100 þúsund kjósendur sátu heima um helgina Svavar Halldórsson skrifar 17. maí 2022 10:01 Nokkur umræða hefur verið um kjörsókn í sveitastjórnarkosningunum um helgina. Nú tóku 174.590 eða 63% atkvæðisbærra karla og kvenna þátt, en fyrir fjórum árum voru það 168.657 og hlutfallið 68%. Á sama tíma hefur þjóðinni fjölgað. Samkvæmt Hagstofunni voru 348.450 skráðir hér á landi 1. janúar 2018 en 376.248 þann 1. janúar 2022. Þetta er um 8% fjölgun. Erlendum ríkisborgurum með kosningarétt fjölgaði mikið Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum voru 277.127 á kjörskrá. Árið 2018 höfðu 248.025 kosningarétt samkvæmt Þjóðskrá. Þetta er tæplega 12% prósenta fjölgun. Fjölgunin í hópi kjósenda er því meiri en sem nemur fjölgun þjóðarinnar. Hér munar miklu um nýlega breytingu á regluverki varðandi kosningarétt útlendinga. Árið 2018 höfðu 11.680 erlendir ríkisborgarar kosningarétt hér á landi í sveitastjórnarkosningunum. Nú var fjöldinn 31.703. Munurinn er 19.535 og því hefur erlendum ríkisborgurum með kosningarétt í sveitastjórnarkosningum hér fjölgað um 171%. Íslenskir ríkisborgarar sitja heima Samanlagt sátu 102.537 heima í þessum kosningum, sé miðað við að kjörsóknin hafi verið slétt 63% eins og fram hefur komið. Til samanburðar voru 100.405 á kjörskrá í Reykjavík. Fleiri sátu því heima á kjördag en sem nemur öllum kosningabærum mönnum og konum í höfuðborginni. Ekki eru til upplýsingar um það hversu hátt hlutfall erlendu ríkisborgaranna sat heima. Sumir þeirra kusu en aðrir ekki. En ef við gefum okkur að enginn þeirra erlendu ríkisborgara sem bættust við í hóp kosningabærra núna hafi kosið um liðna helgi, þá sátu að minnsta kosti 83.002 íslenskir ríkisborgarar heima. Þetta er eitthvað sem allt lýðræðislega þenkjandi fólk ætti að velta fyrir sér. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur verið um kjörsókn í sveitastjórnarkosningunum um helgina. Nú tóku 174.590 eða 63% atkvæðisbærra karla og kvenna þátt, en fyrir fjórum árum voru það 168.657 og hlutfallið 68%. Á sama tíma hefur þjóðinni fjölgað. Samkvæmt Hagstofunni voru 348.450 skráðir hér á landi 1. janúar 2018 en 376.248 þann 1. janúar 2022. Þetta er um 8% fjölgun. Erlendum ríkisborgurum með kosningarétt fjölgaði mikið Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum voru 277.127 á kjörskrá. Árið 2018 höfðu 248.025 kosningarétt samkvæmt Þjóðskrá. Þetta er tæplega 12% prósenta fjölgun. Fjölgunin í hópi kjósenda er því meiri en sem nemur fjölgun þjóðarinnar. Hér munar miklu um nýlega breytingu á regluverki varðandi kosningarétt útlendinga. Árið 2018 höfðu 11.680 erlendir ríkisborgarar kosningarétt hér á landi í sveitastjórnarkosningunum. Nú var fjöldinn 31.703. Munurinn er 19.535 og því hefur erlendum ríkisborgurum með kosningarétt í sveitastjórnarkosningum hér fjölgað um 171%. Íslenskir ríkisborgarar sitja heima Samanlagt sátu 102.537 heima í þessum kosningum, sé miðað við að kjörsóknin hafi verið slétt 63% eins og fram hefur komið. Til samanburðar voru 100.405 á kjörskrá í Reykjavík. Fleiri sátu því heima á kjördag en sem nemur öllum kosningabærum mönnum og konum í höfuðborginni. Ekki eru til upplýsingar um það hversu hátt hlutfall erlendu ríkisborgaranna sat heima. Sumir þeirra kusu en aðrir ekki. En ef við gefum okkur að enginn þeirra erlendu ríkisborgara sem bættust við í hóp kosningabærra núna hafi kosið um liðna helgi, þá sátu að minnsta kosti 83.002 íslenskir ríkisborgarar heima. Þetta er eitthvað sem allt lýðræðislega þenkjandi fólk ætti að velta fyrir sér. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar