Húsnæðisvandi Framsóknarflokksins Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 13. maí 2022 16:40 Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna. Einhvern veginn virðist það hafa farið fram hjá honum hvaða flokkur það er sem hefur farið með húsnæðismálin í ríkisstjórn nær óslitið síðan 2013 og mótað húsnæðisstefnu íslenskra stjórnvalda. Það er Framsóknarflokkurinn. Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því hvernig Framsókn lagði niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin, hvernig flokkurinn blés í húsnæðisbólu með 90% lánum og rústaði Íbúðalánasjóði. En þegar fjallað er um stöðuna á húsnæðismarkaði í dag verður hins vegar að halda til haga ábyrgð Framsóknarflokksins sem stefnumótandi afls í ríkisstjórn síðastliðinn áratug. Á þeim tíma hefur átt sér stað eðlisbreyting í húsnæðisstuðningi þar sem honum er beint í sívaxandi mæli til tekjuhæstu heimilanna í formi skattafsláttar. Um leið hafa frumskógarlögmál ríkt á fasteigna- og leigumarkaði og stjórnvöld einkum gripið til aðgerða á eftirspurnarhliðinni frekar en framboðshliðinni með tilheyrandi verðþrýstingi. Þá líða nú leigendur fyrir það að ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn á aðild að hirðir ekki um um að efna loforð um réttarbætur fyrir leigjendur sem gefin voru við undirritun lífskjarasamningsins árið 2019. Reykjavíkurborg undir forystu jafnaðarmanna hefur gert sitt besta til að vega upp á móti þessari þróun með metuppbyggingu íbúðarhúsnæðis og metúthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Lögð hefur verið áhersla á að drjúgur hluti uppbyggingarinnar sé á félagslegum forsendum. Niðurstaðan er sú að 4 af hverjum 5 íbúðum í almenna íbúðakerfinu rísa í Reykjavík þótt í Reykjavík búi bara rúmlega þriðjungur Íslendinga. „Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög,“ skrifar oddviti Framsóknarflokksins í borginni um leið og ríkisstjórn Framsóknarflokksins sker niður stofnframlög ríkisins til óhagnaðardrifinnar íbúðauppbyggingar og framkallar þannig samdrátt í framboði af félagslegu húsnæði miðað við íbúafjölda með handafli. Þá virðist formaður Framsóknarflokksins og húsnæðismálaráðherra ætla að leggjast fyrir vinnuvélarnar í Nýja Skerjafirði og koma í veg uppbyggingu mörghundruð nýrra íbúða. Allt rímar þetta illa við hugmyndina um Framsóknarflokkinn sem lausnina á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Kjósendur hljóta að sjá í gegnum slíkt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna. Einhvern veginn virðist það hafa farið fram hjá honum hvaða flokkur það er sem hefur farið með húsnæðismálin í ríkisstjórn nær óslitið síðan 2013 og mótað húsnæðisstefnu íslenskra stjórnvalda. Það er Framsóknarflokkurinn. Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því hvernig Framsókn lagði niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin, hvernig flokkurinn blés í húsnæðisbólu með 90% lánum og rústaði Íbúðalánasjóði. En þegar fjallað er um stöðuna á húsnæðismarkaði í dag verður hins vegar að halda til haga ábyrgð Framsóknarflokksins sem stefnumótandi afls í ríkisstjórn síðastliðinn áratug. Á þeim tíma hefur átt sér stað eðlisbreyting í húsnæðisstuðningi þar sem honum er beint í sívaxandi mæli til tekjuhæstu heimilanna í formi skattafsláttar. Um leið hafa frumskógarlögmál ríkt á fasteigna- og leigumarkaði og stjórnvöld einkum gripið til aðgerða á eftirspurnarhliðinni frekar en framboðshliðinni með tilheyrandi verðþrýstingi. Þá líða nú leigendur fyrir það að ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn á aðild að hirðir ekki um um að efna loforð um réttarbætur fyrir leigjendur sem gefin voru við undirritun lífskjarasamningsins árið 2019. Reykjavíkurborg undir forystu jafnaðarmanna hefur gert sitt besta til að vega upp á móti þessari þróun með metuppbyggingu íbúðarhúsnæðis og metúthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Lögð hefur verið áhersla á að drjúgur hluti uppbyggingarinnar sé á félagslegum forsendum. Niðurstaðan er sú að 4 af hverjum 5 íbúðum í almenna íbúðakerfinu rísa í Reykjavík þótt í Reykjavík búi bara rúmlega þriðjungur Íslendinga. „Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög,“ skrifar oddviti Framsóknarflokksins í borginni um leið og ríkisstjórn Framsóknarflokksins sker niður stofnframlög ríkisins til óhagnaðardrifinnar íbúðauppbyggingar og framkallar þannig samdrátt í framboði af félagslegu húsnæði miðað við íbúafjölda með handafli. Þá virðist formaður Framsóknarflokksins og húsnæðismálaráðherra ætla að leggjast fyrir vinnuvélarnar í Nýja Skerjafirði og koma í veg uppbyggingu mörghundruð nýrra íbúða. Allt rímar þetta illa við hugmyndina um Framsóknarflokkinn sem lausnina á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Kjósendur hljóta að sjá í gegnum slíkt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun