Valsarar fóru meistarahringinn á þremur árum Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2022 14:01 Valsarar hafa unnið Íslandsmeistaratitla í handbolta, fótbolta og körfubolta, bæði hjá körlum og konum, á árunum 2019-2022. Alls eru Íslandsmeistaratitlarnir átta á þessum árum en gætu mögulega orðið tíu áður en maí er úti og tólf í haust þegar fótboltaleiktíðinni lýkur. vísir/daníel/hulda margrét/bára/egill Valsarar hafa landað Íslandsmeistaratitlum í öllum þremur stóru boltagreinunum á síðustu þremur árum, bæði í karla- og kvennaflokki. Sigur Vals gegn Tindastóli í gærkvöld, og þar með fyrsti Íslandsmeistaratitill karlaliðs Vals í körfubolta í 39 ár, þýðir að félagið getur mögulega endað með tólf Íslandsmeistaratitla á árunum 2019-2022 í meistaraflokki í körfubolta, handbolta og fótbolta. Félagið hefur þegar unnið átta Íslandsmeistaratitla á aðeins þessum þremur síðustu árum og biðin eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla var orðin sú langlengsta hjá liðunum sex í Val. Kvennaliðið í körfubolta vann sína fyrstu tvo Íslandsmeistaratitla 2019 og 2021 og hefur einnig unnið bikarmeistaratitil og þrjá deildarmeistaratitla á þessum tíma, en um er að ræða fyrstu stóru titlana í sögu kvennaliðsins. Karlalið Vals í körfubolta hefur nú orðið Íslandsmeistari alls þrisvar og bikarmeistari jafnoft en liðið þurfti að bíða í 39 ár eftir að hafa unnið tvöfalt árið 1983. Handboltaliðin berjast um titla Bæði kvenna- og karlalið Vals eru komin í úrslitaeinvígin í handboltanum og geta því bætt Íslandsmeistaratitlum í sitt stóra safn. Karlalið Vals byrjar einvígið gegn ÍBV í kvöld og kvennaliðið mætir Fram í fyrsta leik á morgun. Karlalið Vals í handbolta er ríkjandi Íslandsmeistari og hefur unnið titilinn langoftast eða 23 sinnum, og varð í vetur bikarmeistari í 11. sinn sem er einnig met á Íslandi. Kvennalið Vals í handbolta varð síðast Íslandsmeistari 2019 og getur landað titlinum í 18. sinn takist liðinu að vinna Framkonur. Valskonur urðu einnig bikarmeistarar 2019 og hafa unnið þann titil sjö sinnum. Ríkjandi Íslandsmeistari í þremur greinum Í sumar þykja svo bæði karla- og kvennalið Vals líkleg til afreka í fótboltanum. Kvennaliðið er ríkjandi Íslandsmeistari og á næstflesta Íslandsmeistaratitla á eftir Breiðabliki, eða 12, auk 13 bikarmeistaratitla þar sem Valur deilir metinu með Blikum. Valur er því ríkjandi meistari í körfubolta og handbolta karla, og fótbolta kvenna. Karlaliðið í fótbolta varð Íslandsmeistari þrisvar á árunum 2017-2020 og hefur alls unnið titilinn 23 sinnum, næst á eftir KR sem á 27 Íslandsmeistaratitla. Liðið á 11 bikarmeistaratitla eftir að hafa síðast unnið bikarkeppnina 2016. Körfubolti Handbolti Fótbolti Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Sigur Vals gegn Tindastóli í gærkvöld, og þar með fyrsti Íslandsmeistaratitill karlaliðs Vals í körfubolta í 39 ár, þýðir að félagið getur mögulega endað með tólf Íslandsmeistaratitla á árunum 2019-2022 í meistaraflokki í körfubolta, handbolta og fótbolta. Félagið hefur þegar unnið átta Íslandsmeistaratitla á aðeins þessum þremur síðustu árum og biðin eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla var orðin sú langlengsta hjá liðunum sex í Val. Kvennaliðið í körfubolta vann sína fyrstu tvo Íslandsmeistaratitla 2019 og 2021 og hefur einnig unnið bikarmeistaratitil og þrjá deildarmeistaratitla á þessum tíma, en um er að ræða fyrstu stóru titlana í sögu kvennaliðsins. Karlalið Vals í körfubolta hefur nú orðið Íslandsmeistari alls þrisvar og bikarmeistari jafnoft en liðið þurfti að bíða í 39 ár eftir að hafa unnið tvöfalt árið 1983. Handboltaliðin berjast um titla Bæði kvenna- og karlalið Vals eru komin í úrslitaeinvígin í handboltanum og geta því bætt Íslandsmeistaratitlum í sitt stóra safn. Karlalið Vals byrjar einvígið gegn ÍBV í kvöld og kvennaliðið mætir Fram í fyrsta leik á morgun. Karlalið Vals í handbolta er ríkjandi Íslandsmeistari og hefur unnið titilinn langoftast eða 23 sinnum, og varð í vetur bikarmeistari í 11. sinn sem er einnig met á Íslandi. Kvennalið Vals í handbolta varð síðast Íslandsmeistari 2019 og getur landað titlinum í 18. sinn takist liðinu að vinna Framkonur. Valskonur urðu einnig bikarmeistarar 2019 og hafa unnið þann titil sjö sinnum. Ríkjandi Íslandsmeistari í þremur greinum Í sumar þykja svo bæði karla- og kvennalið Vals líkleg til afreka í fótboltanum. Kvennaliðið er ríkjandi Íslandsmeistari og á næstflesta Íslandsmeistaratitla á eftir Breiðabliki, eða 12, auk 13 bikarmeistaratitla þar sem Valur deilir metinu með Blikum. Valur er því ríkjandi meistari í körfubolta og handbolta karla, og fótbolta kvenna. Karlaliðið í fótbolta varð Íslandsmeistari þrisvar á árunum 2017-2020 og hefur alls unnið titilinn 23 sinnum, næst á eftir KR sem á 27 Íslandsmeistaratitla. Liðið á 11 bikarmeistaratitla eftir að hafa síðast unnið bikarkeppnina 2016.
Körfubolti Handbolti Fótbolti Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti