Skapandi frelsi fyrir skólastjórnendur og jöfnuður fyrir nemendur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2022 15:21 Reykjavík hefur verið leiðandi varðandi aðgerðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi og varið til þess yfir fimm milljörðum króna. Samfylkingin mun áfram leggja áherslu á bætt starfsumhverfi varðandi laun, starfskjör, húsnæði og annan aðbúnað enda er það forsenda þess að skólarnir í borginni séu eftirsóknarvert umhverfi fyrir kennara, starfsfólk almennt og börnin að sjálfsögðu. Fjármagn og frelsi með EDDU Nýtt úthlutunarlíkan fjármagns til grunnskóla, sem kallast EDDA, hefur verið tekið í notkun frá og með þessu ári með 1,5 milljarða viðbótar fjárframlagi til grunnskóla borgarinnar. Það stýrir hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla og tekur mið af félagslegum og lýðfræðilegum þáttum hvers skóla við úthlutun fjármagns. Samhliða fá skólastjórnendur aukið frelsi til að ráða inn fagfólk eftir þörfum sinna skóla, sem gagnast þegar upp er staðið fyrst og fremst börnum og fjölskyldum þeirra. Þetta er risa stórt framfaraskref fyrir grunnskólana og mun tryggja gagnsæi, fyrirsjánleika og jafna leikinn enn betur milli skóla og hverfa innan Reykjavíkur. Börnin og þjónusta við þau á alltaf að vera í forgangi og jöfnuður þeirra að vera tryggur. Betri borg fyrir öll börn Betri borg fyrir börn er yfirskrift verkefnis þar sem við færum starfsfólk, fjármagn og áhrif út í hverfin til að gera þjónustu við börn enn markvissari og betri. Með því að samhæfa og samþætta þjónustu viljum við jafna aðstöðu barna og styrkja sérstaklega börn í viðkvæmri stöðu. Við aukum fjármagn til skóla þar sem félagsleg og efnahagsleg staða foreldra er þrengri, aukum snemmtækan stuðning við börn og tryggjum að hann sé ekki háður greiningum. Stuðningur veittur sem mest í nærumhverfinu í umhverfi sem barnið þekkir og líður vel í, strax í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Við viljum hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur og ganga enn lengra fyrir með hækkun styrksins í 100 þúsund fyrir börn fjölskyldna með lágar tekjur. Við setjum þjónustu við barnið í fyrsta sæti, einföldum leiðina að henni og aðlögum kerfið fyrir foreldra, forrráðamenn og fagfólk. 200 milljóna þróunarsjóður Menntastefnan er flaggskip borgarinnar í menntamálum og fyrirmynd annara sveitarfélaga og reyndar ríkisins líka. Mótun stefnunnar tók tvö ár og var eitt stærsta lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar á síðustu árum en um 10.000 þúsund einstaklingar komu að gerð hennar, kennarar og nemendur, starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundar, fulltrúar fagstétta og fræðasamfélagsins. Með nýjum nýsköpunar- og þróunarsjóði menntastefnunnar voru framlög til skólaþróunar tífölduð úr 19 milljónum í 200 milljónir. Þetta skipti öllu máli til að tryggja að stefnan er ekki bara fögur orð á blaði heldur leiðir strax til raunverulegra úrbóta í skóla- og frístundastarfi því allt þetta fjármagn fer beint út í skólana. Markmið menntastefnunnar er að styrkja fimm grunnþætti meðal barna: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði svo þau séu vel nestuð til að láta drauma sína rætast. Þróunarsjóðurinn gefur starfsfólki í frístund, leik- og grunnskólum borgarinnar byr undir báða vængi til að innleiða menntastefnuna. Skapandi, faglegt frelsi starfsfólksins á góflinu. Það er mikið í húfi - X-S! Samfylkingin þarf nýtt umboð frá borgarbúum í kosningum 14. maí 2022 til að halda áfram að vera leiðandi afl í menntamálum í landinu. Reykjavík er á réttri leið með flaggskipi Menntastefnunnar, EDDA kemur með fjármagn, gegnsæi og frelsi til skólastjórnenda í grunnskólum og sambærileg líkön eru í smíðum fyrir leikskóla og frístundastarfið. Brúum bilið planið mun tryggja börnum frá tólf mánaða aldri leikskólapláss og saman sköpum við Betri borg fyrir börn í borginni. Setjum X við S á morgun og tryggjum áfram að menntamálin verði í forgangi í borginni! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík hefur verið leiðandi varðandi aðgerðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi og varið til þess yfir fimm milljörðum króna. Samfylkingin mun áfram leggja áherslu á bætt starfsumhverfi varðandi laun, starfskjör, húsnæði og annan aðbúnað enda er það forsenda þess að skólarnir í borginni séu eftirsóknarvert umhverfi fyrir kennara, starfsfólk almennt og börnin að sjálfsögðu. Fjármagn og frelsi með EDDU Nýtt úthlutunarlíkan fjármagns til grunnskóla, sem kallast EDDA, hefur verið tekið í notkun frá og með þessu ári með 1,5 milljarða viðbótar fjárframlagi til grunnskóla borgarinnar. Það stýrir hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla og tekur mið af félagslegum og lýðfræðilegum þáttum hvers skóla við úthlutun fjármagns. Samhliða fá skólastjórnendur aukið frelsi til að ráða inn fagfólk eftir þörfum sinna skóla, sem gagnast þegar upp er staðið fyrst og fremst börnum og fjölskyldum þeirra. Þetta er risa stórt framfaraskref fyrir grunnskólana og mun tryggja gagnsæi, fyrirsjánleika og jafna leikinn enn betur milli skóla og hverfa innan Reykjavíkur. Börnin og þjónusta við þau á alltaf að vera í forgangi og jöfnuður þeirra að vera tryggur. Betri borg fyrir öll börn Betri borg fyrir börn er yfirskrift verkefnis þar sem við færum starfsfólk, fjármagn og áhrif út í hverfin til að gera þjónustu við börn enn markvissari og betri. Með því að samhæfa og samþætta þjónustu viljum við jafna aðstöðu barna og styrkja sérstaklega börn í viðkvæmri stöðu. Við aukum fjármagn til skóla þar sem félagsleg og efnahagsleg staða foreldra er þrengri, aukum snemmtækan stuðning við börn og tryggjum að hann sé ekki háður greiningum. Stuðningur veittur sem mest í nærumhverfinu í umhverfi sem barnið þekkir og líður vel í, strax í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Við viljum hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur og ganga enn lengra fyrir með hækkun styrksins í 100 þúsund fyrir börn fjölskyldna með lágar tekjur. Við setjum þjónustu við barnið í fyrsta sæti, einföldum leiðina að henni og aðlögum kerfið fyrir foreldra, forrráðamenn og fagfólk. 200 milljóna þróunarsjóður Menntastefnan er flaggskip borgarinnar í menntamálum og fyrirmynd annara sveitarfélaga og reyndar ríkisins líka. Mótun stefnunnar tók tvö ár og var eitt stærsta lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar á síðustu árum en um 10.000 þúsund einstaklingar komu að gerð hennar, kennarar og nemendur, starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundar, fulltrúar fagstétta og fræðasamfélagsins. Með nýjum nýsköpunar- og þróunarsjóði menntastefnunnar voru framlög til skólaþróunar tífölduð úr 19 milljónum í 200 milljónir. Þetta skipti öllu máli til að tryggja að stefnan er ekki bara fögur orð á blaði heldur leiðir strax til raunverulegra úrbóta í skóla- og frístundastarfi því allt þetta fjármagn fer beint út í skólana. Markmið menntastefnunnar er að styrkja fimm grunnþætti meðal barna: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði svo þau séu vel nestuð til að láta drauma sína rætast. Þróunarsjóðurinn gefur starfsfólki í frístund, leik- og grunnskólum borgarinnar byr undir báða vængi til að innleiða menntastefnuna. Skapandi, faglegt frelsi starfsfólksins á góflinu. Það er mikið í húfi - X-S! Samfylkingin þarf nýtt umboð frá borgarbúum í kosningum 14. maí 2022 til að halda áfram að vera leiðandi afl í menntamálum í landinu. Reykjavík er á réttri leið með flaggskipi Menntastefnunnar, EDDA kemur með fjármagn, gegnsæi og frelsi til skólastjórnenda í grunnskólum og sambærileg líkön eru í smíðum fyrir leikskóla og frístundastarfið. Brúum bilið planið mun tryggja börnum frá tólf mánaða aldri leikskólapláss og saman sköpum við Betri borg fyrir börn í borginni. Setjum X við S á morgun og tryggjum áfram að menntamálin verði í forgangi í borginni! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun