélaginu til hinna fáu ríku og valdamiklu? Getur þú svarað því? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Heilbrigðismál Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Undir forystu Framsóknarflokksins og með blessun VG stendur til að einkavæða eina af stærri deildum Landspítalans, öldrunardeildina á Vífilsstöðum þar sem um 45 sjúklingar njóta aðhlynningar. Forstjóri spítalans réttlætti þetta með því að þessi deild væri nú ekki flokkuð sem kjarnastarfsemi og að spítalinn ætti erfitt með að manna aðrar deildir. Þetta eru skrítin rök. Það er eins og maðurinn trúi að einkavæðing skapi fólk. Eða að einkafyrirtæki finni leið til að láta sjúklingana 45 sjá um sig sjálfa. Einkavæðing er engin lausn Einkavæðing opinberrar þjónustu hefur hvergi leitt til sparnaðar fyrir almenning né betri þjónustu. Það eina sem gerist við einkavæðingu er að einkafyrirtæki fá tækifæri til að sjúga arð upp úr heilbrigðisþjónustu eða öðrum opinberum rekstri. Hluti skattgreiðslna almennings rennur þá til einkafyrirtækja. Þetta er drifkrafturinn að baki einkavæðingar; að færa skattfé almennings til hinna ríku. Sitjandi ríkisstjórn stefnir í að verða mesta einkavæðingarstjórn sögunnar. Hún hefur einkavædd Íslandsbanka þvert á vilja almennings. Sigurður Ingi innviðaráðherra er með stórkostleg áform um einkavæðingu vegakerfisins. Og nú er Willum Þór heilbrigðisráðherra að stíga stórt skref í átt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Krísan er verk ráðherra Í stað þess að taka á vanda heilbrigðiskerfisins, sem er afleiðing langvarandi vanrækslu stjórnvalda, hafa ráðherrarnir afvegaleitt umræðuna og haldið fram að staðan sé afleiðing af rekstrarformi eða slælegri stjórnun. Ráðherrarnir hafa sakað heilbrigðisstarfsfólk um að hafa valdið skaðanum sem ráðherrarnir sjálfir bera alla ábyrgð á. Því miður hafa fjölmiðlar leyft ráðherrunum að komast upp með þessa svívirðu. Og þegar heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst raunverulegri stöðu heilbrigðiskerfisins hefur það orðið fyrir ákúrum frá starfsfólki ráðuneyta. Það á að halda sannleikanum frá almenningi. En hver er tilgangurinn? Hann er sá að nota krísu heilbrigðiskerfisins, sem ráðherrarnir sjálfir hafa skapað, til að flytja hluta þjónustunnar frá hinu opinbera yfir til einkaaðila. Markmiðið er að markaðsvæða, einkavæða og síðan arðgreiðsluvæða heilbrigðiskerfið svo hin fáu ríku geti auðgast enn frekar. Í fyrstu eru einstakar deildir flutta til auðvaldsins og síðan kerfið allt. Gagnbylting hinna ríku Það er sorglegt að Framsóknarflokkurinn, sem á uppruna sinn að rekja til samvinnuhreyfingarinnar, skuli nú vera í forystu einkavæðingar opinberrar þjónustu. Og það er grátlegt að VG, sem á rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar, skuli blessa þetta. Þetta eru þær hreyfingar sem byggðu upp réttindi almennings, velferðarkerfið sem varði fólk gegn ógnarvaldi auðsins. Það er ekkert skrítið við að Sjálfstæðisflokkurinn vilji brjóta niður opinbera þjónustu, sterk öfl í þeim flokki voru ætíð á móti samtryggingarkerfi ríkisvaldsins, andsnúinn almannatryggingum, opinberu heilbrigðiskerfi og velferðarkerfinu almennt. Spurning dagsins er: Hvers vegna er Framsókn og VG að framfylgja stefnu klíkunnar sem stýrir Sjálfstæðisflokknum um niðurbrot opinberar þjónustu og velferðarkerfisins? Hvers vegna eru flokkar stærstu almannahreyfinga síðustu aldar nú að reka gagnbyltingu hinna ríku, að brjóta aftur sigra almennings og færa öll yfirráð í samfélaginu til hinna fáu ríku og valdamiklu? Getur þú svarað því? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun