Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2022 10:59 Sigríður Jónsdóttir hefur lagt niður vopnin. vísir/magnús hlynur Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í gær en þar má lesa viðtal við Sigríði en hún hefur farið fyrir í hagsmunagæslu fyrir hrossabændur og setið í samninganefnd bænda við Ísteka, sem kaupir blóð af bændum. Segir Ísteka óbilgjarna í viðskiptum Sigríður segir verðið sem Ísteka býður svo snautlegt að það borgi með naumindum útlagðan kostnað fyrir merarnar. Bændur fái ekkert upp í fastan kostnað og engin laun. Hún segir jafnframt að þungbært sé að fella hrossin sem hún heldur en ekki sé um annað að ræða. Blóðmerahald hefur mjög verið til umfjöllunar að undanförnu vegna dýraverndunarsjónarmiða að undanförnu, eftir að svissnesku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation sýndi harkalega blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi. Það er þó ekki þetta sem veldur því að Sigríður er að gefast upp á blóðmerarhaldi heldur fyrirtækið sem kaupir blóð af bændum til framleiðslu á frjóemislyfjum, einkum fyrir svínarækt erlendis. Ísteka heldur sjálft hross til framleiðslu á blóði. Bændur í sárum með heiður og fjárhag í rúst „Ég hef lagt niður vopnin. Ef ég berðist áfram fyrir framtíð blóðmerabúskap á Íslandi væri ég að berjast fyrir Ísteka,“ segir Sigríður í samtali við Bændablaðið. Hún vandar Ísteka ekki kveðjurnar, segir fyrirtækið hafa ákveðið að bændur fái minna en ekkert í sinn hlut og ætli sér að halda áfram að „féfletta stóðbændur“. Meðan það hafi rakað til sín „gríðarlegum gróða“ í sinni tuttugu ára sögu. Að sögn Sigríðar fengu einn eða tveir einstaklingar starfsemina á silfurfati frá ríkinu, vel heppnuð einkavinavæðing af íslenskum hætti. Afleiðingarnar séu grátlegar: „Bændur sitja eftir í sárum. Heiður þeirra og fjárhagur er í rúst og ekkert fram undan annað en hrun.“ Sigríður segir téða einstaklinga vellauðuga og láti það ekki trufla sig þó Samkeppniseftirlitið sé á tröppum þeirra heldur bæti enn „í fólskuleg samkeppnisbrot gegn bændum.“ Ljóst má vera að Sigríður ber þungan hug til Ísteka og skorar á Samkeppniseftirlitið og skattstjóra að skoða starfsemina í kjölinn. Blóðmerahald Landbúnaður Dýr Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í gær en þar má lesa viðtal við Sigríði en hún hefur farið fyrir í hagsmunagæslu fyrir hrossabændur og setið í samninganefnd bænda við Ísteka, sem kaupir blóð af bændum. Segir Ísteka óbilgjarna í viðskiptum Sigríður segir verðið sem Ísteka býður svo snautlegt að það borgi með naumindum útlagðan kostnað fyrir merarnar. Bændur fái ekkert upp í fastan kostnað og engin laun. Hún segir jafnframt að þungbært sé að fella hrossin sem hún heldur en ekki sé um annað að ræða. Blóðmerahald hefur mjög verið til umfjöllunar að undanförnu vegna dýraverndunarsjónarmiða að undanförnu, eftir að svissnesku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation sýndi harkalega blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi. Það er þó ekki þetta sem veldur því að Sigríður er að gefast upp á blóðmerarhaldi heldur fyrirtækið sem kaupir blóð af bændum til framleiðslu á frjóemislyfjum, einkum fyrir svínarækt erlendis. Ísteka heldur sjálft hross til framleiðslu á blóði. Bændur í sárum með heiður og fjárhag í rúst „Ég hef lagt niður vopnin. Ef ég berðist áfram fyrir framtíð blóðmerabúskap á Íslandi væri ég að berjast fyrir Ísteka,“ segir Sigríður í samtali við Bændablaðið. Hún vandar Ísteka ekki kveðjurnar, segir fyrirtækið hafa ákveðið að bændur fái minna en ekkert í sinn hlut og ætli sér að halda áfram að „féfletta stóðbændur“. Meðan það hafi rakað til sín „gríðarlegum gróða“ í sinni tuttugu ára sögu. Að sögn Sigríðar fengu einn eða tveir einstaklingar starfsemina á silfurfati frá ríkinu, vel heppnuð einkavinavæðing af íslenskum hætti. Afleiðingarnar séu grátlegar: „Bændur sitja eftir í sárum. Heiður þeirra og fjárhagur er í rúst og ekkert fram undan annað en hrun.“ Sigríður segir téða einstaklinga vellauðuga og láti það ekki trufla sig þó Samkeppniseftirlitið sé á tröppum þeirra heldur bæti enn „í fólskuleg samkeppnisbrot gegn bændum.“ Ljóst má vera að Sigríður ber þungan hug til Ísteka og skorar á Samkeppniseftirlitið og skattstjóra að skoða starfsemina í kjölinn.
Blóðmerahald Landbúnaður Dýr Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira