Eimskip hagnaðist um 1,5 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2022 18:28 Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipa. Eimskip Tekjur Eimskipa námu 239,7 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2022 og hækkuðu um 33% milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 10,5 milljónum evra, jafnvirði um 1.472 milljóna króna. Það er hátt í fjórföldun frá sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 2,8 milljóna evra hagnaði. Kostnaður fyrirtækisins nam 209,3 milljónum evra sem er hækkun um 27,7%. Skýrist hækkunin að mestu af verulegri aukningu í kostnaði vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja og hærra olíuverði, af því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Launakostnaður jókst um 3,1 milljón evra eða um 10,5% og þar af námu gjaldeyrisáhrif 1,5 milljónum evra. Að sögn Eimskipa var jákvæð magnþróun í áætlunarsiglingum á tímabilinu og góður tekjuvöxtur í flutningsmiðlun þrátt fyrir minna magn. Þó hafi verðhækkanir hjá flutningsbirgjum og hærra olíuverð haft áhrif á tekjur. Verulegri hækkun á olíuverði hafi verið mætt með aðlögunum í rekstri og virkri tekjustýringu. Einnig hafi tekist að mæta breyttum þörfum viðskiptavina í kjölfar stríðsins í Úkraínu. „Ég er ánægður með frammistöðu okkar í upphafi árs sem sýnir að okkur hefur tekist að bæta árangurinn í gámasiglingum samanborið við óásættanlega niðurstöðu á sama ársfjórðungi í fyrra. Ytra umhverfið alþjóðlega er áfram hagstætt fyrir flutningageirann en á sama tíma er rekstraraðstæður áfram krefjandi,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipa, í tilkynningu. Vöxtur hefur verið í tekjum Eimskipa.Vísir/Vilhelm Sterk eftirspurn eftir flutningum yfir Atlantshafið EBITDA fyrirtækisins nam 30,4 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungnum og jókst um 86% frá síðasta ári. EBITDA hlutfall var 12,7% samanborið við 9% fyrir sama tímabil síðasta árs. „Við njótum góðs af lægri kostnaðargrunni eftir samþættingu og hagræðingaraðgerðir undanfarinna ára, ríkri áherslu á virka tekjustýringu ásamt öguðum verkferlum og stöðugum mælingum á rekstrarárangri,“ segir Vilhelm. Góður vöxtur hafi verið í magni á Íslandi samanborið við fyrsta fjórðung síðasta árs og magnið í frystiflutningum í Noregi haldist stöðugt þrátt fyrir að siglingum til Murmansk hafi verið hætt frá og með febrúar. „Það er áfram sterk eftirspurn eftir Trans-Atlantic flutningum og hefur siglingaleiðin vestur um haf verið fullbókuð og auk þess hefur mikil aukning verið í magni austurleiðina. Til að mæta umframeftirspurn höfum við ákveðið að auka afkastagetu á Norður-Ameríku leiðinni með því að færa skip tímabundið frá Noregi þar sem vertíðin er rólegri yfir sumarið.“ Bjartsýnn á komandi mánuði Vilhelm bætir við að stjórnendur finni fyrir skorti á gámum í alþjóðlegu flutningsmiðluninni og takmarkaðri afkastagetu hjá stóru skipafélögunum. Ójafnvægi og stíflur í höfnum hafi enn áhrif á markaðinn og staðan sé viðkvæm. Alþjóðlegar efnahagshorfur einkennist af miklum sveiflum og spennu á alþjóðavettvangi með áskorunum bæði á eftirspurnar- og framboðshliðinni. „Við erum almennt bjartsýn fyrir komandi mánuði og Eimskip er vel staðsett á sínum lykilmarkaði í Norður-Atlantshafi þar sem við þjónum heimamörkuðum sem eru drifnir áfram af inn- og útflutningi auk sérhæfingar í frystiflutningum í okkar alþjóðlegu flutningsmiðlun,“ segir Vilhelm í tilkynningu. Kauphöllin Skipaflutningar Eimskip Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira
Kostnaður fyrirtækisins nam 209,3 milljónum evra sem er hækkun um 27,7%. Skýrist hækkunin að mestu af verulegri aukningu í kostnaði vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja og hærra olíuverði, af því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Launakostnaður jókst um 3,1 milljón evra eða um 10,5% og þar af námu gjaldeyrisáhrif 1,5 milljónum evra. Að sögn Eimskipa var jákvæð magnþróun í áætlunarsiglingum á tímabilinu og góður tekjuvöxtur í flutningsmiðlun þrátt fyrir minna magn. Þó hafi verðhækkanir hjá flutningsbirgjum og hærra olíuverð haft áhrif á tekjur. Verulegri hækkun á olíuverði hafi verið mætt með aðlögunum í rekstri og virkri tekjustýringu. Einnig hafi tekist að mæta breyttum þörfum viðskiptavina í kjölfar stríðsins í Úkraínu. „Ég er ánægður með frammistöðu okkar í upphafi árs sem sýnir að okkur hefur tekist að bæta árangurinn í gámasiglingum samanborið við óásættanlega niðurstöðu á sama ársfjórðungi í fyrra. Ytra umhverfið alþjóðlega er áfram hagstætt fyrir flutningageirann en á sama tíma er rekstraraðstæður áfram krefjandi,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipa, í tilkynningu. Vöxtur hefur verið í tekjum Eimskipa.Vísir/Vilhelm Sterk eftirspurn eftir flutningum yfir Atlantshafið EBITDA fyrirtækisins nam 30,4 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungnum og jókst um 86% frá síðasta ári. EBITDA hlutfall var 12,7% samanborið við 9% fyrir sama tímabil síðasta árs. „Við njótum góðs af lægri kostnaðargrunni eftir samþættingu og hagræðingaraðgerðir undanfarinna ára, ríkri áherslu á virka tekjustýringu ásamt öguðum verkferlum og stöðugum mælingum á rekstrarárangri,“ segir Vilhelm. Góður vöxtur hafi verið í magni á Íslandi samanborið við fyrsta fjórðung síðasta árs og magnið í frystiflutningum í Noregi haldist stöðugt þrátt fyrir að siglingum til Murmansk hafi verið hætt frá og með febrúar. „Það er áfram sterk eftirspurn eftir Trans-Atlantic flutningum og hefur siglingaleiðin vestur um haf verið fullbókuð og auk þess hefur mikil aukning verið í magni austurleiðina. Til að mæta umframeftirspurn höfum við ákveðið að auka afkastagetu á Norður-Ameríku leiðinni með því að færa skip tímabundið frá Noregi þar sem vertíðin er rólegri yfir sumarið.“ Bjartsýnn á komandi mánuði Vilhelm bætir við að stjórnendur finni fyrir skorti á gámum í alþjóðlegu flutningsmiðluninni og takmarkaðri afkastagetu hjá stóru skipafélögunum. Ójafnvægi og stíflur í höfnum hafi enn áhrif á markaðinn og staðan sé viðkvæm. Alþjóðlegar efnahagshorfur einkennist af miklum sveiflum og spennu á alþjóðavettvangi með áskorunum bæði á eftirspurnar- og framboðshliðinni. „Við erum almennt bjartsýn fyrir komandi mánuði og Eimskip er vel staðsett á sínum lykilmarkaði í Norður-Atlantshafi þar sem við þjónum heimamörkuðum sem eru drifnir áfram af inn- og útflutningi auk sérhæfingar í frystiflutningum í okkar alþjóðlegu flutningsmiðlun,“ segir Vilhelm í tilkynningu.
Kauphöllin Skipaflutningar Eimskip Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira