Handbolti

Bjarki skoraði sjö er Lemgo hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í kvöld.
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í kvöld. Martin Rose/Getty Images

Íslendingar voru í eldlínunni í þremur af þeim fjórum leikjum sem fram fóru í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins er Lemgo vann nauman eins marks sigur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen.

Eins og lokatöðurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafsmínútunni. Heimamenn í Lemgo leiddu með einu marki í hálfleik, 14-13, og þeir héldu þessu eins marks forskoti út leikinn og unnu að lokum eins marks sigur, 24-23.

Á sama tíma þurftu Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen að sætta sig við fjögurra marka tap á heimavelli gegn Hamburg, 24-28. Janus Daði átti fínan leik fyrir Göppingen og skoraði fjögur mörk, en það dugði hins vegar ekki til.

Þá máttu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten að sætta sig við fjögurra marka tap gegn Hannover-Burgdorf, 31-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×