Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2022 22:40 Gylfi Árnason vélaverkfræðingur í ókyrrðarmælingum yfir hraunbreiðunum í gær. RAX Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af því þegar rannsóknarmenn hossuðust í ókyrrð yfir Hvassahrauni. Það blés hressilega á Hólmsheiðinni í gærmorgun þegar þrjár smáflugvélar héldu þaðan á loft í þetta óvenjulega verkefni undir stjórn Gylfa Árnasonar, doktors í vélarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Gylfi flaug sjálfur einni vélinni eftir mismunandi ferlum allt að tíu kílómetra út frá miðpunkti hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni. „Við erum búnir að fara circa fimmtíu sinnum að fljúga þarna til þess að mæla. Og eigum von á því að fara kannski þrjátíu sinnum í viðbót fram eftir sumri og hausti,“ segir Gylfi. Stíf austanátt var í gær. Flugvélarnar fóru í mælingaflugið frá Hólmsheiðarflugvelli.RAX Um borð í flugvélunum eru tæki sem Háskólinn í Reykjavík smíðaði út frá hugmynd Þorgeirs Pálssonar, fyrrverandi flugmálastjóra, til að mæla ókyrrð. Veðurstofa Íslands er svo búin að koma upp veðurmöstrum á jörðu niðri en veðurþjónustan Belgingur kemur einnig að rannsókninni. „Þeir sem hafa lent í niðurstreymi í flugvél, eða í flugkviku, eins og það er kallað, þeir vita að stundum er þetta óþægilegt og stundum hefur maður það á tilfinningunni að þetta sé jafnvel hættulegt. Það er það sem við erum að reyna að meta: Hvernig veðuraðstæður eru? Hvernig kvika kemur fram í svæðinu og hvernig það tengist síðan því sem möstrin eru að mæla.“ Verkefnið hófst í framhaldi af samningi samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar um að kanna hvort Hvassahraun henti undir flugvöll. Og við sáum ekki betur á myndum Ragnars Axelssonar en að flugvélin hristist heilmikið í stífri austanáttinni. „Það er vissulega alveg ljóst að í vaxandi austanáttum og suðaustanáttum þá vex kvikan í þessu svæði. En hún gerir það reyndar líka í Reykjavík og víðar. En það er spurning hvort það er miklu meira þarna eða ekki.“ Séð yfir hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni.RAX Gylfi rifjar upp rannsókn sem gerð var á flugvallarstæði í Kapelluhrauni fyrir meira en hálfri öld. „Þar voru niðurstöðurnar þær að það væri erfitt að fljúga í svæðinu ef það væru 20 hnútar í lofti og ólendandi ef það færi yfir 30 hnúta.“ -En er Hvassahraun skárra svæði en Kapelluhraun? „Ég þori ekki að segja það,“ svarar Gylfi Árnason. Endanlegar niðurstöður veðurmælinganna eiga að liggja fyrir vorið 2023, eftir eitt ár. Þá verður væntanlega svarað spurningunni um hvort Hvassahraun reynist of hvasst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Hafnarfjörður Vogar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar. 10. maí 2022 22:22 Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21 Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. 5. desember 2019 20:27 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af því þegar rannsóknarmenn hossuðust í ókyrrð yfir Hvassahrauni. Það blés hressilega á Hólmsheiðinni í gærmorgun þegar þrjár smáflugvélar héldu þaðan á loft í þetta óvenjulega verkefni undir stjórn Gylfa Árnasonar, doktors í vélarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Gylfi flaug sjálfur einni vélinni eftir mismunandi ferlum allt að tíu kílómetra út frá miðpunkti hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni. „Við erum búnir að fara circa fimmtíu sinnum að fljúga þarna til þess að mæla. Og eigum von á því að fara kannski þrjátíu sinnum í viðbót fram eftir sumri og hausti,“ segir Gylfi. Stíf austanátt var í gær. Flugvélarnar fóru í mælingaflugið frá Hólmsheiðarflugvelli.RAX Um borð í flugvélunum eru tæki sem Háskólinn í Reykjavík smíðaði út frá hugmynd Þorgeirs Pálssonar, fyrrverandi flugmálastjóra, til að mæla ókyrrð. Veðurstofa Íslands er svo búin að koma upp veðurmöstrum á jörðu niðri en veðurþjónustan Belgingur kemur einnig að rannsókninni. „Þeir sem hafa lent í niðurstreymi í flugvél, eða í flugkviku, eins og það er kallað, þeir vita að stundum er þetta óþægilegt og stundum hefur maður það á tilfinningunni að þetta sé jafnvel hættulegt. Það er það sem við erum að reyna að meta: Hvernig veðuraðstæður eru? Hvernig kvika kemur fram í svæðinu og hvernig það tengist síðan því sem möstrin eru að mæla.“ Verkefnið hófst í framhaldi af samningi samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar um að kanna hvort Hvassahraun henti undir flugvöll. Og við sáum ekki betur á myndum Ragnars Axelssonar en að flugvélin hristist heilmikið í stífri austanáttinni. „Það er vissulega alveg ljóst að í vaxandi austanáttum og suðaustanáttum þá vex kvikan í þessu svæði. En hún gerir það reyndar líka í Reykjavík og víðar. En það er spurning hvort það er miklu meira þarna eða ekki.“ Séð yfir hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni.RAX Gylfi rifjar upp rannsókn sem gerð var á flugvallarstæði í Kapelluhrauni fyrir meira en hálfri öld. „Þar voru niðurstöðurnar þær að það væri erfitt að fljúga í svæðinu ef það væru 20 hnútar í lofti og ólendandi ef það færi yfir 30 hnúta.“ -En er Hvassahraun skárra svæði en Kapelluhraun? „Ég þori ekki að segja það,“ svarar Gylfi Árnason. Endanlegar niðurstöður veðurmælinganna eiga að liggja fyrir vorið 2023, eftir eitt ár. Þá verður væntanlega svarað spurningunni um hvort Hvassahraun reynist of hvasst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Hafnarfjörður Vogar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar. 10. maí 2022 22:22 Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21 Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. 5. desember 2019 20:27 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar. 10. maí 2022 22:22
Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21
Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. 5. desember 2019 20:27
Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30