Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 17:30 ASÍ er meðal þeirra fjórtán samtaka sem sendu frá sér yfirlýsinguna. Vísir/Baldur Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur nýlega óskað eftir umsögnum um frumvarpið. Núverandi frumvarp er í meginatriðum það sama og áður hefur verið birt til umsagnar í Samráðsgátt. Í umsögnum um fyrri útgáfu frumvarpsins hafa umsagnaraðilar frá stofnunum og samtökum lýst yfir skorti á samráði við gerð frumvarpsins auk verulegra vankanta á efni frumvarpsins. Í yfirlýsingunni er tekið fram að mikilvægt sé að lagabreytingar sem þessar verði unnar í samráði og samtali við aðila sem starfa við málaflokkinn og hafa til þess sérþekkingu og reynslu. Hins vegar hafi við vinnslu núverandi frumvarps lítið verið horft til þess. Fyrra frumvarp heppnaðist vel vegna samráðs Samkvæmt yfirlýsingunni fólu lög um útlendinga, sem tóku gildi í upphafi árs 2017, í sér miklar réttarbætur fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd enda hafi þau verið unnin í þverfaglegu samráði við hin ýmsu hagsmunasamtök og stofnanir. Núverandi frumvarp hefur hins vegar verið gagnrýnt nokkuð vegna skorts á mannúðarsjónarmiðum sem hafi þurft að víkja fyrir skilvirkni. Þessi yfirlýsing félaganna bætist því ofan á urmul gagnrýnisradda sem heyrst hafa síðan málið var sett á dagskrá. Í fyrstu umræðu Alþingis um frumvarpið kom fram að mikil vinna væri fyrir höndum fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og að frumvarpið þyrfti að skoða afar vel og jafnvel kalla til sérfræðinga ef þörf er á. „Við viljum því með þessari sameiginlegu yfirlýsingu benda á að áður en lög sem þessi eru mótuð og skrifuð teljum við rétt að samráð verði haft við alla þá hagsmunaaðila sem að málaflokknum koma svo lögin tryggi að réttindi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd séu vernduð og virt í hvívetna. Þá fyrst verður hægt að ná þeirri þverfaglegu sátt sem tókst við mótun fyrri laga. Við skorum því á ríkisstjórnina að stíga skref til baka, dýpka samtalið og samráðið og þannig ná faglegri sátt líkt og áður hefur tekist“ segir að lokum í yfirlýsingunni frá samtökunum. Innflytjendamál Alþingi Hælisleitendur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur nýlega óskað eftir umsögnum um frumvarpið. Núverandi frumvarp er í meginatriðum það sama og áður hefur verið birt til umsagnar í Samráðsgátt. Í umsögnum um fyrri útgáfu frumvarpsins hafa umsagnaraðilar frá stofnunum og samtökum lýst yfir skorti á samráði við gerð frumvarpsins auk verulegra vankanta á efni frumvarpsins. Í yfirlýsingunni er tekið fram að mikilvægt sé að lagabreytingar sem þessar verði unnar í samráði og samtali við aðila sem starfa við málaflokkinn og hafa til þess sérþekkingu og reynslu. Hins vegar hafi við vinnslu núverandi frumvarps lítið verið horft til þess. Fyrra frumvarp heppnaðist vel vegna samráðs Samkvæmt yfirlýsingunni fólu lög um útlendinga, sem tóku gildi í upphafi árs 2017, í sér miklar réttarbætur fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd enda hafi þau verið unnin í þverfaglegu samráði við hin ýmsu hagsmunasamtök og stofnanir. Núverandi frumvarp hefur hins vegar verið gagnrýnt nokkuð vegna skorts á mannúðarsjónarmiðum sem hafi þurft að víkja fyrir skilvirkni. Þessi yfirlýsing félaganna bætist því ofan á urmul gagnrýnisradda sem heyrst hafa síðan málið var sett á dagskrá. Í fyrstu umræðu Alþingis um frumvarpið kom fram að mikil vinna væri fyrir höndum fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og að frumvarpið þyrfti að skoða afar vel og jafnvel kalla til sérfræðinga ef þörf er á. „Við viljum því með þessari sameiginlegu yfirlýsingu benda á að áður en lög sem þessi eru mótuð og skrifuð teljum við rétt að samráð verði haft við alla þá hagsmunaaðila sem að málaflokknum koma svo lögin tryggi að réttindi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd séu vernduð og virt í hvívetna. Þá fyrst verður hægt að ná þeirri þverfaglegu sátt sem tókst við mótun fyrri laga. Við skorum því á ríkisstjórnina að stíga skref til baka, dýpka samtalið og samráðið og þannig ná faglegri sátt líkt og áður hefur tekist“ segir að lokum í yfirlýsingunni frá samtökunum.
Innflytjendamál Alþingi Hælisleitendur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira