Á kjörskrá í Múlaþingi eru 3.663. Ellefu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. Múlaþing varð til árið 2020 við sameiningu Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps og eru þetta því fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar í sveitarfélaginu.
Fimm flokkar buðu fram:
- B-listi Framsóknarflokksins
- D-listi Sjálfstæðisflokksins
- L-listi Austurlistans
- M-listi Miðflokksins
- V-listi Vinstri grænna
Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi eða 28 prósent og þrjá fulltrúa. Framsókn fékk 24,1 prósent, bætti við sig manni og fékk þrjá fulltrúa. Austurlistinn fékk 19,3 prósent atkvæða og tvo fulltrúa og Vinstri græn fengu 20,2 prósent fylgi sem skilaði flokknum einnig tveimur fulltrúum og bættu þau við sig manni. Miðflokkurinn fékk 8,5 prósenta fylgi og einn fulltrúa.
Að neðan má sjá niðurstöðuna í Múlaþingi.
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:
- Jónína Brynjólfsdóttir (B)
- Vilhjálmur Jónsson (B)
- Björg Eyþórsdóttir (B)
- Berglind Harpa Svavarsdóttir (D)
- Ívar Karl Hafliðason (D)
- Guðný Lára Guðrúnardóttir (D)
- Hildur Þórisdóttir (L)
- Eyþór Stefánsson (L)
- Þröstur Jónsson (M)
- Helgi Hlynur Ásgrímsson (V)
- Ásrún Mjöll Stefánsdóttir (V)
