Þessu breytti Viðreisn Pawel Bartoszek skrifar 13. maí 2022 15:32 Í fjölmörgum samtölum við kjósendur fæ ég stundum spurningu um hvað geri Viðreisn ólíka öðrum flokkum og hverju vera Viðreisnar í borgarstjórn hafi breytt. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara því. Viðreisn lofaði fyrir kosningarnar 2018 að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Enginn annar flokkur setti slík loforð fram. Við náðum því í gegn og fasteignaskattarnir lækkuðu í 1,60 árið 2021, sem var ári á undan áætlun. Við ætlum að lækka þá enn meir. Viðreisn lofaði sumaropnun leikskóla. Við stóðum við það. Hugmyndin mætti nokkurri andstöðu og ég þori að fullyrða að hún hefði ekki orðið að veruleika ef Viðreisnar nyti ekki við. Viðreisn lofaði að gera Laugaveg að göngugötu allt árið. Aðrir flokkar í meirihlutanum voru sammála þessu en það var Viðreisn sem setti málið á dagskrá í kosningabaráttunni. Andstaðan meðal sumra hagaðila og annarra flokka var mikil en jákvæð reynsla af göngugötunni nú talar nú sínu máli. Við ætlum að lengja hana. Viðreisn setti sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða á dagskrá. Nú er búið að tryggja félaginu nýja staðsetningu og samþykkja skoðun á kostum og göllum sölunnar. Aðrir flokkar voru ekki með þessa áherslu og ég þori að fullyrða að meirihluti án þátttöku Viðreisnar hefði ekki sett málið í þennan farveg. Viðreisn hefur talað fyrir markaðslausnum. Þegar rafskútubyltingin náði til Íslands voru uppi ýmsar hugmyndir um að velja einn eða fá aðila til að þjóna borginni og setja mjög skýran ramma um starfsemina. Viðreisn hefur talað fyrir því að leyfa samkeppninni að njóta sín og ég fullyrði að þessi markaður hefði ekki orðið jafn frjáls og blómlegur ef Viðreisn hefði ekki staðið vörð um þau gildi. Viðreisn hefur staðið vörð um ábyrgan rekstur. Þegar krísan skall á af fullum þunga var ljóst að það stefndi í erfið ár. Viðreisn lagði áherslu á skýra langtímasýn í fjármálum borgarinnar. Borgin hefur þannig sett sér markmið um hallalausan rekstur frá miðju næsta kjörtímabili og eigin skuldaviðmið í stað þeirra sem ríkið hefur tímabundið numið úr gildi. Viðreisn hefur leitt vinnu við mótun heildstæðrar atvinnustefnu sem nú hefur litið dagsins ljós. Enginn flokkur lagði áherslu á atvinnumálin í seinustu kosningabaráttu með sama þunga og Viðreisn. Loks má nefna að á kjörtímabilinu var unnin fagleg forgangsröðun íþróttamannvirkja. Fátt er meira umtalað en hvaða íþróttamannvirki eigi að byggja næst og hvar og því er mjög merkilegt að Reykjavíkurborg og íþróttahreyfingin í Reykjavík hafi komið sér saman um sameiginlegan lista forgangsröðunar sem byrjað er að vinna eftir. Uppbyggingin í á gervigrasvöllum Þróttar, viljayfirlýsing um nýja höll í Laugardal, stækkun aðstöðu fyrir fimleika í Árbæ og fyrirhuguð uppbygging á KR-svæðinu eru öll afleiðing þessarar skýru forgangsröðunar. Að lokum, og það skiptir einna mestu máli, þá er Viðreisn ábyrgur flokkur sem getur unnið með öðrum og aðrir vilja vinna með. Fólk getur treyst á ábyrgð og stöðugleika í borgarstjórn þar sem Viðreisn er í sterkri stöðu. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmörgum samtölum við kjósendur fæ ég stundum spurningu um hvað geri Viðreisn ólíka öðrum flokkum og hverju vera Viðreisnar í borgarstjórn hafi breytt. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara því. Viðreisn lofaði fyrir kosningarnar 2018 að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Enginn annar flokkur setti slík loforð fram. Við náðum því í gegn og fasteignaskattarnir lækkuðu í 1,60 árið 2021, sem var ári á undan áætlun. Við ætlum að lækka þá enn meir. Viðreisn lofaði sumaropnun leikskóla. Við stóðum við það. Hugmyndin mætti nokkurri andstöðu og ég þori að fullyrða að hún hefði ekki orðið að veruleika ef Viðreisnar nyti ekki við. Viðreisn lofaði að gera Laugaveg að göngugötu allt árið. Aðrir flokkar í meirihlutanum voru sammála þessu en það var Viðreisn sem setti málið á dagskrá í kosningabaráttunni. Andstaðan meðal sumra hagaðila og annarra flokka var mikil en jákvæð reynsla af göngugötunni nú talar nú sínu máli. Við ætlum að lengja hana. Viðreisn setti sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða á dagskrá. Nú er búið að tryggja félaginu nýja staðsetningu og samþykkja skoðun á kostum og göllum sölunnar. Aðrir flokkar voru ekki með þessa áherslu og ég þori að fullyrða að meirihluti án þátttöku Viðreisnar hefði ekki sett málið í þennan farveg. Viðreisn hefur talað fyrir markaðslausnum. Þegar rafskútubyltingin náði til Íslands voru uppi ýmsar hugmyndir um að velja einn eða fá aðila til að þjóna borginni og setja mjög skýran ramma um starfsemina. Viðreisn hefur talað fyrir því að leyfa samkeppninni að njóta sín og ég fullyrði að þessi markaður hefði ekki orðið jafn frjáls og blómlegur ef Viðreisn hefði ekki staðið vörð um þau gildi. Viðreisn hefur staðið vörð um ábyrgan rekstur. Þegar krísan skall á af fullum þunga var ljóst að það stefndi í erfið ár. Viðreisn lagði áherslu á skýra langtímasýn í fjármálum borgarinnar. Borgin hefur þannig sett sér markmið um hallalausan rekstur frá miðju næsta kjörtímabili og eigin skuldaviðmið í stað þeirra sem ríkið hefur tímabundið numið úr gildi. Viðreisn hefur leitt vinnu við mótun heildstæðrar atvinnustefnu sem nú hefur litið dagsins ljós. Enginn flokkur lagði áherslu á atvinnumálin í seinustu kosningabaráttu með sama þunga og Viðreisn. Loks má nefna að á kjörtímabilinu var unnin fagleg forgangsröðun íþróttamannvirkja. Fátt er meira umtalað en hvaða íþróttamannvirki eigi að byggja næst og hvar og því er mjög merkilegt að Reykjavíkurborg og íþróttahreyfingin í Reykjavík hafi komið sér saman um sameiginlegan lista forgangsröðunar sem byrjað er að vinna eftir. Uppbyggingin í á gervigrasvöllum Þróttar, viljayfirlýsing um nýja höll í Laugardal, stækkun aðstöðu fyrir fimleika í Árbæ og fyrirhuguð uppbygging á KR-svæðinu eru öll afleiðing þessarar skýru forgangsröðunar. Að lokum, og það skiptir einna mestu máli, þá er Viðreisn ábyrgur flokkur sem getur unnið með öðrum og aðrir vilja vinna með. Fólk getur treyst á ábyrgð og stöðugleika í borgarstjórn þar sem Viðreisn er í sterkri stöðu. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun