Byggjum fjölnotahús fyrir þjónustu bæjarins út í hverfunum Eggert Sigurbergsson skrifar 13. maí 2022 13:21 Reykjanesbær hefur byggt stakstæða leikskóla víðsvegar um bæinn og er nú svo komið að þessir leikskólar eru of litlir til að mæta nútímakröfum, ekki er hægt að byggja við þá eða breyta nema með ærum tilkostnaði, svo við tölum nú ekki um mönnunarvanda leikskólamenntaðra kennara sem er saga út af fyrir sig. Við þekkjum það vel að það eru byggð fjölnotahús undir íþróttir með góðum árangri en við eru enn föst í stakstæðum byggingum fyrir grunnþjónustu fyrir bæjarbúa. Fjölnotahús fyrir grunnþjónustu Við í Miðflokknum leggjum á það áherslu að hagræða og spara í rekstri grunnþjónustu um leið og gæði þjónustunnar verður aukin. Til að svo megi verða teljum við að bygging fjölnotahúss fyrir leikskóla, tómstundastarf barna og unglinga, þjónustu fyrir aldraða og öryrkja og aðstöðu fyrir hverfasamtök og foreldra barna í hverfum verði ekki bara einfaldara heldur mun hagkvæmara. Öll þessi starfsemi kalla á sömu grunnþjónustu sem hæglega er hægt að nýta mun betur t.d. samkomusal, eldhús og hreinlætisaðstöðu. Með fjölnotahúsi, eða kjarna, má takast á við sveiflur í notkun og skörun þjónustu er lítil þar sem leikskóli á daginn nýtir sameiginlegu aðstöðuna á meðan unglinga- og barnastarf og starf aldraða nýtir húsnæðið á öðrum tímum svo eitthvað sé nefnt. Með lækkun kostnaðar við mannvirki og grunnþjónustu gætum við t.d. bætt kjör og aðstöðu leikskólakennara. Við hjá Miðflokknum erum lausnarmiðuð og hugsum í lausnum en ekki vandamálum með hag bæjarbúa að leiðarljósi. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Halldór 22.03.2025 Halldór Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Sjá meira
Reykjanesbær hefur byggt stakstæða leikskóla víðsvegar um bæinn og er nú svo komið að þessir leikskólar eru of litlir til að mæta nútímakröfum, ekki er hægt að byggja við þá eða breyta nema með ærum tilkostnaði, svo við tölum nú ekki um mönnunarvanda leikskólamenntaðra kennara sem er saga út af fyrir sig. Við þekkjum það vel að það eru byggð fjölnotahús undir íþróttir með góðum árangri en við eru enn föst í stakstæðum byggingum fyrir grunnþjónustu fyrir bæjarbúa. Fjölnotahús fyrir grunnþjónustu Við í Miðflokknum leggjum á það áherslu að hagræða og spara í rekstri grunnþjónustu um leið og gæði þjónustunnar verður aukin. Til að svo megi verða teljum við að bygging fjölnotahúss fyrir leikskóla, tómstundastarf barna og unglinga, þjónustu fyrir aldraða og öryrkja og aðstöðu fyrir hverfasamtök og foreldra barna í hverfum verði ekki bara einfaldara heldur mun hagkvæmara. Öll þessi starfsemi kalla á sömu grunnþjónustu sem hæglega er hægt að nýta mun betur t.d. samkomusal, eldhús og hreinlætisaðstöðu. Með fjölnotahúsi, eða kjarna, má takast á við sveiflur í notkun og skörun þjónustu er lítil þar sem leikskóli á daginn nýtir sameiginlegu aðstöðuna á meðan unglinga- og barnastarf og starf aldraða nýtir húsnæðið á öðrum tímum svo eitthvað sé nefnt. Með lækkun kostnaðar við mannvirki og grunnþjónustu gætum við t.d. bætt kjör og aðstöðu leikskólakennara. Við hjá Miðflokknum erum lausnarmiðuð og hugsum í lausnum en ekki vandamálum með hag bæjarbúa að leiðarljósi. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar