Ertu að meina eitthvað með þessu, Dagur? Björn Kristjánsson skrifar 13. maí 2022 10:00 Bréf til borgarstjóra Sæll Dagur. Takk fyrir síðast. Það var ánægjulegt að rekast á þig utan við Leiknisvöllinn á frídegi verkalýðsins. Fallegt veður og góð stemning. Ég ákvað að inna þig ekki svara um íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum enda hafðir þú sagt við mig nokkru áður að 1. maí væri helgur dagur, ætlaður til samstöðu en ekki í pólitískt argaþras. Því er ég sammála. Þegar við hittumst nokkrum vikum fyrr vorum við á íbúafundi fyrir íbúa Laugarneshverfis í Laugarnesskóla. Meðal þess sem þar var til umræðu var íþróttaaðstaða barna og unglinga, íþróttafélaga og skóla í hverfunum umhverfis Laugardal. Þar skýrðir þú frá hugmyndum þínum um byggingu þjóðarhallar sem þú teldir álitlegri kost en byggingu íþróttahúss fyrir félögin og skólana í hverfinu. Ég spurði þig svo hvenær fyrirætlanir um þjóðarhöll þyrftu að liggja fyrir ef ekki ætti að byggja íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann og það stóð ekki á svörunum. Loksins fékkst skýr tímarammi og konkret svar þegar þú sagðir orðrétt: „Það er lykilplagg sem á að koma fram sirka í apríl sem heitir fjármálaáætlun ríkisins. Það er til fimm ára. Ég segi að ef það verða ekki peningar í þetta þar þá meina þau ekkert með þessu. Þannig að fyrir 1. maí þá þarf þetta að liggja fyrir annars legg ég tillögu fyrir borgarráð 5. maí [um byggingu íþróttahúss fyrir Þrótt og Ármann].“ Fjármálaáætlunin birtist reyndar nokkru fyrr en ráðgert var og þar var ekki gert ráð fyrir einni krónu í þjóðarhöll. Börn, unglingar, foreldrar og aðrir íbúar í Laugardal glöddust yfir þessu. Enda búið að vera baráttumál áratugum saman að koma aðstöðu til kennslu og æfinga innanhússíþrótta í sómasamlegt horf hér í hverfinu. Nú fengjum við loksins íþróttahúsið okkar! Svo kom 5. maí og borgarráðsfundurinn mikilvægi fór fram. Engin svör var að finna í fundargerð fundarins heldur var afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók. Þetta var eitthvað dularfullt. Daginn eftir kom svo skellurinn. Viljayfirlýsing um þjóðarhöll. Viljayfirlýsing. Innihaldsrýrara plagg er vandfundið. Fjármögnun er ekki tryggð, rekstrarformið er óljóst og tímaramminn fylltur útópískri bjartsýni. Enn skyldi málum barna og unglinga í Laugardalnum drepið á dreif, þau þæfð í nefndum og starfshópum og frestað um óákveðinn tíma. Þetta var ekki það sem þú sagðir okkur á fundinum í Laugarnesskóla. Það er ljóst, kæri Dagur, að þú gekkst á bak orða þinna. Þú stóðst ekki við það sem þú hafðir lofað. Þú einfaldlega sagðir ósatt og þegar maður gerir slíkt veldur maður rofi í trausti. Og nú hefur orðið slíkt rof í trausti milli þín, sem æðsta stjórnanda borgarinnar og okkar, íbúa hverfisins, sem margir upplifa vonbrigði og svik vegna þessa máls. Það góða er þó að traust er hægt að byggja upp aftur og það þurfum við að gera í sameiningu, enda bendir flest til þess að þú munir halda stöðu þinni næstu fjögur árin. Ég vil því gefa þér tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að endurheimta traust íbúa við Laugardal með því að svara nokkrum einföldum spurningum: Verður Laugardalshöll færð Þrótti og Ármanni til fullra umráða og afnota? Hvenær verður það gert? Hvernig verður staðið að því? Hvernig verður tryggt að æfingar og íþróttakennsla þurfi ekki að víkja fyrir viðburðahaldi í Laugardalshöll þar til og ef þjóðarhöll rís? Stendur til að draga Laugardalshöll út úr samningum við Íþrótta- og sýningarhöllina hf. sem sér um rekstur og útleigu á mannvirkinu og tekur viðburðahald fram yfir íþróttastarf? Hvenær verður það gert? Hvernig verður tryggt að umhverfi og aðstaða í risavaxinni Laugardalshöll og/eða þjóðarhöll verði með þeim hætti að iðkendur njóti sömu persónulegu, félagslegu og uppeldislegu gæða og önnur félög geta veitt í sínum eigin minni húsum? Það er auðvitað fjölmörgum öðrum spurningum ósvarað en látum þetta nægja sem fyrsta skref. Skref í átt til trausts og sátta. Íbúar hverfisins eru margbrenndir af innihaldslausum viljayfirlýsingum, loðnum svörum, starfshópum, ráðum og nefndum. Við munum ekki sætta okkar við það lengur að vera víkjandi stærð í langdregnum og furðulegum kapli borgarinnar sem aldrei virðist ganga upp. Höfundur er íbúi í Laugardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróttur Reykjavík Ármann Íþróttir barna Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Ekkert íþróttahús í Laugardal Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. 29. október 2021 08:30 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Bréf til borgarstjóra Sæll Dagur. Takk fyrir síðast. Það var ánægjulegt að rekast á þig utan við Leiknisvöllinn á frídegi verkalýðsins. Fallegt veður og góð stemning. Ég ákvað að inna þig ekki svara um íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum enda hafðir þú sagt við mig nokkru áður að 1. maí væri helgur dagur, ætlaður til samstöðu en ekki í pólitískt argaþras. Því er ég sammála. Þegar við hittumst nokkrum vikum fyrr vorum við á íbúafundi fyrir íbúa Laugarneshverfis í Laugarnesskóla. Meðal þess sem þar var til umræðu var íþróttaaðstaða barna og unglinga, íþróttafélaga og skóla í hverfunum umhverfis Laugardal. Þar skýrðir þú frá hugmyndum þínum um byggingu þjóðarhallar sem þú teldir álitlegri kost en byggingu íþróttahúss fyrir félögin og skólana í hverfinu. Ég spurði þig svo hvenær fyrirætlanir um þjóðarhöll þyrftu að liggja fyrir ef ekki ætti að byggja íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann og það stóð ekki á svörunum. Loksins fékkst skýr tímarammi og konkret svar þegar þú sagðir orðrétt: „Það er lykilplagg sem á að koma fram sirka í apríl sem heitir fjármálaáætlun ríkisins. Það er til fimm ára. Ég segi að ef það verða ekki peningar í þetta þar þá meina þau ekkert með þessu. Þannig að fyrir 1. maí þá þarf þetta að liggja fyrir annars legg ég tillögu fyrir borgarráð 5. maí [um byggingu íþróttahúss fyrir Þrótt og Ármann].“ Fjármálaáætlunin birtist reyndar nokkru fyrr en ráðgert var og þar var ekki gert ráð fyrir einni krónu í þjóðarhöll. Börn, unglingar, foreldrar og aðrir íbúar í Laugardal glöddust yfir þessu. Enda búið að vera baráttumál áratugum saman að koma aðstöðu til kennslu og æfinga innanhússíþrótta í sómasamlegt horf hér í hverfinu. Nú fengjum við loksins íþróttahúsið okkar! Svo kom 5. maí og borgarráðsfundurinn mikilvægi fór fram. Engin svör var að finna í fundargerð fundarins heldur var afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók. Þetta var eitthvað dularfullt. Daginn eftir kom svo skellurinn. Viljayfirlýsing um þjóðarhöll. Viljayfirlýsing. Innihaldsrýrara plagg er vandfundið. Fjármögnun er ekki tryggð, rekstrarformið er óljóst og tímaramminn fylltur útópískri bjartsýni. Enn skyldi málum barna og unglinga í Laugardalnum drepið á dreif, þau þæfð í nefndum og starfshópum og frestað um óákveðinn tíma. Þetta var ekki það sem þú sagðir okkur á fundinum í Laugarnesskóla. Það er ljóst, kæri Dagur, að þú gekkst á bak orða þinna. Þú stóðst ekki við það sem þú hafðir lofað. Þú einfaldlega sagðir ósatt og þegar maður gerir slíkt veldur maður rofi í trausti. Og nú hefur orðið slíkt rof í trausti milli þín, sem æðsta stjórnanda borgarinnar og okkar, íbúa hverfisins, sem margir upplifa vonbrigði og svik vegna þessa máls. Það góða er þó að traust er hægt að byggja upp aftur og það þurfum við að gera í sameiningu, enda bendir flest til þess að þú munir halda stöðu þinni næstu fjögur árin. Ég vil því gefa þér tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að endurheimta traust íbúa við Laugardal með því að svara nokkrum einföldum spurningum: Verður Laugardalshöll færð Þrótti og Ármanni til fullra umráða og afnota? Hvenær verður það gert? Hvernig verður staðið að því? Hvernig verður tryggt að æfingar og íþróttakennsla þurfi ekki að víkja fyrir viðburðahaldi í Laugardalshöll þar til og ef þjóðarhöll rís? Stendur til að draga Laugardalshöll út úr samningum við Íþrótta- og sýningarhöllina hf. sem sér um rekstur og útleigu á mannvirkinu og tekur viðburðahald fram yfir íþróttastarf? Hvenær verður það gert? Hvernig verður tryggt að umhverfi og aðstaða í risavaxinni Laugardalshöll og/eða þjóðarhöll verði með þeim hætti að iðkendur njóti sömu persónulegu, félagslegu og uppeldislegu gæða og önnur félög geta veitt í sínum eigin minni húsum? Það er auðvitað fjölmörgum öðrum spurningum ósvarað en látum þetta nægja sem fyrsta skref. Skref í átt til trausts og sátta. Íbúar hverfisins eru margbrenndir af innihaldslausum viljayfirlýsingum, loðnum svörum, starfshópum, ráðum og nefndum. Við munum ekki sætta okkar við það lengur að vera víkjandi stærð í langdregnum og furðulegum kapli borgarinnar sem aldrei virðist ganga upp. Höfundur er íbúi í Laugardal.
Ekkert íþróttahús í Laugardal Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. 29. október 2021 08:30
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun