„Veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 14. maí 2022 18:07 Martha Hermannsdóttir. Vísir/Hulda Margrét Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, var sár með að hafa dottið úr leik eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna. Valur sigrar einvígið 3-1. „Ég er rosalega sorgmædd og við vorum alls ekki tilbúnar að fara í sumarfrí, alltof snemmt, það er ennþá snjór hérna í fjöllunum, en Valsstelpur þær mættu bara rosa tilbúnar og mér fannst við svona pínu þreyttar og það sást pínu, það er náttúrulega rosa stutt á milli leikja og við vorum að keyra heim beint eftir leik á fimmtudag og ég er ekki tilbúin að fara í sumarfrí en það er bara eins gott að Valsstelpur taki þá þennan titil fyrst þær unnu okkur.” Það tók KA/Þór 8 mínútur að skora fyrsta mark leiksins og þær lenda 4-0 og 7-2 undir. Hvað var gangi í upphafi leiksins? „Ef ég gæti sagt það, húsið var frábært eins og í síðasta heimaleik og stuðningurinn var frábær en ég veit ekki hvort við vorum stressaðar með það að nú var pressan á okkur að ef við myndum tapa þá værum við búnar en mér leið samt ekki þannig fyrir leik. Mér fannst við pínu svona hægar og eins og við værum pínu þreyttar og aðeins lengi að koma okkur í gang en auðvitað er erfitt að elta þetta lið en það munaði litlu hérna í lokin að minnka þetta niður í eitt en svona er þetta.” „Að vera komnar þara yfir 7 til 8 mörk í Valsheimilinu og missa það svo niður það er ótrúlega erfitt og við ræddum það alveg að reyna halda góðu köflunum sem lengstum en svona er þetta,” sagði Martha og var augljóslega svekkt yfir að hafa ekki náð að sigra einn leik fyrir sunnan. Martha er 39 ára gömul og hefur margja fjöruna sopið en er ekki alveg tilbúin að gefa það út strax að skórnir séu farnir upp í hilluna frægu. „Ég hugsaði þetta fyrir leik, ætlar þetta að verða síðasti leikurinn minn? En skrokkurinn svona er ekkert rosalega góður þannig ég ætla bara að taka stöðuna í sumar og sjá hvernig ég verð.” Það er erfitt að ætla enda ferilinn eftir þennan leik. „Og það var erfitt að enda þetta í fyrra sem Íslandsmeisari, ég ætlaði aldeilis að taka annað tímabil þannig ég veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt,” sagði Martha að lokum og gat brosað þrátt fyrir sárt tap. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48 „Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
„Ég er rosalega sorgmædd og við vorum alls ekki tilbúnar að fara í sumarfrí, alltof snemmt, það er ennþá snjór hérna í fjöllunum, en Valsstelpur þær mættu bara rosa tilbúnar og mér fannst við svona pínu þreyttar og það sást pínu, það er náttúrulega rosa stutt á milli leikja og við vorum að keyra heim beint eftir leik á fimmtudag og ég er ekki tilbúin að fara í sumarfrí en það er bara eins gott að Valsstelpur taki þá þennan titil fyrst þær unnu okkur.” Það tók KA/Þór 8 mínútur að skora fyrsta mark leiksins og þær lenda 4-0 og 7-2 undir. Hvað var gangi í upphafi leiksins? „Ef ég gæti sagt það, húsið var frábært eins og í síðasta heimaleik og stuðningurinn var frábær en ég veit ekki hvort við vorum stressaðar með það að nú var pressan á okkur að ef við myndum tapa þá værum við búnar en mér leið samt ekki þannig fyrir leik. Mér fannst við pínu svona hægar og eins og við værum pínu þreyttar og aðeins lengi að koma okkur í gang en auðvitað er erfitt að elta þetta lið en það munaði litlu hérna í lokin að minnka þetta niður í eitt en svona er þetta.” „Að vera komnar þara yfir 7 til 8 mörk í Valsheimilinu og missa það svo niður það er ótrúlega erfitt og við ræddum það alveg að reyna halda góðu köflunum sem lengstum en svona er þetta,” sagði Martha og var augljóslega svekkt yfir að hafa ekki náð að sigra einn leik fyrir sunnan. Martha er 39 ára gömul og hefur margja fjöruna sopið en er ekki alveg tilbúin að gefa það út strax að skórnir séu farnir upp í hilluna frægu. „Ég hugsaði þetta fyrir leik, ætlar þetta að verða síðasti leikurinn minn? En skrokkurinn svona er ekkert rosalega góður þannig ég ætla bara að taka stöðuna í sumar og sjá hvernig ég verð.” Það er erfitt að ætla enda ferilinn eftir þennan leik. „Og það var erfitt að enda þetta í fyrra sem Íslandsmeisari, ég ætlaði aldeilis að taka annað tímabil þannig ég veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt,” sagði Martha að lokum og gat brosað þrátt fyrir sárt tap.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48 „Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Umfjöllun: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48
„Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31