Á kjörskrá í Árborg eru 8.011. Bæjarfulltrúum í sveitarfélaginu var fjölgað á nýliðnu kjörtímabili úr níu í ellefu.
Áfram Árborg, Framsókn, Miðflokkurinn og Samfylkingin hafa myndað fimm fulltrúa meirihluta í Árborg frá árinu 2018. Sá meirihluti er nú fallinn en Sjálfstæðisflokkurinn sat áður einn í minnihluta með sína fjóra fulltrúa.
Svona varð niðurstaðan í Árborg:
- Á-listi Árborgar 7,9% með einn fulltrúa
- B-listi Framsóknarflokksins 19,3% með tvo fulltrúa
- D-listi Sjálfstæðisflokksins 46,4% með sex fulltrúa
- M-listi Miðflokksins og óháðra 5,0% með núll fulltrúa
- S-listi Samfylkingar 15,4% með tvo fulltrúa
- V-listi Vinstri grænna 6,0% með núll fulltrúa
Að neðan má sjá grafíska framsetningu á úrslitunum í nótt.
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:
- Álfheiður Eymarsdóttir (Á)
- Arnar Freyr Ólafsson (B)
- Ellý Tómasdóttir (B)
- Bragi Bjarnason (D)
- Fjóla St. Kristinsdóttir (D)
- Kjartan Björnsson (D)
- Sveinn Ægir Birgisson (D)
- Brynhildur Jónsdóttir (D)
- Helga Lind Pálsdóttir (D)
- Arna Ír Gunnarsdóttir (S)
- Sigurjón Vídalín Guðmundsson (S)
