„Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 11:28 Einar Þorsteinsson á kjörstað. Vísir/Bebbý Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. Þetta sagði Einar í samtali við fréttastofu er hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11 í dag. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur verið á nokkurri siglingu í könnunum og gæti jafnvel náð fjórum mönnum inn miðað við þær. Aðspurður um hvað gerist ef svo fari sagði Einar að hann langi að knýja fram breytingar í Reykjavík og láta gott af sér leiða. „Við verðum bara að fylgjast með hvað kemur upp úr kössunum,“ sagði Einar. Hann sagði sömuleiðis að mörg mikilvæg verkefni væru á borðinu fyrir næsta kjörtímabil. Það þyrfti meðal annars að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði, stjórna borginni út frá hagsmunum barna og hugsa um eldri borgara. Varðandi það hvort hann vildi setjast í borgarstjórastólinn, ef Framsókn næði fjórum mönnum í borgarstjórn sagðist Einar ekki hugsa það þannig. Það væri þó svo að allir sem bjóði sig fram til embætta vildu komast í stöðu til að geta haft áhrif. Það væri mikilvægt að Framsókn yrði nægjanlega sterkt afl til að gera breytingar í Ráðhúsinu. Hann sagðist hafa heyrt skýrt ákall um breytta forgangsröðun þar. Það væri þó ekki skynsamlegt að láta sig dreyma. „Þetta kemur í ljós. Ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð en það er ekki aðalatriðið. Það er að mynda meirihluta sem hefur samvinnu að leiðarljósi. Varðandi það sem Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær, að Framsókn væri að daðra við Samfylkinguna í borginni sagði Einar svo ekki vera. „Mér fannst þetta dálítið fyndið. Daður í hinar og þessar áttirnar. Dagur er fallegur maður en hann er harðgiftur svo ég læt það eiga sig.“ Einar vildi ekkert segja um hvaða flokkum Framsókn vildi helst starfa með. Það væri gott fólk í öllum flokkum en samstarf snerist um málefni og það yrði að fá að ráða. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38 „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Þetta sagði Einar í samtali við fréttastofu er hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11 í dag. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur verið á nokkurri siglingu í könnunum og gæti jafnvel náð fjórum mönnum inn miðað við þær. Aðspurður um hvað gerist ef svo fari sagði Einar að hann langi að knýja fram breytingar í Reykjavík og láta gott af sér leiða. „Við verðum bara að fylgjast með hvað kemur upp úr kössunum,“ sagði Einar. Hann sagði sömuleiðis að mörg mikilvæg verkefni væru á borðinu fyrir næsta kjörtímabil. Það þyrfti meðal annars að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði, stjórna borginni út frá hagsmunum barna og hugsa um eldri borgara. Varðandi það hvort hann vildi setjast í borgarstjórastólinn, ef Framsókn næði fjórum mönnum í borgarstjórn sagðist Einar ekki hugsa það þannig. Það væri þó svo að allir sem bjóði sig fram til embætta vildu komast í stöðu til að geta haft áhrif. Það væri mikilvægt að Framsókn yrði nægjanlega sterkt afl til að gera breytingar í Ráðhúsinu. Hann sagðist hafa heyrt skýrt ákall um breytta forgangsröðun þar. Það væri þó ekki skynsamlegt að láta sig dreyma. „Þetta kemur í ljós. Ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð en það er ekki aðalatriðið. Það er að mynda meirihluta sem hefur samvinnu að leiðarljósi. Varðandi það sem Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær, að Framsókn væri að daðra við Samfylkinguna í borginni sagði Einar svo ekki vera. „Mér fannst þetta dálítið fyndið. Daður í hinar og þessar áttirnar. Dagur er fallegur maður en hann er harðgiftur svo ég læt það eiga sig.“ Einar vildi ekkert segja um hvaða flokkum Framsókn vildi helst starfa með. Það væri gott fólk í öllum flokkum en samstarf snerist um málefni og það yrði að fá að ráða.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38 „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00
Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51
Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38
„Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36