Á kjörskrá voru 86 manns og greiddu 67 þeirra atkvæði, sem gerir kjörsókn upp á 77,9 prósent.
Aðalmenn voru kjönir:
- Herdís Þórðardóttir 42 atkvæði
- Verónika Sigurvinsdóttir 37 atkvæði
- Valgarð S. Halldórsson 36 atkvæði
- Gísli Guðmundsson 28 atkvæði
- Sigurbjörg Ottesen 27 atkvæði
Varamenn:
- Þröstur aðalbjarnarson 25 atkvæði
- Sonja Karen Marinósdóttir 26 atkvæði
- Guðbjörg Gunnarsdóttir 15 atkvæði
- Áslaug Sigvaldadóttir 15 atkvæði
- Katharina Kotschote 13 atkvæði

Í skoðanakönnun um sameiningarmál sem framkvæmd var samhliða sveitarstjórnarkosningunum greiddu 58 einstaklingar atkvæði. Þar sögðust 28 vilja sameinast „öllu Snæfellsnesi“ en þar eru nú fyrir fimm sveitarfélög – sameinað sveitarfélag Stykkishólms og Helgafellssveitar, Grundarfjörður, Snæfellsbær, Dalabyggð og Eyja- og Miklaholtshreppur. Borgarbyggð nær sömuleiðis inn á nesið.
Niðurstaða skoðanakönnunarinnar:
- Auðir 2 atkvæði
- Ógildir 3 atkvæði
- Vafaatkvæði 4 atkvæði
- Borgarbyggð 8 atkvæði
- Stykkishólmur/Helgafellssveit/Grundarfjörður 4 atkvæði
- Stykkishólmur/Helgafellssveit 9 atkvæði
- Allt Snæfellsnes 28 atkvæði
Íbúar í Eyja- og Miklaholtshreppi felldu tillögu um sameiningu sveitarfélagsins og Snæfellsbæjar í febrúar síðastliðinn þar sem 41 greiddi atkvæði með tillögunni en tuttugu voru henni fylgjandi. Naumur meirihluti kjósenda Snæfellsbæjar samþykkti tillöguna.
