Sigurður Bragason: Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40 Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. maí 2022 22:23 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld lauk tímabili ÍBV í Olís-deildinni. En liðið tapaði þriðja leiknum í röð í einvígi sínu gegn Fram í undanúrslitum, 27-24. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fannst sínar stelpur þreyttar eftir strembnar vikur. „Rosalega erfiður leikur. Vorum þreyttar og það sást svolítið, en þegar stoltið kom í restina og gáfumst ekki upp, var ég hrikalega stoltur. Við vorum bara aðeins of þungar á þær, svona ef ég skoða þetta svona strax. Varnarlega vorum við á eftir þeim í fyrri hálfleik og þær skora 15 mörk, sem er ólíkt okkur. Við vorum bara á eftir þeim og því kenni ég um smá blýi í rassinum og þær orðnar þreyttar, margir leikir og mikið álag. Við náðum bara ekki að hrista það úr okkur.“ ÍBV átti örlítinn séns á að jafna leikinn á lokamínútunum, en Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, átti risa þátt í því áhlaupi. „Marta kom bara mjög flott inn í seinni, en við vorum líka með mjög litla markvörslu í fyrri. Hún skuldaði okkur að koma inn. Ég meina það lið sem hefur markvörslu, sama í hvaða deildarleik eða úrslitum, það er oftast á undan og við skorum ekki á Hafdísi úr dauðafærum og þá fóru þær bara á undan. Marta var flott, eins og stelpurnar hérna undir restina. Við vorum ekkert að gefast upp.“ Marta Jovanovic, leikmaður ÍBV átti slakan dag á parketinu og lauk leik með þrjár brottvísanir á 40. mínútu. „Ég ætla ekkert að fara að taka einhverja eina út fyrir svigann í svona. Hún er svolítið öðruvísi. Hún er villt, Balkan. Ég er bara stoltur af henni eins og öllu liðinu.“ Eftir langt tímabil skilur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, við það sem vonbrigði, enda keppnismaður mikill. „Ég er ekki sáttur, ef ég á að segja þér alveg eins og er. Ég fór með meiri væntingar inn í þetta tímabil. Auðvitað verða allskonar áföll á leiðinni. Þetta var lærdómsríkt líka, en ég er ekkert sáttur. Ég ætlaði mér einu þrepi lengra. Þegar ég signaði hér fyrir þremur árum og tók við þessu þá ætlaði ég að reyna að vinna eina dós, ég ætla ekki að ljúga neinum um það. Nú er sá tími búinn og mér tókst það ekki, þannig að ég er svolítið leiður og pirraður sem keppnismaður. En tímabilið er búið að vera rosalegt. Þetta er búið að vera gífurlegt álag og áföll. Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40, keppnisleikur númer 40. Ég held að við séum það lið í boltaíþróttum í vetur sem er með flesta leiki, bæði karla og kvenna og í körfu. Þetta er ekki risa hópur. Núna er maður þungur í hausnum, en svo þegar ég fæ mér einn kaldann á morgun þá verð ég aftur glaður.“ Þriggja ára samningur Sigurðs er runninn út og því óvíst hvað tekur næst við hjá honum. Mögulega sjómennska. „Samningurinn er bara búinn og ég er búinn að vinna í ÍBV síðan 1995, bara ekki búinn að sleppa tímabili og alltaf verið í þessu. Nú sest ég aðeins niður og skoða þetta. Kannski fer ég á einhvern síðutogara.“ Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fannst sínar stelpur þreyttar eftir strembnar vikur. „Rosalega erfiður leikur. Vorum þreyttar og það sást svolítið, en þegar stoltið kom í restina og gáfumst ekki upp, var ég hrikalega stoltur. Við vorum bara aðeins of þungar á þær, svona ef ég skoða þetta svona strax. Varnarlega vorum við á eftir þeim í fyrri hálfleik og þær skora 15 mörk, sem er ólíkt okkur. Við vorum bara á eftir þeim og því kenni ég um smá blýi í rassinum og þær orðnar þreyttar, margir leikir og mikið álag. Við náðum bara ekki að hrista það úr okkur.“ ÍBV átti örlítinn séns á að jafna leikinn á lokamínútunum, en Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, átti risa þátt í því áhlaupi. „Marta kom bara mjög flott inn í seinni, en við vorum líka með mjög litla markvörslu í fyrri. Hún skuldaði okkur að koma inn. Ég meina það lið sem hefur markvörslu, sama í hvaða deildarleik eða úrslitum, það er oftast á undan og við skorum ekki á Hafdísi úr dauðafærum og þá fóru þær bara á undan. Marta var flott, eins og stelpurnar hérna undir restina. Við vorum ekkert að gefast upp.“ Marta Jovanovic, leikmaður ÍBV átti slakan dag á parketinu og lauk leik með þrjár brottvísanir á 40. mínútu. „Ég ætla ekkert að fara að taka einhverja eina út fyrir svigann í svona. Hún er svolítið öðruvísi. Hún er villt, Balkan. Ég er bara stoltur af henni eins og öllu liðinu.“ Eftir langt tímabil skilur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, við það sem vonbrigði, enda keppnismaður mikill. „Ég er ekki sáttur, ef ég á að segja þér alveg eins og er. Ég fór með meiri væntingar inn í þetta tímabil. Auðvitað verða allskonar áföll á leiðinni. Þetta var lærdómsríkt líka, en ég er ekkert sáttur. Ég ætlaði mér einu þrepi lengra. Þegar ég signaði hér fyrir þremur árum og tók við þessu þá ætlaði ég að reyna að vinna eina dós, ég ætla ekki að ljúga neinum um það. Nú er sá tími búinn og mér tókst það ekki, þannig að ég er svolítið leiður og pirraður sem keppnismaður. En tímabilið er búið að vera rosalegt. Þetta er búið að vera gífurlegt álag og áföll. Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40, keppnisleikur númer 40. Ég held að við séum það lið í boltaíþróttum í vetur sem er með flesta leiki, bæði karla og kvenna og í körfu. Þetta er ekki risa hópur. Núna er maður þungur í hausnum, en svo þegar ég fæ mér einn kaldann á morgun þá verð ég aftur glaður.“ Þriggja ára samningur Sigurðs er runninn út og því óvíst hvað tekur næst við hjá honum. Mögulega sjómennska. „Samningurinn er bara búinn og ég er búinn að vinna í ÍBV síðan 1995, bara ekki búinn að sleppa tímabili og alltaf verið í þessu. Nú sest ég aðeins niður og skoða þetta. Kannski fer ég á einhvern síðutogara.“
Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35