Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2022 13:36 Margrét Lilja segir verulegt áhyggjuefni hversu dræm kosningaþátttakan sé. Máni, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins, sem hvatti fólk til að mæta ekki á kjörstað hljóti að teljast sigurvegari kosninganna. Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. „Við verðum að rýna í þetta. Hvað veldur því að 40 prósent kjósenda í Reykjavík sýna sig ekki á kjörstað?“ segir Margrét sem telur þetta helstu tíðindi nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. „Og Framsókn vann!“ segir Margrét sem telur það ekki endilega ótengt. Sé litið til slagorða Framsóknarmanna í tveimur síðustu kosningum þar sem í raun er verið að skírskota til þessa afstöðuleysis. Þetta er bara kjaftæði og ég tek ekki þátt Ýmsir hafa velt þessu fyrir sér. Meðal annarra Hrafn Jónsson pistlahöfundur með meiru en hann skrifar á Twittersíðu sína: „Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafi áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.“ Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafir áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 15, 2022 Margrét segir þetta verulega sorglegt. Kjörsókn er lág í Reykjavík og víða til að mynda á Suðurnesjum þar sem hún náði ekki fimmtíu prósentum. Þar býr hátt hlutfall innflytjenda. „Þetta er bara hræðilegt,“ segir Margrét sem treystir sér ekki til að slá neinu föstu um hvað veldur þessari dræmu kjörsókn. Til þess þurfi hún að sjá gögn þar sem farið er í saumana á þessu og skoðað hvernig þetta er til að mynda milli mismunandi hópa. „Ég held að þetta sé blanda af mörgu. Stjórnmálin eru ekki að ná til innflytjenda, ekki til unga fólksins og svo erum við með hóp af fólki sem segir að þetta sé kjaftæði og það taki ekki þátt í þessu.“ Hæpið að kenna Eurovision um Margrét segir að vafasamt sé að skella skuldinni á Eurovision, þetta séu lýðræðislegar kosningar sem ekki taki langan tíma að afgreiða. Ef svo sé þá er eitthvað mikið að. En staðan sé sú að þessi 40 prósent eru hærri tala en það sem tveir stærstu flokkarnir í borginni eru að bera úr býtum. 1 af hverjum 58 íslendingum er í framboði. Það hefur enginn þeirra neitt að segja og þeir eru í viðtali um ástina. Ég skil 100% alla sem nenna ekki að fara á kjörstað. Þetta er orðin ævintýraleg þvæla.— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 11, 2022 Margrét Lilja segist hafa rekið í það augu á samfélagsmiðlum að Máni Pétursson sjónvarps- og umboðsmaður hafi þar verið að hvetja fólk til að mæta ekki. „Ég var að velta því fyrir mér að slá því fram á Facebook að Máni væri hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna,“ segir Margrét á léttum nótum. En Máni hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að honum þyki ekki mikið til frambjóðenda og framboðanna koma. En Margrét Lilja ítrekar mikilvægi þess að fram fari rannsókn á þessari löku mætingu kjósenda. Hún segist hafa litið til talna um kosningaþátttöku 2018, hún hafi verið dræm þá og enn verri nú. Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
„Við verðum að rýna í þetta. Hvað veldur því að 40 prósent kjósenda í Reykjavík sýna sig ekki á kjörstað?“ segir Margrét sem telur þetta helstu tíðindi nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. „Og Framsókn vann!“ segir Margrét sem telur það ekki endilega ótengt. Sé litið til slagorða Framsóknarmanna í tveimur síðustu kosningum þar sem í raun er verið að skírskota til þessa afstöðuleysis. Þetta er bara kjaftæði og ég tek ekki þátt Ýmsir hafa velt þessu fyrir sér. Meðal annarra Hrafn Jónsson pistlahöfundur með meiru en hann skrifar á Twittersíðu sína: „Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafi áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.“ Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafir áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 15, 2022 Margrét segir þetta verulega sorglegt. Kjörsókn er lág í Reykjavík og víða til að mynda á Suðurnesjum þar sem hún náði ekki fimmtíu prósentum. Þar býr hátt hlutfall innflytjenda. „Þetta er bara hræðilegt,“ segir Margrét sem treystir sér ekki til að slá neinu föstu um hvað veldur þessari dræmu kjörsókn. Til þess þurfi hún að sjá gögn þar sem farið er í saumana á þessu og skoðað hvernig þetta er til að mynda milli mismunandi hópa. „Ég held að þetta sé blanda af mörgu. Stjórnmálin eru ekki að ná til innflytjenda, ekki til unga fólksins og svo erum við með hóp af fólki sem segir að þetta sé kjaftæði og það taki ekki þátt í þessu.“ Hæpið að kenna Eurovision um Margrét segir að vafasamt sé að skella skuldinni á Eurovision, þetta séu lýðræðislegar kosningar sem ekki taki langan tíma að afgreiða. Ef svo sé þá er eitthvað mikið að. En staðan sé sú að þessi 40 prósent eru hærri tala en það sem tveir stærstu flokkarnir í borginni eru að bera úr býtum. 1 af hverjum 58 íslendingum er í framboði. Það hefur enginn þeirra neitt að segja og þeir eru í viðtali um ástina. Ég skil 100% alla sem nenna ekki að fara á kjörstað. Þetta er orðin ævintýraleg þvæla.— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 11, 2022 Margrét Lilja segist hafa rekið í það augu á samfélagsmiðlum að Máni Pétursson sjónvarps- og umboðsmaður hafi þar verið að hvetja fólk til að mæta ekki. „Ég var að velta því fyrir mér að slá því fram á Facebook að Máni væri hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna,“ segir Margrét á léttum nótum. En Máni hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að honum þyki ekki mikið til frambjóðenda og framboðanna koma. En Margrét Lilja ítrekar mikilvægi þess að fram fari rannsókn á þessari löku mætingu kjósenda. Hún segist hafa litið til talna um kosningaþátttöku 2018, hún hafi verið dræm þá og enn verri nú.
Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira