Ný lög eru bylting í þjónustu við börn... en hvernig er best að framfylgja þeim? Steinunn Bergmann skrifar 13. maí 2022 08:30 Um áramótin tóku í gildi ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Vinna við breytingar í þágu barna hafa staðið yfir frá árinu 2018 og eru afurð víðtæks samráðs við fagfólk og aðra haghafa. En hvernig er best að framfylgja þessum lögum? Sú spurning er í forgrunni á árlegu Félagsráðgjafaþingi en þar koma félagsráðgjafar nú saman til að miðla þekkingu og læra hver af öðrum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum í velferðarþjónustu en þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna Nýju farsældarlögin miða að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Í lögunum er sú nýlunda að stjórnvöld gera tilraun til að stigskipta þjónustu í þágu farsældar barna í fyrsta, annað og þriðja stigs þjónustu auk þess sem leitast á við að skilgreina opinbera almenna þjónustu í þágu farsældar barna með samræmdum hætti. Til að markmið laganna nái fram að ganga er mikilvægt að tryggja viðeigandi mönnun innan þeirra stofnana sem lögin ná til. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar þegar kemur að félagslegri heilsu, þeir hafa heildarsýn að leiðarljósi og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi í þágu skjólstæðinga sinna. Þeir gegna því lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja samþætta þjónustu og meta ásamt foreldrum og/eða barni, hvenær þörf er á að tilnefna málastjóra. Félagsráðgjafar munu sérþekkingar sinnar vegna, sinna málstjórahlutverkinu öðrum fremur. Innleiðing nýrra laga tekur tíma og kallar á endurskoðað vinnulag og hefur Félagsráðgjafafélag Íslands tekið þátt í að skoða hvernig félagsráðgjafar geti stutt við innleiðinguna. Signs of Safety leið til að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur Mörg sveitarfélög erlendis, meðal annars í Svíþjóð, Hollandi, Englandi og á Írlandi, hafa farið þá leið að innleiða Signs of Safety nálgunina til þess að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur. Nálgunin byggist á samstarfi við börn og fjölskyldur og aðila í nærumhverfi þeirra, þar á meðal stórfjölskylduna til að tryggja öryggi fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að Signs of Safety hefur reynist afar gagnleg nálgun til að auka samstarf og bæta þjónustu, sem er einmitt markmið nýju laganna. Það skiptir þó miklu máli að vandað sé til verka við innleiðingu. Fyrir liggur innleiðingaráætlun og fjármagn til að innleiða Signs of Safety í barnaverndarstarf hér á landi en ákvörðun um þátttöku liggur hjá sveitarfélögum. Það er mikilvægt að sveitarfélög skoði gagnsemi þess að taka upp þetta verklag og þá kerfisbundnu nálgun sem í henni felst. Það mun ekki bara bæta líf fjölskyldna heldur einnig spara háar fjárhæðir í rekstri félags- og heilbrigðisþjónustu þegar til lengri tíma er litið. Stuðningur fremur en íhlutun Vegna samkomutakmarkana var tekin ákvörðun um að hafa Félagsráðgjafaþing 2022 tvískipt. Ávörp og lykilfyrirlestrar voru rafrænir 18. febrúar síðast liðinn en seinni hluti þingsins er haldinn 13. maí þar sem félagsráðgjafar koma saman, standa fyrir málstofum og samtali um fjölbreytt verkefni á vettvangi og kynna rannsóknaniðurstöður. Á fyrri hluta þingsins fjölluðu lykilfyrirlesarar frá Englandi og Írlandi um hvernig fagfólk getur stutt við innleiðingu breytinga í þágu farsældar barna og hvernig innleiðing Signs of Safety hefur stutt við kerfisbreytingar í þjónustu við börn og fjölskyldur á Írlandi. Lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að mæta börnum og fjölskyldum með snemmtækum stuðningi fremur en íhlutun þegar mál eru komin í óefni. Þá bentu þau á að það skiptir máli hvort málefnið sé nálgast út frá hugmyndafræðinni um stuðning eða íhlutun. Með nýrri löggjöf er verk að vinna, tækifæri liggja í lagasetningu um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Nú er lag að endurskipuleggja velferðarþjónustuna og tækifæri fyrir fagfólk til að hafa jákvæð áhrif á þróun þeirrar þjónustu sem veitt er en innleiðing nýrra laga tekur tíma og veltur ekki síður á því að fagfólk tileinki sér nýja hugsun og verklag. Málstofur á seinni hluta Félagsráðgjafaþings 2022 fjalla um rannsóknir og þróunarverkefni í velferðarþjónustu en nánari upplýsingar eru á felagsradgjof.is Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Um áramótin tóku í gildi ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Vinna við breytingar í þágu barna hafa staðið yfir frá árinu 2018 og eru afurð víðtæks samráðs við fagfólk og aðra haghafa. En hvernig er best að framfylgja þessum lögum? Sú spurning er í forgrunni á árlegu Félagsráðgjafaþingi en þar koma félagsráðgjafar nú saman til að miðla þekkingu og læra hver af öðrum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum í velferðarþjónustu en þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna Nýju farsældarlögin miða að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Í lögunum er sú nýlunda að stjórnvöld gera tilraun til að stigskipta þjónustu í þágu farsældar barna í fyrsta, annað og þriðja stigs þjónustu auk þess sem leitast á við að skilgreina opinbera almenna þjónustu í þágu farsældar barna með samræmdum hætti. Til að markmið laganna nái fram að ganga er mikilvægt að tryggja viðeigandi mönnun innan þeirra stofnana sem lögin ná til. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar þegar kemur að félagslegri heilsu, þeir hafa heildarsýn að leiðarljósi og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi í þágu skjólstæðinga sinna. Þeir gegna því lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja samþætta þjónustu og meta ásamt foreldrum og/eða barni, hvenær þörf er á að tilnefna málastjóra. Félagsráðgjafar munu sérþekkingar sinnar vegna, sinna málstjórahlutverkinu öðrum fremur. Innleiðing nýrra laga tekur tíma og kallar á endurskoðað vinnulag og hefur Félagsráðgjafafélag Íslands tekið þátt í að skoða hvernig félagsráðgjafar geti stutt við innleiðinguna. Signs of Safety leið til að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur Mörg sveitarfélög erlendis, meðal annars í Svíþjóð, Hollandi, Englandi og á Írlandi, hafa farið þá leið að innleiða Signs of Safety nálgunina til þess að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur. Nálgunin byggist á samstarfi við börn og fjölskyldur og aðila í nærumhverfi þeirra, þar á meðal stórfjölskylduna til að tryggja öryggi fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að Signs of Safety hefur reynist afar gagnleg nálgun til að auka samstarf og bæta þjónustu, sem er einmitt markmið nýju laganna. Það skiptir þó miklu máli að vandað sé til verka við innleiðingu. Fyrir liggur innleiðingaráætlun og fjármagn til að innleiða Signs of Safety í barnaverndarstarf hér á landi en ákvörðun um þátttöku liggur hjá sveitarfélögum. Það er mikilvægt að sveitarfélög skoði gagnsemi þess að taka upp þetta verklag og þá kerfisbundnu nálgun sem í henni felst. Það mun ekki bara bæta líf fjölskyldna heldur einnig spara háar fjárhæðir í rekstri félags- og heilbrigðisþjónustu þegar til lengri tíma er litið. Stuðningur fremur en íhlutun Vegna samkomutakmarkana var tekin ákvörðun um að hafa Félagsráðgjafaþing 2022 tvískipt. Ávörp og lykilfyrirlestrar voru rafrænir 18. febrúar síðast liðinn en seinni hluti þingsins er haldinn 13. maí þar sem félagsráðgjafar koma saman, standa fyrir málstofum og samtali um fjölbreytt verkefni á vettvangi og kynna rannsóknaniðurstöður. Á fyrri hluta þingsins fjölluðu lykilfyrirlesarar frá Englandi og Írlandi um hvernig fagfólk getur stutt við innleiðingu breytinga í þágu farsældar barna og hvernig innleiðing Signs of Safety hefur stutt við kerfisbreytingar í þjónustu við börn og fjölskyldur á Írlandi. Lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að mæta börnum og fjölskyldum með snemmtækum stuðningi fremur en íhlutun þegar mál eru komin í óefni. Þá bentu þau á að það skiptir máli hvort málefnið sé nálgast út frá hugmyndafræðinni um stuðning eða íhlutun. Með nýrri löggjöf er verk að vinna, tækifæri liggja í lagasetningu um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Nú er lag að endurskipuleggja velferðarþjónustuna og tækifæri fyrir fagfólk til að hafa jákvæð áhrif á þróun þeirrar þjónustu sem veitt er en innleiðing nýrra laga tekur tíma og veltur ekki síður á því að fagfólk tileinki sér nýja hugsun og verklag. Málstofur á seinni hluta Félagsráðgjafaþings 2022 fjalla um rannsóknir og þróunarverkefni í velferðarþjónustu en nánari upplýsingar eru á felagsradgjof.is Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun