Eins og búið sé að taka pólitík úr stjórnmálunum Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 16. maí 2022 09:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. vísir/vilhelm Kjörsókn var ljómandi framan af í gær en þegar líða fór á dagin dró úr henni. Í tíu stærstu sveitarfélögum landsins var kjörsókn rétt um og yfir sextíu prósent. Prófessor í stjórnmálafræði telur rólega kosningabaráttu og breytt kosningalög skýra dræma kjörsókn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir kosningabaráttu flokkanna vera eina skýringu þess hve fáir mættu á kjörfund í gær þegar kosið var til sveitarstjórna um allt land. „Þetta var nú fremur daufleg kosningabarátta. Það voru ekki stór átakamál sem kölluðu fram einhverja ástríðu í hugum fólks. Svo virðist vera sem stjórnmálaflokkarnir hafi veigrað sér við að stilla upp mjög afgerandi málum með tímasettum áætlunum og framvegis, sem gætu skipt upp kjósendastokknum,“ Hann segir að flokkarnir hafi þess heldur valið að tala fyrir breytingum eða óbreyttri stefnu í stað þess að nefna nákvæmlega hvað á að gera. „Nánast eins og það sé búið að taka pólitíkina úr stjórnmálunum, ef svo má segja,“ segir Eiríkur. Ný lög skekki tölurnar Í Reykjanesbæ, einu stærsta sveitarfélagi landsins, var kjörsókn undir fimmtíu prósentum. Eiríkur segir það geta stafað af því að stór hluti íbúa í bænum sé innflytjendur, sem kjósi síður en þeir sem fæddir eru hér á landi, sem og að nýjar reglur um rýmkaðan kosningarétt erlendra ríkisborgara skekki tölurnar. „Þar sem þeir kjósa í miklu minna mæli en innfæddir Íslendingar, þá skýrir það að hluta til þessa minni kjörsókn. Sem er sem sagt þá ekki alveg raunveruleg meðal þeirra sem hafa fæðst hérna á þessu landi,“ segir hann. Eiríkur ræddi málið við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en að loknu viðtalinu við hann var púlsinn á borgarbúum athugaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir kosningabaráttu flokkanna vera eina skýringu þess hve fáir mættu á kjörfund í gær þegar kosið var til sveitarstjórna um allt land. „Þetta var nú fremur daufleg kosningabarátta. Það voru ekki stór átakamál sem kölluðu fram einhverja ástríðu í hugum fólks. Svo virðist vera sem stjórnmálaflokkarnir hafi veigrað sér við að stilla upp mjög afgerandi málum með tímasettum áætlunum og framvegis, sem gætu skipt upp kjósendastokknum,“ Hann segir að flokkarnir hafi þess heldur valið að tala fyrir breytingum eða óbreyttri stefnu í stað þess að nefna nákvæmlega hvað á að gera. „Nánast eins og það sé búið að taka pólitíkina úr stjórnmálunum, ef svo má segja,“ segir Eiríkur. Ný lög skekki tölurnar Í Reykjanesbæ, einu stærsta sveitarfélagi landsins, var kjörsókn undir fimmtíu prósentum. Eiríkur segir það geta stafað af því að stór hluti íbúa í bænum sé innflytjendur, sem kjósi síður en þeir sem fæddir eru hér á landi, sem og að nýjar reglur um rýmkaðan kosningarétt erlendra ríkisborgara skekki tölurnar. „Þar sem þeir kjósa í miklu minna mæli en innfæddir Íslendingar, þá skýrir það að hluta til þessa minni kjörsókn. Sem er sem sagt þá ekki alveg raunveruleg meðal þeirra sem hafa fæðst hérna á þessu landi,“ segir hann. Eiríkur ræddi málið við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en að loknu viðtalinu við hann var púlsinn á borgarbúum athugaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira