Fimm ferðaþjónustufyrirtæki sameinast undir nafni Icelandia Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2022 08:26 Starfsmenn sameinaðra fyrirtækja. Aðsend Fimm ferðaþjónustufyriræki – Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus – verða sameinuð undir merkjum regnhlífaheitisins Icelandia. Er ætlunin með nýju nafni að með skapa brú milli fyrirtækjanna með samlegðaráhrifum í markaðsstarfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nýtt nafn hafi nýlega verið kynnt fyrir starfsfólki á árshátíð fyrirtækisins. Undanfari sameiningarinnar undir nafninu Icelandia hafi verið margra mánaða vinna þar sem kortlögð hafi verið sameiginleg markmið fyrirtækjanna í þeim tilgangi að auka samvirkni þeirra í einu sameinuðu félagi. „ICELANDIA er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar, er undirverktaki Strætó BS. í akstri á höfuðborgarsvæðinu og rekur dráttarbílafyrirtæki undir nafninu Garðaklettur ehf. Auk þess er ICELANDIA hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum Heilsulindum og Raufarhólshelli. Fjölbreytt þjónusta á traustum grunni Fyrirtæki ICELANDIA eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Kynnisferðir (e. Reykjavik Excursions) er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins, stofnað 1968. Félögin sinna ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða, á láði og legi. Nafnið ICELANDIA staðsetur fyrirtækið beint sem miðpunkt ferðalausna á Íslandi gagnvart erlendum ferðamönnum en vísar jafnframt í tilgátur um að undir Íslandi væri falin heimsálfa; Icelandia. Sem miðstöð upplifana á Íslandi mun ICELANDIA standa betur að vígi gagnvart ferðamönnum í því að miðla ævintýrum á Íslandi sem byggir á sterku baklandi og reynslumiklu starfsfólki félagsins. Þekking og fjölbreytni verður kjarninn í starfsseminni á markaði sem er þekktur fyrir síbreytilegar áskoranir sem þarf að leysa fyrir viðskiptavini svo þeim sé gert kleift að njóta Íslandsferðarinnar sem best,“ segir í tilkynningunni. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia.Aðsend Helsta gáttin Haft er eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Icelandia, að það hafi verið sviptingasamt í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár – eldsumbrot, skakkaföll í framboði á flugi til landsins og heimsfaraldur COVID-19 hafi sýnt svo ekki verður um villst að sveigjanleiki og samvirkni starfsfólks undir einum hatti sé áreiðanlegasta leiðin til að takast á við breytingar. „Við ætlum okkur stærri hluti á markaðnum og hyggjumst leiða okkar fólk á nýjar slóðir núna þegar íslensk ferðaþjónusta stendur á enn einum tímamótunum, með vaxandi fjölda dýrmætra ferðamanna sem elska landið okkar eins og við sjálf. Nýtt og sameinað fyrirtæki undir nafninu ICELANDIA er til marks um vilja okkar til að standast ekki bara væntingar, heldur verða þekkt sem helsta gáttin að Íslandi,“ segir Björn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nýtt nafn hafi nýlega verið kynnt fyrir starfsfólki á árshátíð fyrirtækisins. Undanfari sameiningarinnar undir nafninu Icelandia hafi verið margra mánaða vinna þar sem kortlögð hafi verið sameiginleg markmið fyrirtækjanna í þeim tilgangi að auka samvirkni þeirra í einu sameinuðu félagi. „ICELANDIA er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar, er undirverktaki Strætó BS. í akstri á höfuðborgarsvæðinu og rekur dráttarbílafyrirtæki undir nafninu Garðaklettur ehf. Auk þess er ICELANDIA hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum Heilsulindum og Raufarhólshelli. Fjölbreytt þjónusta á traustum grunni Fyrirtæki ICELANDIA eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Kynnisferðir (e. Reykjavik Excursions) er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins, stofnað 1968. Félögin sinna ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða, á láði og legi. Nafnið ICELANDIA staðsetur fyrirtækið beint sem miðpunkt ferðalausna á Íslandi gagnvart erlendum ferðamönnum en vísar jafnframt í tilgátur um að undir Íslandi væri falin heimsálfa; Icelandia. Sem miðstöð upplifana á Íslandi mun ICELANDIA standa betur að vígi gagnvart ferðamönnum í því að miðla ævintýrum á Íslandi sem byggir á sterku baklandi og reynslumiklu starfsfólki félagsins. Þekking og fjölbreytni verður kjarninn í starfsseminni á markaði sem er þekktur fyrir síbreytilegar áskoranir sem þarf að leysa fyrir viðskiptavini svo þeim sé gert kleift að njóta Íslandsferðarinnar sem best,“ segir í tilkynningunni. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia.Aðsend Helsta gáttin Haft er eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Icelandia, að það hafi verið sviptingasamt í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár – eldsumbrot, skakkaföll í framboði á flugi til landsins og heimsfaraldur COVID-19 hafi sýnt svo ekki verður um villst að sveigjanleiki og samvirkni starfsfólks undir einum hatti sé áreiðanlegasta leiðin til að takast á við breytingar. „Við ætlum okkur stærri hluti á markaðnum og hyggjumst leiða okkar fólk á nýjar slóðir núna þegar íslensk ferðaþjónusta stendur á enn einum tímamótunum, með vaxandi fjölda dýrmætra ferðamanna sem elska landið okkar eins og við sjálf. Nýtt og sameinað fyrirtæki undir nafninu ICELANDIA er til marks um vilja okkar til að standast ekki bara væntingar, heldur verða þekkt sem helsta gáttin að Íslandi,“ segir Björn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun