Húsnæðisvandi Framsóknarflokksins Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 13. maí 2022 16:40 Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna. Einhvern veginn virðist það hafa farið fram hjá honum hvaða flokkur það er sem hefur farið með húsnæðismálin í ríkisstjórn nær óslitið síðan 2013 og mótað húsnæðisstefnu íslenskra stjórnvalda. Það er Framsóknarflokkurinn. Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því hvernig Framsókn lagði niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin, hvernig flokkurinn blés í húsnæðisbólu með 90% lánum og rústaði Íbúðalánasjóði. En þegar fjallað er um stöðuna á húsnæðismarkaði í dag verður hins vegar að halda til haga ábyrgð Framsóknarflokksins sem stefnumótandi afls í ríkisstjórn síðastliðinn áratug. Á þeim tíma hefur átt sér stað eðlisbreyting í húsnæðisstuðningi þar sem honum er beint í sívaxandi mæli til tekjuhæstu heimilanna í formi skattafsláttar. Um leið hafa frumskógarlögmál ríkt á fasteigna- og leigumarkaði og stjórnvöld einkum gripið til aðgerða á eftirspurnarhliðinni frekar en framboðshliðinni með tilheyrandi verðþrýstingi. Þá líða nú leigendur fyrir það að ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn á aðild að hirðir ekki um um að efna loforð um réttarbætur fyrir leigjendur sem gefin voru við undirritun lífskjarasamningsins árið 2019. Reykjavíkurborg undir forystu jafnaðarmanna hefur gert sitt besta til að vega upp á móti þessari þróun með metuppbyggingu íbúðarhúsnæðis og metúthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Lögð hefur verið áhersla á að drjúgur hluti uppbyggingarinnar sé á félagslegum forsendum. Niðurstaðan er sú að 4 af hverjum 5 íbúðum í almenna íbúðakerfinu rísa í Reykjavík þótt í Reykjavík búi bara rúmlega þriðjungur Íslendinga. „Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög,“ skrifar oddviti Framsóknarflokksins í borginni um leið og ríkisstjórn Framsóknarflokksins sker niður stofnframlög ríkisins til óhagnaðardrifinnar íbúðauppbyggingar og framkallar þannig samdrátt í framboði af félagslegu húsnæði miðað við íbúafjölda með handafli. Þá virðist formaður Framsóknarflokksins og húsnæðismálaráðherra ætla að leggjast fyrir vinnuvélarnar í Nýja Skerjafirði og koma í veg uppbyggingu mörghundruð nýrra íbúða. Allt rímar þetta illa við hugmyndina um Framsóknarflokkinn sem lausnina á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Kjósendur hljóta að sjá í gegnum slíkt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna. Einhvern veginn virðist það hafa farið fram hjá honum hvaða flokkur það er sem hefur farið með húsnæðismálin í ríkisstjórn nær óslitið síðan 2013 og mótað húsnæðisstefnu íslenskra stjórnvalda. Það er Framsóknarflokkurinn. Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því hvernig Framsókn lagði niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin, hvernig flokkurinn blés í húsnæðisbólu með 90% lánum og rústaði Íbúðalánasjóði. En þegar fjallað er um stöðuna á húsnæðismarkaði í dag verður hins vegar að halda til haga ábyrgð Framsóknarflokksins sem stefnumótandi afls í ríkisstjórn síðastliðinn áratug. Á þeim tíma hefur átt sér stað eðlisbreyting í húsnæðisstuðningi þar sem honum er beint í sívaxandi mæli til tekjuhæstu heimilanna í formi skattafsláttar. Um leið hafa frumskógarlögmál ríkt á fasteigna- og leigumarkaði og stjórnvöld einkum gripið til aðgerða á eftirspurnarhliðinni frekar en framboðshliðinni með tilheyrandi verðþrýstingi. Þá líða nú leigendur fyrir það að ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn á aðild að hirðir ekki um um að efna loforð um réttarbætur fyrir leigjendur sem gefin voru við undirritun lífskjarasamningsins árið 2019. Reykjavíkurborg undir forystu jafnaðarmanna hefur gert sitt besta til að vega upp á móti þessari þróun með metuppbyggingu íbúðarhúsnæðis og metúthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Lögð hefur verið áhersla á að drjúgur hluti uppbyggingarinnar sé á félagslegum forsendum. Niðurstaðan er sú að 4 af hverjum 5 íbúðum í almenna íbúðakerfinu rísa í Reykjavík þótt í Reykjavík búi bara rúmlega þriðjungur Íslendinga. „Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög,“ skrifar oddviti Framsóknarflokksins í borginni um leið og ríkisstjórn Framsóknarflokksins sker niður stofnframlög ríkisins til óhagnaðardrifinnar íbúðauppbyggingar og framkallar þannig samdrátt í framboði af félagslegu húsnæði miðað við íbúafjölda með handafli. Þá virðist formaður Framsóknarflokksins og húsnæðismálaráðherra ætla að leggjast fyrir vinnuvélarnar í Nýja Skerjafirði og koma í veg uppbyggingu mörghundruð nýrra íbúða. Allt rímar þetta illa við hugmyndina um Framsóknarflokkinn sem lausnina á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Kjósendur hljóta að sjá í gegnum slíkt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun