Alvöru skammbyssur á stærsta skotfimimóti Íslandssögunnar Snorri Másson skrifar 13. maí 2022 22:40 Stærsta skotíþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi hófst í Egilshöll í morgun. Um fimmtíu skandinavískir lögreglumenn taka þátt í mótinu og keppa meðal annars við íslenska lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur. Vísir/Einar Stærsta skotíþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi hófst í Egilshöll í morgun. Um fimmtíu skandinavískir lögreglumenn taka þátt í mótinu og keppa meðal annars við íslenska lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur. Skothvellirnir glumdu í kjallaranum í Egilshöll og á æfingasvæði í Digranesi frameftir degi. Mótið, sem var haldið á vegum Íþróttasambands lögreglumanna, fór fram í húsnæði elsta íþróttafélags landsins, Skotfélags Reykjavíkur sem verður 155 ára á árinu. Einnig dregur til tíðinda í því að nú er í fyrsta sinn keppt í skotfimi með lögregluskotvopnum, níu millimetra skammbyssum. Íslensku lögreglumennirnir í hópnum höfðu forgöngu um að það yrði gert. „Það eru mjög sterkir skotmenn að keppa hérna,“ segir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Akranesi. „Þetta er rosa gaman. Þetta eru kollegar að hittast og það er mikið spjallað á kvöldin. Það eru auðvitað verðmæti fyrir lögregluna að hittast og spjalla,“ segir Jón. Þótt allt séu þetta lögreglumenn og ekki atvinnumenn í íþróttum, leynast skyttur á heimsmælikvarða í hópnum. Eins og hin norska Sina Oleane, sem er þrautreynd skytta, sem hefur keppt á heimsmeistaramótum. Oleane hefur verið að keppa á alþjóðamótum í skotfimi árum saman en keppir um helgina í Reykjavík.Vísir/Einar Virkilega skemmtilegt, segir Oleane: „Maður hittir svo marga starfsfélaga, bæði þá sem keppa með byssum og rifflum. Það er mjög gott að koma hingað til Íslands að keppa. Samkeppnin er mjög mikil og það er mjög vel að mótinu staðið.“ Ætlarðu að vinna? „Engin spurning. Ég hef æft hvern einasta dag og ég stefni á það,“ segir Oleane. 50 lögreglumenn frá Skandinavíu og Eistlandi eru mættir á skotfimimót í Reykjavík.Vísir/Einar Skotíþróttir Skotvopn Lögreglan Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Skothvellirnir glumdu í kjallaranum í Egilshöll og á æfingasvæði í Digranesi frameftir degi. Mótið, sem var haldið á vegum Íþróttasambands lögreglumanna, fór fram í húsnæði elsta íþróttafélags landsins, Skotfélags Reykjavíkur sem verður 155 ára á árinu. Einnig dregur til tíðinda í því að nú er í fyrsta sinn keppt í skotfimi með lögregluskotvopnum, níu millimetra skammbyssum. Íslensku lögreglumennirnir í hópnum höfðu forgöngu um að það yrði gert. „Það eru mjög sterkir skotmenn að keppa hérna,“ segir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Akranesi. „Þetta er rosa gaman. Þetta eru kollegar að hittast og það er mikið spjallað á kvöldin. Það eru auðvitað verðmæti fyrir lögregluna að hittast og spjalla,“ segir Jón. Þótt allt séu þetta lögreglumenn og ekki atvinnumenn í íþróttum, leynast skyttur á heimsmælikvarða í hópnum. Eins og hin norska Sina Oleane, sem er þrautreynd skytta, sem hefur keppt á heimsmeistaramótum. Oleane hefur verið að keppa á alþjóðamótum í skotfimi árum saman en keppir um helgina í Reykjavík.Vísir/Einar Virkilega skemmtilegt, segir Oleane: „Maður hittir svo marga starfsfélaga, bæði þá sem keppa með byssum og rifflum. Það er mjög gott að koma hingað til Íslands að keppa. Samkeppnin er mjög mikil og það er mjög vel að mótinu staðið.“ Ætlarðu að vinna? „Engin spurning. Ég hef æft hvern einasta dag og ég stefni á það,“ segir Oleane. 50 lögreglumenn frá Skandinavíu og Eistlandi eru mættir á skotfimimót í Reykjavík.Vísir/Einar
Skotíþróttir Skotvopn Lögreglan Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira